Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 41
Hurð 1 Þú þráir einfaldari hluti í lífinu. Þú leitar að rólegheitum, einveru, og þú nýtur þess að vera einn mestan hluta tímans. Þegar þú ert í félagsskap annarra, kýst þú frekar að vera heima og þá jafnvel bara með nánustu vinum og ættingjum. Framtíð þín er hamingja vegna þess að þú veist hvað þú vilt. Þú nýtur áreiðanleika og einfaldleika. Þú kýst lífsstíl sem er laus við drama annarra, en gættu þess samt að láta þér ekki leiðast. Hurð 2 Þú átt von á auknum fjármunum, en aðeins ef þú leggur þig hart eftir þeim. Val á hurðinni með stigann sýnir að þú ert óhræddur við að leggja á brattann, þegar á þarf að halda. Þú leitar að göfugri hlutum lífsins og þú skilur það að til að ná þeim hlutum, verður þú að vinna hörðum höndum og vinna að þeim, bókstaflega, skref fyrir skref. Þú ert ekki hræddur við að klifra á toppinn og þér finnst meira að segja gaman að ferðinni upp. Hurð 3 Þú verður að sýna varkárni. Þú hefur tilhneigingu til að takast á hendur hið óþekkta, og þrátt fyrir að ævintýramennskan geti borgað sig á endanum, þá er fullt af viðvörunarskiltum á leiðinni. Brunahaninn er tákn um hættu, en það er óljóst hvað liggur á bak við dyrnar. Ef þú hefur tekið of mikla áhættu undanfarið, með slæmum afleiðingum, þá er kannski kominn tími til að fara að með gát.Talan 26, sem hangir fyrir ofan dyrnar, tákn- ar æðri mátt. Jafnvel þótt þú veljir varasama leið, og hvort sem þú trúir eða ekki, þá er ljóst að einhver mun gæta þín. Hurð 4 Ef þú velur þessa hurð, þá ertu tilbúin/n í átök. Hvort sem það er frami í starfi, valdabarátta eða lagaleg barátta, þá ertu búin/n að undirbúa þig og það mun borga sig. Rauði liturinn táknar orku og vald. Það mun ekkert hræða þig frá að sækjast eftir því sem er réttilega þitt. Þú hefur beðið nógu lengi eftir rétta tækifærinu. Hurð 5 Ef þú velur þessa hurð, ekki hafa áhyggjur. Hlutirnir eru að róast. Þú ert að leita að einhverju þægilegu og rólegu. Þú hefur farið í gegnum erfiða tíma í vinnu eða persónu- lega. Þú leitast við að umkringja þig þeim sem eru þér tryggir og elska þig skilyrðislaust. Ef að þú hefur farið í gegnum erfitt tímabil, huggaðu þig við það að þú veist hvað þú vilt. Einblíndu á fólk og hluti sem eru staðfastir og forðastu þá sem eru það ekki. Hurð 6 Þú hefur fundið fyrir byrði undanfarið, en bjartsýni þín kemur þér í gegnum hvað sem er. Það eru bjartari tímar framundan, þú verður bara að hafa þolinmæði aðeins lengur. Ljósið er í sjónmáli. Hugsaðu um allt sem er að baki þér, því versta er lokið og fyrr en varir þá finnur þú frelsið sem þú leitar að. Hurð 7 Vertu tilbúinn fyrir kaós í fram- tíðinni, en það er ekkert sem þú munt ekki ráða við. Þú ert meira að segja öruggari þegar þú veist ekki hvað tekur næst við. Þú vilt halda valkostum þínum opnum og dyr eru bara dyr til að opna og fara í gegnum. Þú lendir í alls konar aðstæðum, þannig að búðu þig undir óvæntar aðstæð- ar, en það er ekkert nýtt fyrir þig að lenda í slíku. Þegar slíkar aðstæður koma upp, opnaðu bara næstu dyr. Hurð 8 Þú ert svo sannarlega forvitna týpan, en hún mun borga sig. Það er munur á milli forvitni og hnýsni, og þú þekkir muninn. Þú veist að það er gott að taka óvænta áhættu, en þú verður að hafa hugmynd um hvaða af- leiðingar áhættan hefur. Forvitnin og ævintýraþráin mun borga sig. Þetta sem þú hefur verið að pæla í að gera og ekki látið verða af ennþá? Gerðu það bara. Það er enginn betri tími en núna til að framkvæma. Veldu þér hurð á myndinni og lestu síðan hvað valið segir þér um persónuleika þinn. Niðurstaðan gæti komið þér á óvart. Finnst þér valið lýsa þínum persónuleika? Hvaða Hurð velur þú? Persónuleikapróf: 1 5 2 6 3 7 4 8 Sholom Ber Salomon er nýbakaður 36 ára gamall faðir í Kaliforníu. Til að skemmta sjálfum sér, fjölskyldu og vinum bregður hann á leik með Zoe dóttur sinni í bráðskemmti- legum myndum sem finna má á Instagramreikningi hans, sbsolly. Serían hófst þegar Salomon skipti um bleiu á dótturinni, hann setti upp gasgrímu og bað eigin- konuna, Carli, að taka mynd og setja á Instagram. Myndin vakti mikla kátínu og ákvað Solomon því að halda áfram og hefur hann myndað sig og dótturina í fjöl- mörgum uppstillingum. Sannarlega skemmtilegar og öðruvísi myndir, sem Zoe mun vonandi hafa gaman af þegar hún verður eldri. Feðgin bregða á leik Bráðskemmtileg myndasería hjá nýbökuðum föður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.