Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Síða 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 21. júlí 2017
hólmi og eftir að sjúklingar hans
létust og hann var staðinn að því
að hafa falsað upplýsingar var
rannsókn hafin. Tómas var í hópi
íslenskra lækna sem hafði að-
komu að málinu og þáttur þeirra
er enn til rannsóknar. Tómas
segist lítið geta tjáð sig um mál-
ið á þessu stigi. „Þetta mál er í
ferli og hefur verið lengi. Við ís-
lensku kollegarnir höfum talað
við óteljandi nefndir og þar er
farið í gegnum sömu hlutina aft-
ur og aftur. Ég er með góða sam-
visku í þessu máli en óneitanlega
hefur þetta tekið mjög á.“
Erfiðar aðstæður
Árið 2014 var Tómas kosinn mað-
ur ársins á Bylgjunni eftir að hafa
unnið björgunarafrek á Landspít-
alanum eftir að karlmaður var
stunginn með hnífi í gegnum hjart-
að. Þar tókst Tómasi að bjarga
mannslífi. „Sem betur fer hef-
ur það gerst oftar en þarna var til
myndefni,“ segir hann. „Ég segi
samt við nemendur mína að það
sést hversu góður skurðlæknir
maður er þegar fengist er við fylgi-
kvilla eða óvæntar uppákomur, en
ekki endilega þegar allt gengur vel.
Við erfiðar aðstæður sýna menn
hvað í þá er spunnið.“
En það fer ekki alltaf jafn vel.
„Stundum missir maður sjúklinga.
Það er mjög slæm tilfinning,“ segir
Tómas. „Í fyrsta sinn sem ég missti
sjúkling var það þegar ég var í námi
í hjartaskurðlækningum í Svíþjóð.
Þetta var stór hjartaaðgerð og sjúk-
lingurinn var þjóðþekktur sænskur
maður og andláts hans var getið í
blöðunum. Ég átti marga góða yfir-
menn í mínu námi og einn þeirra,
sem var einn færasti skurðlæknir í
Svíþjóð, brýndi fyrir mér að skurð-
læknir ætti aldrei að venjast því að
missa sjúkling – enda mikilvægt að
leggja sig alltaf 100 prósent fram.
En að sama skapi má maður ekki
taka svona hluti of mikið inn á sig
og láta það trufla störf sín og einka-
líf. Ég man samt að ég tók þetta
fyrsta andlát mitt eftir hjartaaðgerð
nærri mér og leitaði til kollega sem
bankaði bara á bakið á mér, bauð
mig velkominn í hópinn og minnti
á að þetta yrði ekki í síðasta skipt-
ið sem ég myndi lenda í þessu. Það
fannst mér lítil hjálp og fór ekki vel
í mig.
Ég legg mikla áherslu á að ræða
opinskátt við þá ungu skurðlækna
sem ég er að mennta um það að
eitthvað geti komið upp á í aðgerð.
Mér þykir vænt um að nemendur
koma til mín að eigin frumkvæði
og vilja ræða þau mál og önnur. Ég
er ekki sálfræðingur eða geðlækn-
ir en ég hef mikinn áhuga á hinum
mannlega þætti starfsins. Í skurð-
lækningum er komin fram ný kyn-
slóð sem er ekki eins ferköntuð í
mannlegum samskiptum, eins og
var stundum hér áður fyrr og er
enn víða vandamál erlendis. Í dag
er góður skurðlæknir teymismað-
ur, dálítið meira eins og hljómsveit-
arstjóri, en ekki einræðisherra.
Langoftast þegar skurðlækn-
ar eru kærðir í starfi má rekja það
til samskiptavandamála, en ekki
út af atviki sem gerðist í sjálfri að-
gerðinni. Ég hef alltaf átt auðvelt
með að tala við fólk, þar á meðal
sjúklinga mína. Það er mikilvægur
hluti af starfinu að kunna á mann-
leg samskipti og ég legg áherslu á
það við nemendur mína. Stór hluti
af því að vera góður læknir snýst
nefnilega um mannleg samskipti
og ekki bara læknisfræðilega þekk-
ingu og reynslu.“
Siðferðileg álitamál
Hvernig tekst þú á við álagið
sem fylgir því að sjá fólk deyja,
kemstu hjá því að taka vinnuna
með þér heim?
„Þetta er mjög erfitt, sérstak-
lega þegar um er að ræða börn
eða unglinga. Á sama hátt þarf
maður að lifa með þessu álagi
og það er ákveðin kúnst. Það
getur verið snúið að taka hlutina
ekki of mikið með sér heim. Það
sama á við um að fara í næstu
aðgerð og þurfa að standa sig
vel. Þetta er samt þjálfun.
