Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Síða 62
38 menning Helgarblað 21. júlí 2017 É g er ekkert geðveikur rappari eða músíkant – en það skipt- ir ekki máli ef maður getur búið sér til pláss og stimpl- að sig inn í kúltúrinn. Með því að taka svona marga með mér gef ég líka öðrum færi á því sama, að taka þátt í einhverju sem er stærra en maður sjálfur. Rappsenan er eitthvert afl, einhver hreyfing sem mun setja svip sinn á íslenskt sam- félag,“ segir rapparinn Joey Christ, sem á líklega lag sumarsins á Ís- landi - sumarsmellinn „Joey Cyp- her“. Í myndbandinu vafra nokkr- ir heitustu tónlistarmennirnir í hip-hop-senunni um uppáhalds- stórverslun Íslendinga, Costco, í galsakenndum leik og rappa í anda bandarískra rappstjarna um djamm og dóp, lúxusúr og hrúg- ur af seðlum. „Telja, telja, nóg að gera, þarf að velja. Velja, velja, ætla að velja þessa seðla,“ rapp- ar maðurinn sem nafnið er kennt við, Jóhann Kristófer Stefánsson – Joey Christ – sem hefur áður gert garðinn frægan með hljóm- sveitinni Sturla Atlas, ásamt því að leika í sjónvarpsþáttum og leikrit- um og vekja athygli fyrir djarfan og óvenjulegan tískustíl. Fyrr í mánuðinum gaf hann út tvær plötur á netinu, hina gáska- fullu Joey þar sem fjölda ólíkra laga á íslensku er hrúgað saman í „mixtape,“ og svo heildstætt og þematengt verk á ensku, Anx- iety City, en eins og nafnið gefur til kynna er helsta viðfangsefnið kvíðaröskun – sem Jóhann segist sjálfur glíma við. 9 ára rappari í sjónvarpinu Jóhann Kristófer er nývaknaður þegar blaðamann ber að garði í huggulega íbúð við Baldursgötu. Hann hellir upp á kaffi – drykk sem hann segist vera nýbyrjaður að drekka – og hellir sér Cocoa Pops og möndlumjólk í skál og sest í sófann. Jóhann hefur alltaf búið í mið- bænum, er sonur leikara og nán- ast alinn upp í leikhúsinu. Hann rifjar upp hvernig hann hafi ver- ið að skapa hin ýmsu listaverk frá því að hann man eftir sér, oftar en ekki með bróður sínum Haraldi Ara, nágrönnum þeirra, bræðr- unum Loga Pedro og Unnsteini Manuel, og Sigurbjarti Sturla Atla- syni – en þeir hafa haldið hópinn æ síðan og verið sérstaklega áber- andi í tónlistarlífi landsins undan- farið með hljómsveitum á borð við Retro Stefson og Sturla Atla. Þeir hlupu um Þingholtin og gerðu stuttmyndir undir áhrifum frá Hollywood-spennumyndum og stofnuðu rapphljómsveit sem tók þátt í Rímnaflæði árið 2001 þegar þeir voru í kringum 10 ára aldur- inn. „Við ætluðum að kalla hljóm- sveitina Diablo, en á þessum tíma vorum við Logi og Unnsteinn all- ir með mæðrum okkar í kaþólsku kirkjunni og vorum því fengnir af því. Við kölluðum okkur í stað- inn Rapp 101. Við tókum þátt í Rímnaflæði – ég held að þetta hafi verið árið sem Igor vann – þar sem við sungum lagið „Rappandi lóa“ og fluttum það síðan í Stundinni okkar. Ég man ekki alveg hvern- ig þetta kom til en við vorum bara stemningsmenn frá unga aldri,“ rifjar Jóhann upp og glottir. Rappsveitin gerði ekki fleiri lög og smám saman varð það leiklistin sem tók yfir: Skrekkur, leikfélagið í MH og sviðshöfundabraut í Lista- háskólanum. Heill heimur frekar en hljóm- sveit Hljómsveitin Sturla Atlas kom fyrst saman fyrir rúmlega