Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 60
36 menning Helgarblað 21. júlí 2017
N
orðanpaunk er einn sér-
stæðasti tónlistarhitting-
ur sumarsins, ættarmót
pönkara og áhugafólks um
ágenga jaðartónlist sem fer fram
á Laugarbakka um verslunar-
mannahelgina.
Þó að tónlistin sé jafnan mið-
punkturinn segja þrír af skipu-
leggjendunum að það sé ekki síð-
ur pönkhugsjónin sem dregur fólk
saman: öll skemmtun fer fram á
jafnræðisgrundvelli, hér eru engir
styrktaraðilar, engin gróðasjónar-
mið liggja að baki og allt skipulag
er unnið af þátttakendunum sjálf-
um í sameiningu – en þeir sem vilja
sækja viðburðinn verða að gerast
meðlimir í Hollvinafélagi Norðan-
paunks – og mega ekki vera fasistar.
Fyrir þá sem synda á móti
straumnum
„Frá upphafi var lagt upp með að
þetta yrði eins konar ættarmót
pönkara – fyrir okkur sem nennum
ekki á þjóðhátíð eða í fjölskylduúti-
leguna,“ segir Ólöf Rún Benedikts-
dóttir, myndlistarkona og skáld,
sem hefur tekið þátt í Norðan-
paunki frá því það var fyrst haldið á
Laugarbakka árið 2014.
„Þetta er svo rótgróin sena að
fólkið í henni þekkist flest vel og
það er í raun lygilegt hvað þetta lík-
ist mikið ættarmóti,“ segir hjúkr-
unarfræðingurinn Stína, Anna
Kristín Jóhannesdóttir, önnur úr
hópi skipuleggjenda í ár. „Örugg-
lega helmingur fólksins á svæð-
inu eru meðlimir í hljómsveitun-
um sem spila,“ skýtur Ægir Sindri
Bjarnason inn í – en sjálfur ber
hann á trommur með að minnsta
kosti tveimur hljómsveitum á há-
tíðinni.
Þó að hátíðin kenni sig við pönk
segja þau að ekki sé einungis um
að ræða einfalt og hratt pönkrokk
á tónleikunum, sem fara fram í
tveimur rýmum á svæðinu. „Það
er fyrst og fremst hugmyndafræðin
okkar og það hvernig við gerum
hlutina sem er pönk. Tónlistin sjálf
spannar alla neðanjarðarsenuna á
Íslandi. Þarna er auðvitað pönk en
líka dauðarokk, nýbylgja, raftónlist
og meira að segja rapp,“ segir Ægir
og Stína bætir við: „En þetta er allt
tónlist sem fer á móti straumnum
eða fær ekki svo auðveldlega rými
annars staðar.“
Nokkrar erlendar hljóm-
sveitir spila um helgina og sú
þekktasta er eflaust svissneski
öfgametaldúettinn Bölzer, þá flýg-
ur götu-grindcore-sveitin Ramin
Kuntopolku frá Finnlandi en hún
er skipuð trommuleikara og söngv-
ara sem rymur í gjallarhorn frekar
en míkrófón og norska unglinga-
sveitin Golden Core spilar doom-
metal með úkúlele og öðrum
óvenjulegum hljóðfærum. Af ís-
lenskum sveitum má nefna anarkó-
pönkgoðsagnirnar í Dys, ofursvala
nýbylgjutríóið Kælan Mikla, sýru-
svartmálmsbandið Worm Lust og
hryllingsmyndakammersveitina
Malnerophrenia.
„Það blæs lífi í senuna að hafa
þennan viðburð til að hlakka til á
hverju ári. Yfir árið skarast mis-
munandi hópar innan senunnar
ekkert mjög mikið – en þarna koma
allir saman og það verður suðu-
punktur af alls konar ólíku dóti,“
segir Ægir um mikilvægi Norðan-
paunks.
„Og þarna er líka alltaf eitthvað
nýtt. Við erum með þá óformlega
reglu að við bókum ekki sömu
böndin ár eftir ár nema þau séu
komin með nýtt efni til að spila,“
segir Ólöf og Stína bendir á að ný
bönd fái líka undantekningarlaust
góð viðbrögð og undirtektir.
