Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Side 45
Valið á staðsetningu er táknrænt, en kartöflu-geymslurnar voru teknar í notkun 1. október 1946. Þá réðst Jóhannes G. Helgason, athafna- maður í Reykjavík, í það verkefni að kaupa sjö bragga af bandaríska hernum sem staðsettir voru í Hvalfirði, flutti þá til Reykjavíkur og gróf þá inn í Ártúnsbrekkuna. Síðan þá hefur framhlið þeirra verið sýnileg þeim vegfarendum sem fara um Ártúnsbrekkuna. Nú standa yfir miklar fram- kvæmdir í kartöflugeymslunum, en eigandinn og innanhússarki- tektinn Kristinn Brynjólfsson mun opna þar hönnunar- og listamiðstöð ásamt glæsilegum veitingastað. Stefnt er að opnun í október og nánar má fræðast um verkefnið á hlm.is. Á heimasíðunum sfg.is og matartiminn.is má fræðast meira um kartöflur, finna kartöfluupp- skriftir og fleira. Kartöflur eru Kræsingar – ný uppsKera Komin Sölufélag garðyrkjumanna með boð í gömlu kartöflugeymslunum Í tilefni nýrrar kartöfluuppskeru í verslanir og á veitingaborð landsmanna bauð Sölufé- lag garðyrkjumanna fjölmiðlafólki upp á að smakka nýju uppskeruna. Landsliðskokk- arnir Ylfa Helgadóttir á Kopar og Georg Arnar Halldórsson á Sumac sáu um að elda kartöflurnar á nýstarlegan og gómsætan máta. MeistaraMatreiðsluMenn Ylfa Helgadóttir, yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson, matreiðslumaður á Sumac, töfruðu fram kartöflukræsingar af fagmennsku. FraMkvæMdaMenn Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri SFG og Kristinn Brynj ólfs son, inn an húss arki tekt og eig andi hússins, buðu gesti velkomna, sögðu frá uppskerunni og þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað í kartöflugeymslunum í Ártúnsholti. GæðadrenGir Hjónin Albert Eiríksson og Berg- þór Pálsson, alltaf brosmildir og flottir. Vinur þeirra, Kjartan Steindórsson, sem er búsettur í Þýskalandi, mætti með til að gæða sér á íslensku kartöflunum. Albert og Bergþór standa nú í „ströngu“ við að baka og smakka uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Siríus, sem Albert sér um í ár. ný uppskera Gestir voru leystir út með góðri gjöf, nýrri uppskeru á íslenskum kartöflum. kartöFlur í nýjuM búninGi Georg Arnar Halldórsson, matreiðslu- maður á Sumac og meðlimur Kokkalandsliðs Íslands, bauð upp á annars vegar kartöflur með sambal chilisósu og möndlum og hins vegar með brenndu smjöri og hangikjötsfroðu. bruGðið á leik Einar Bárðarson, Þorgeir Ástvalds- son og Ásgeir Páll Ágústsson eru allir miklir grallarar og brugðu á leik fyrir ljósmyndarann. Ylfa bauð upp á kartöfupressu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.