Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Page 26
2 Matarvagnar Helgarblað 21. júlí 2017KYNNINGARBLAÐ Kínversk soðbrauð með ljúffengum fyllingum Bao Bun-vagninn frá Skúla Craft Bar er góð viðbót í flóru matar- vagna í Reykjavík og uppfyllir tvenns konar þörf. Annars vegar kemur hann í staðinn fyrir matarmarkaðinn sem hefur verið í Fótgetagarðin- um við Aðalstræti undan- farin ár en var blásinn af í sumar. Hins vegar uppfyllir hann matarlöngun gesta á Skúla Craft Bar sem stað- settur er að Aðalstræti 9. Skúli Craft Bar er þekktur fyrir mikið úrval af bjór og er vinsæll og smekklegur bar. Bao Bun-vagninn er stað- settur beint fyrir utan barinn. Hann er auðvitað ætlaður hverjum sem er en gestir á Skúla Craft Bar geta haft matinn úr vagninum með sér inn á barinn og snætt hann eða pantað matinn þar inni og starfsfólkið nær í hann út í vagn. Bao Bun er heiti á kín- verskum soðbrauðum en þau eru á boðstólum í vagninum og er hægt að fá þau með ferns konar fylling- um: Pulled pork, nautakjöti, þorski og sveppum. Síð- an er alltaf kimchi, gúrkur, sriracha mæjónes, steiktur skarlottulaukur og kóríander með í brauðinu. Enn fremur er boðið upp á djúpsteiktar sætar kartöflur í vagninum. Vagninn er staðsettur á Fógetatorginu fyrir framan Fógetagarðinn við Aðal- stræti og er opinn frá 12 á hádegi og langt fram á kvöld. Borð og stólar eru við vagn- inn og hægt að snæða þar þegar vel viðrar, taka matinn með sér eða fara með hann inn á Skúla Craft Bar og fá sér góðan drykk með. En það er líka hægt að panta vagninn á útihátíðir og í ýmiss konar samkvæmi utandyra. Vagninn er þá dreginn með bíl á staðinn og þar þarf að vera hægt að tengja hann við raf- magn. Vagninn er fallegur og því prýði af honum í öllum samkvæmum og hátíðum utandyra og nærvera hans skapar skemmtilega stemn- ingu. Kínversku soðbrauðin með hinum ljúffengu fylling- um þykja líka afar bragðgóð og gestir í útisamkvæmum eða á útihátíðum kunna vel að meta að fá slíkan mat ferskan, lagaðan á staðnum. Til að panta Bao Bun- vagninn eða fá nánari upp- lýsingar er gott að hringja í Skúla Craft Bar í síma 519 6455, senda skilaboð á netfangið info@skulicraft- bar.is eða senda skilaboð á Facebook-síðunni Skúli Bao Bun. BAo Bun-VAgninn á FógETAToRgi:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.