Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Page 32
É g gaf út fyrsta lagið mitt ásamt Guðmanni Sveinssyni og hljómsveitinni okkar Trút- ón, Áfram held ég ein, árið 2008. Lagið hafði ég áður flutt í þættinum Bandið hans Bubba, en við áttum að flytja frumsamin lög í einum þætti,“ segir Thelma, sem átti bæði lag og texta. Eftir Bandið hans Bubba, þar sem hún lenti í þriðja sæti, byrjaði hún í hljómsveitinni Silfur og gáfu þau út plötuna Ekkert vesen árið 2010. Hljómsveitin hætti síðan störfum árið 2013. „Fyrsta lagið, sem ég gaf út undir mínu eigin nafni, ekki með öðrum hljóm- sveitum, var lagið Mad Crazy, sem kom út árið 2013. Textinn er eftir mig, en lagið á ég ásamt Einari Val Sigurjónssyni.“ Setti upp sýningar með hárbursta að vopni „Þetta er hefðbundna klisjan, foreldrar mínir segja að ég hafi byrjað að syngja áður en ég byrjaði að tala,“ svarar Thelma um hvaðan söngáhuginn hafi komið og hvort að hún hafi alltaf sungið, „ég var alltaf að syngja og setja upp leik- sýningar. Foreldrar mínir eru sjálfir ekkert í tónlist, pabbi og systkini mín eru að vísu mjög tónelsk, en ekkert meira, þannig að ég veit ekki alveg hvaðan söngáhuginn kemur.“ „Áður en ég fór á Dýrin í Hálsa- skógi, Ronju ræningjadóttur og Hárið var ég búin að læra öll lögin og vildi bara ólm komast úr sætinu mínu og fara upp á svið. Söngurinn hefur alltaf fylgt mér og meðan aðrir voru í hand- og fótbolta þá var ég í söngtímum og leiklist.“ Kaus að einbeita sér að eigin efni Thelma er deildarstjóri iðjuþjálf- unar á hjúkrunarheimilinu Mörk þar sem verkefnin hennar snúa að félagsstarfi, endurhæfingu og hjálpartækjum aldraðra. Tíminn þar fyrir utan fer í tónlistina og fjölskylduna. Eins og áður kom fram gaf Thelma út plötu með hljóm- sveitinni Silfur, hún hefur líka komið fram reglulega með „cover“böndum á skemmtistöðum og í einkasamkvæmum eins og árshátíðum, afmælum, brúðkaup- um, fermingum og fleira, en þá er hún ekki að syngja sín lög. „Þannig að þetta var ekki mitt hugarfóstur og á ákveðnum tímapunkti fannst mér þetta orðið gott og vildi fara að flytja mína eigin tónlist. Eftir að sonur okkar fæddist þá kaus ég alla jafna að vera frekar heima hjá honum. Mér finnst gaman að koma fram, syngja og fá útrás, en ég færði fókusinn frekar á að vera mamma og semja sjálf.“ Kántrískotin plata byggð á eigin reynslu „Maður er komin ansi nálægt sín- um hjartarótum og þetta er í fyrsta sinn sem ég er að gera eitthvað frá mínu hjarta á mínum forsendum,“ segir Thelma um væntanlega plötu sína. „Og það er öðruvísi, þegar maður stendur og fellur með sjálf- um sér, en ógnvekjandi um leið. En það er líka ákveðin huggun í því, ég er svo sátt við það sem ég er að gera núna. Og það er bara plús ef öðrum líkar tónlistin líka,“ segir Thelma. Platan verður kántrískotin og kántrítónlist snýst um að segja sögur. Lögin fjalla ekki bara um ástina eða hjartasorg, heldur er hún uppgjör á fólki og aðstæðum í lífi Thelmu. „Sumir hafa komið og far- ið, sumir gefið manni gott og aðrir ekki, bara eins og lífið er. Þetta er svolítið mitt uppgjör á því. Þannig að þetta hefur bæði verið erfitt en jafnframt hollt ferli.“ „Ég hef miklar skoðanir, hef frá mörgu að segja og hef aldrei verið talin kona fárra orða. Ég er að segja ákveðnar sögur, í stað þess að leggja mesta áherslu á að semja grípandi lag eins og ég hef stundum gert.