Gerðu-það-sjálfur og skaða-
minnkun
Þið sögðuð að þessi samkoma
væri hugmyndafræðilega pönk –
hvað eigið þið við með því?
„Í fyrsta lagi er þetta allt algjör-
lega D.I.Y,“ segir Ægir og vísar þar
í hin alþekktu sjálfstæðisyfirlýs-
ingu pönksins Gerðu-það-sjálf-
ur eða do-it-yourself á frummál-
inu. „Hver og einn einasti sem
kemur að viðburðinum er í sjálf-
boðavinnu. Þetta er fólk sem læt-
ur hlutina gerast frekar en að bíða
eftir því að aðrir láti þá gerast.“
„Þetta viðhorf mótar svo alla
stemninguna,“ bætir Ólöf við.
„Það eru allir tilbúnir að hjálpa
til, gefa vinnu og tíma í að láta
þetta gerast. Þessir 150 sem eru
ekki í hljómsveit stökkva í eld-
húsið, tína upp rusl eða þrífa kló-
settin. Það hjálpast allir að láta
þetta gerast og vera næs,“ seg-
ir hún og tekur fram að þótt þeir
sæki í harkalega tónlist þá séu
pönkararnir mjúkir inn við beinið
og andrúmsloftið á Norðanpaunk
því alltaf uppfullt af hlýju og um-
hyggju.
„Það má líka bæta við að í
skipulagningunni vinnum við
út frá hugmyndum um skaða-
minnkun,“ segir Stína. „Við viljum
gera öllum kleift að skemmta sér
á þann hátt sem þeir vilja þegar
þeir vilja, en á sem öruggastan
hátt. Þarna eru til dæmis hjúkr-
unarfræðingar á sólarhringsvakt
ef einhver slasar sig og svo erum
við með öruggt herbergi, það er
þolendavænt herbergi þar sem
fólk getur komið ef því líður ekki
vel eða lendir í einhverju,“ seg-
ir hún og nefnir einnig að komið
hafi verið upp sérstökum dúk fyr-
ir framan tónleikasviðið til að lág-
marka hættuna á að fólk slasi sig
í ágengum dansinum – þetta eru
semsagt kjöraðstæður fyrir virki-
lega harkalegan „mosh-pit.“
Fyrir utan tónlistina býður
Norðanpaunk svo upp á ýmsa
aðra viðburði, til dæmis ljóða-
upplestur, teiknirými og vettvang
fyrir fólk til að skiptast á bæk-
lingum og skoðunum um róttæk
stjórnmál og betra samfélag – en í
jaðarsenum skapast oftar en ekki
frjóasti jarðvegurinn fyrir skap-
andi og nýstárlega hugsun um líf-
ið og pólitík.
Þegar þau eru spurð hvort all-
ir séu velkomnir á Norðanpaunk
segja þau að þeir sem skrái sig
sem meðlimi á heimasíðu eða
Facebook-síðu Norðanpaunks
geti mætt – en taka þó fram að
þau vilji ekki fá ofbeldismenn
eða fasista á svæðið. „Í svipuð-
um senum erlendis er oft svolítil
ógn af fasistum og nýnasistum, en
sem betur fer er það ekki þannig
hér ennþá. En við tökum mjög
harða afstöðu gegn allri þjóðern-
ishyggju og öfga-hægrinu.“ n
„Það er í raun lygi-
legt hvað þetta
líkist mikið ættarmóti.
„Við tökum mjög
harða afstöðu
gegn allri þjóðernishyggju
og öfga-hægrinu
Á móti straumnum
Ættarmót íslenskra pönkara, Norðanpaunk,
verður haldið í fjórða sinn um verslunar-
mannahelgina
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Vinaleg stemning Stína, Ægir Sindri og Ólöf Rún segja að þótt pönkarar hlusti á harða
tónlist séu þeir flestir mjúkir inn við beinið svo andrúmsloftið á Norðanpaunki sé vinalegt og
gott. Mynd SiGtRyGGuR ARi
Bölzer
Ramin Kuntopolku