tveim- ur árum til að búa til nokkur lög í tilefni af afmæli vinar sem fílaði R‘n‘B tónlist á borð við þá sem The Weeknd, Drake voru að gera vinsæla um þær mundir. „Þá kviknaði einhver logi sem hefur bara verið að stækka síðan,“ seg- ir Jóhann. Allt frá upphafi hefur það ekki bara verið tónlistin sem hefur vakið athygli á hljómsveitinni heldur svöl og sjálfsmeðvit- uð umgjörðin í kringum hana. „Kjartan Hreinsson, vinur okkar, var mikið með okkur til að byrja með. Hann var alltaf að taka myndir og það varð því til mjög sterk sjónræn ímynd. Alveg frá byrjun fannst okkur gaman að setja fram allan pakkann þótt við vissum ekkert endilega hversu langt við færum með það,“ segir Jóhann. „Sturla Atlas er tónlistarverk- efni en það er kannski ekki síð- ur „identity-branding“ dæmi. Við höfum verið að leika okk- ur við að stækka út þá hugmynd hvað hljómsveit á að vera og gera. Mér finnst mjög skemmti- legt að geta skapað heilan heim sem fólk getur stigið inn í frekar en að það sé bara að hlusta á eitt lag. Siggi Odds hönnuður hef- ur hjálpað okkur mjög mikið í þessu, og kannski fyrst og fremst með því að gera okkur grein fyr- ir að það eru engar reglur í þessu – við megum bara gera það sem við viljum,“ segir Jóhann, en fyrir utan plötur og myndbönd hefur sveitin gefið út tímarit, hannað fatalínur, sent frá sér ilmvatn og ýmislegt fleira. Hann segir enn fremur að með sveitinni hafi þeir Sig- urbjartur fengið útrás og get- að nýtt sér leikhúsreynslu sína. „Ég var búinn að vera að vinna lengi á sviði áður en ég fór að gera tónlist. Að halda tónleika var því minnsta málið fyrir okk- ur, fúttið í þessu var eiginlega að fá að standa á sviðinu og vinna í gegnum þennan tónlistarmið- il, frekar en eitthvað leiklistar- tengt. Ég dýrka showið! Ég veit ekki af hverju, en það að standa á sviði er eitthvað sem ég dýrka. Ég fæ mjög mikið kikk út úr því að standa á sviðinu og vita ekk- ert hvað er að fara að gerast næst – sumir finna fyrir hræðslu við þetta en ég bara dýrka þetta.“ Fyrst þegar Joey Christ kom fram var það frekar stíllinn en tónlistarhæfileikarnir sem vöktu athygli. Hann var eins og klippt- ur út úr ljósmyndaþætti um aust- ur-evrópska hnakkamenningu og þarna birtist ýkt upphafning á öllu því ungæðingslega og hráa, ódýra, fjöldaframleidda, 90's og hallærislega. Í útliti, fasi og text- um virtist karakterinn kristalla hugmyndina um hina einföldu og gröðu æsku. Bakgrunnur Jóhanns er fyrst og fremst í sviðslistum og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort ekki sé hreinlega um gjörning að ræða, en hann segir þó ekki að Joey Christ sé tilbúið hliðar- sjálf: „Nei, í rauninni ekki. Ég er alveg jafn mikill Joey og Jóhann á daginn – það fer kannski bara eftir því hvar ég er. Línan er mjög óskýr. Þótt það sé alltaf einhver sviðsetning að eiga sér stað þá er Peningar, dóp og kvíðaraskanir Rapparinn Joey Christ gefur út tvær ólíkar plötur um peninga, dóp og baráttu sína við kvíða „Rappsenan er eitthvert afl, einhver hreyf- ing, sem mun setja svip sinn á íslenskt samfélag Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Mynd KJartan Hreinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.