“ Thelma semur bæði lög og texta, en segist ekki spila svo vel á hljóð- færi. „Ég fæ laglínuna í hausinn á mér. Sú sem helst þar er sú sem á að koma í gegn og það er hún sem ég held áfram með. Maðurinn minn á hins vegar mun auðveldara með þetta og semur til dæmis ara- grúa af lögum á gítar eins og ekkert sé. Hann aðstoðar mig við að lenda lögunum mínum ef svo má segja. En hann á að mestu leyti lögin á plötunni og ég textana.“ Eiginmaður Thelmu, Magnús Örn Magnússon, er alinn upp á tónlistarheimili, en faðir hans er Magnús Eiríksson, „þannig að þetta er bara í erfðunum og uppeldinu hjá honum. Eiginmaðurinn er upp- tökustjóri líka, hljóðjafnar og sér um grafíkina líka. Þannig að platan verður svo sannarlega heimagerð. Við erum listamaðurinn, um- boðsmaðurinn, útgefandinn og dreifingaraðilinn og það á alla jafna við um íslenska tónlistarmenn, nema þú sért stærra nafn.“ Fékk áskorun um að gefa út eigið efni „Ég fór í viðtal hjá Kristínu Ruth á FM957 í tilefni af því að við komumst í úrslit í jólalagakeppni Rásar 2 fyrir síðustu jól með lagið Viskí um jól. Við Kristín Ruth þekkjumst frá því við vorum yngri og hún segir við mig: „Jæja, Thelma mín, er svo ekki kominn tími á eigin plötu? Eigum við ekki að segja bara að árið 2017 verðir þú komin með eigin plötu, Spotify- reikning og málið er dautt! Og ég bara: „Uhh, jú.“ Thelma segir að það sé gott að hafa viðmið og setja sér markmið, það setji ákveðna pressu á mann og einnig sé nauðsynlegt að standa með sjálfum sér. „En svo er þetta alltaf ákveðið ferli, bæði huglægt og verklegt, þannig að ég hef ekki viljað setja ákveðinn punkt. En við stefnum á 2017 og miðum við það, en svo leyfi ég bara lífinu að gerast, enda snýst platan um það.“ Hvort það næst verður tíminn að leiða í ljós, en á meðan verða fleiri sögur til í lögum Thelmu. Thelma Hafþórsdóttir Byrd vinnur að fyrstu plötu sinni Thelma Hafþórsdóttir Byrd hefur sungið frá því að hún var barn að aldri, tók þátt í Bandinu hans Bubba og söng með hljómsveitunum Trútón og Silfur. Tónlistin er hennar ástríða og vinnur hún nú að útgáfu sinnar fyrstu plötu, sem mun eingöngu innihalda frumsamið efni. Fyrsta smáskífan, Humming My Song, var frumflutt á Bylgjunni þann 13. júlí síðastliðinn. Semur um perSónulega reynSlu í kántríStíl Vinnur að eigin plötu Thelma vinnur nú að sinni fyrstu plötu sem mun eingöngu inni- halda frumsamið efni. Stefnir hún á að platan komi út í ár. thelma á æskuárunum „Þegar ég var krakki setti ég upp söng- og leiksýn- ingar vopnuð blýanti, hárbursta eða öðru áþekku.“ Fjölskyldan Við gullFoss Thelma er gift tónlistarmanninum Magnúsi Erni Magnússyni og eiga þau saman Magnús Þór, sem er að verða þriggja ára. Fyrir átti Magnús Örn Helga Örn sem er 11 ára. maggi Við upptökur Maggi við upptökur lagsins Humming my song. Hinn hæfileikaríki Davíð Sigurgeirs- son spilaði síðan inn sóló-gítar. Bandið hans BuBBa Thelma tók þátt í Bandinu hans Bubba og flytur hér lag á sviði árið 2008. textaBrot úr laginu When push Comes to shoVe, sem Verður næsta smáskíFa Væntanlegrar plötu thelmu When they think I am about to surrender after they put me up against the wall When it‘s better to say nothing at all I will speak my mind And no matter what they try to tell me I‘m gonna keep on spreading my wings while I‘m moving up against the stream with my head held high Höfundur: Thelma Byrd maí 2017

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.