Sem skurðlæknir verður
maður að vera jákvæður og trúa
á það sem maður er að gera og
láta sjúklingnum og hans nán-
ustu líða vel. Það er margt í
starfinu sem er mjög erfitt og
krefjandi og þar koma upp sið-
ferðileg álitamál.“
Tómas nefnir dæmi um hið
síðastnefnda: „Stundum erum
við með votta Jehóva í aðgerð
sem vilja heldur deyja en að
þiggja blóð. Oft kemur prestur
frá söfnuðinum með sjúklingn-
um. Sjúklingurinn skrifar jafn-
vel undir skjal um að hann vilji
undir engum kringumstæð-
um þiggja blóð. Þarna er gerð-
ur samningur og álagið á skurð-
lækninn er mikið. Ég hef tekið
þátt í allmörgum svona aðgerð-
um í sérnáminu og þær hafa
sem betur fer allar gengið vel.“
Heldur til hægri
Tómas hefur verið óhræddur
við að setja fram skoðanir sínar
varðandi það sem betur má fara
í heilbrigðiskerfinu og er ötull
talsmaður náttúruverndar. En er
hann pólitískur?
„Ég myndi ekki segja að ég sé
pólitískur eins og margir skilja
orðið. En ég hef skoðanir á hlut-
um og sterka lífsskoðun. Ég hef
til dæmis aldrei verið í flokki eða
í framboði en hef stutt í próf-
kjöri vini í ýmsum flokkum,“ seg-
ir hann. „Ég hef talið mig vera
heldur til hægri í pólitík. Afi
minn var mikill Alþýðuflokks-
maður og margar af lífsskoðun-
um mínum samræmast eflaust
sósíaldemókratisma. Ég er klár-
lega þannig að ég aðhyllist jafn-
an rétt fólks til menntunar og
heilbrigðisþjónustu en tel samt
vera ákveðið rými fyrir einka-
rekstri.“
Líka í heilbrigðiskerfinu?
„Að hluta til. Ég get ekki sagt
að mér hugnist einkasjúkrahús
í samkeppni við Landspítal-
ann en ég held að sumu leyti að
einkarekstur á stofum úti í bæ
sé kerfi sem hafi virkað ágæt-
lega á Íslandi, en það þarf auð-
vitað að hafa eftirlit með þeim
rekstri. Fólk á tiltölulega auð-
velt með að komast til flestra
sérfræðinga hérlendis, en í Sví-
þjóð, þar sem ég þekki vel til, eru
víða mun lengri biðlistar eftir
minni aðgerðum á göngudeild-
um sjúkrahúsa og kerfið þyngra
í vöfum. Það er að mínu mati al-
gjörlega óraunhæft að ætla að
færa allan einkarekstur á stof-
um á Íslandi inn á göngudeild-
ir Landspítala, því þar er hvorki
pláss né aðstaða. Það er verið að
byrja á vitlausum enda með því
að ræða málið á þeim forsend-
um.
Ég er mjög á móti því að selja
áfengi í búðum og það er vegna
lýðheilsusjónarmiða. Ég er hins
vegar fylgjandi því að lyfta höft-
um af innflutningi á matvöru og
efla samkeppni.“
Nú er náttúruvernd venjulega
frekar kennd við vinstri en hægri
stefnu sem þú fylgir.
„Já, það er flókið að staðsetja
mig á hinu pólitíska rófi af því að
ég er líka mikill náttúruverndar-
sinni. Sumir myndu ætla að ég
væri vinstri-grænn og það er
vissulega margt í stefnu þeirra í
umhverfismálum sem höfðar til
mín en svo er líka margt annað
sem ég get ekki tekið undir.
Náttúruverndarmenn koma
úr öllum flokkum og ég hef feng-
ið mikil viðbrögð frá sjálfstæð-
ismönnum sem skrifa mér og
segja: Ég er sjálfstæðismaður og
styð þig heilshugar.“ Það þykir
mér vænt um og það hefur glatt
mig mjög hversu margir hafa
þakkað mér fyrir baráttu mína
fyrir verndun íslenskrar náttúru.“
Þú virðist alltaf óhræddur við
að taka slaginn.
„Ég er ekki hræddur við að
taka slaginn en ég er ekki að fara
í slaginn bara til að fara í slaginn.
Þegar ég beiti mér er það vegna
mála sem ég hef hugsjónir til og
þar eru málefni heilbrigðiskerfis-
ins og mikilvægi náttúruverndar
efst á blaði. Þar vil ég beita mér
og vonandi hafa sem mest og
best áhrif.“ n
„Ég var í sumarfríinu mínu að
berjast í góðri trú fyrir verndun
þessa svæðis – sem ég tel algjöra
náttúruperlu og þarna eru fossar og
gljúfur á heimsmælikvarða
Ást á náttúrunni „Alla mína tíð hef ég brunnið fyrir náttúruvernd og ég lít ekki á þá baráttu sem tapað spil.“ Mynd Sigtryggur Ari