Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 63

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2017, Qupperneq 63
menning 39Helgarblað 21. júlí 2017 „Fólk spyr mig hvort ég sé eitthvað að grínast með þetta kvíðadót, en þegar ég neita því þá finnst fólki mjög gott að fá að tala um þetta. „Ég er ekk- ert geð- veikur rappari eða músíkant – en oft skiptir það bara engu fokk- ing máli. maður líka bara að reyna að vera besta útgáfan af sjálfum sér.“ Reykjavík er borg kvíðans Á síðustu mánuðum hefur Joey Christ smám saman verið að mótast sem sóló-rapptónlistar- maður frekar en ofursvali hype- maðurinn í Sturla Atlas. „Ég er ekki mikill söngvari og hef því alltaf verið að ögra sjálfum mér mikið með því að vera að syngja í Sturla Atlas – ég var mjög óör- uggur með það til að byrja með því mér fannst ég vera svo lag- laus,“ segir Jóhann þegar hann er spurður um af hverju hann sé að færa sig yfir í rappið. „Ég hlusta miklu meira á rapp en sungna tónlist og byrjaði því að prófa að gera nokkur rapp- lög á ensku. En það var ekki fyrr en ég fór að vinna með Birni og Flóna í stúdíóinu að ég byrjaði að prófa að rappa á íslensku, þá fann ég eitthvað sem ég hafði ekki fundið áður. Mér fannst ég verða að keyra á þetta. Þá ákvað ég bara að gera tvær plötur, eina á ensku og eina á íslensku, af hverju ekki? Future gerði þetta fyrr á árinu, gaf út tvær plötur með viku millibili, svo ég sagði bara: „fuck it“ ég geri þetta líka.“ „Það eru nokkrir pródúserar á plötunum, Marteinn, Auður og Flóni, en Arnar Ingi [sem kallar sig Young Nazareth] gerir lang- flesta taktana og er „executive producer“ á báðum plötunum. Þetta er eiginlega meiri sigur fyr- ir hann en mig. Það er hann sem finnur minni sýn einhvern mús- íkalskan farveg. Þegar mig langar að gera einhverja tegund af lagi þá sýni ég honum einhverja „reffa“ eða segi eitthvað „vibes“ og þá sest hann niður í tölvunni og „cookar“ eitthvað upp. Það er oft ótrúlegt hvað þetta er fljótt að gerast.“ Plöturnar tvær eru ólíkar, ís- lenska „mixteip-ið“ Joey er fjörug stemningsplata en enska platan, Anxiety city, er konseptverk sem Jóhann segir að eigi að fanga það hvernig það er að þjást af kvíða- röskun. „Á konsept-plötunni ákvað ég að leyfa mér að gera eins skrýt- ið dót og ég gat, fara alla leið og gera engar málamiðlanir. Arn- ar Ingi gerði „heavy“ erfiða takta og þetta var alveg nett manískt á köflum – sem er einmitt það sem ég vildi. Ég vildi gera kvíða- valdandi plötu, ekki að gera róandi „ambient“ plötu, heldur soundtrack að þessari borg kvíð- ans.“ En af hverju að gera konsept- rappplötu um kvíða – er það eitt- hvað sem þú þekkir af eigin raun? „Ég er kvíðasjúklingur. Að vissu leyti fannst mér mjög fyndið að gera þemaplötu um kvíða, en að öðru leyti – þó ég hafi ekki endilega ætlað mér það – þá er ég að opna á samtal um andlegt heilbrigði. Því meira sem ég tala um þetta því fleiri gefa sig á tal við mig og segjast þekkja þetta: „gaur, ég er líka kvíðinn!“ Það eru bara allir að springa úr kvíða í Reykjavík. Það er svo mik- ið myrkur hérna. Maður fer oft inn á staði og finnur svo sterka undiröldu af sturluðum kvíða – allir að horfa á hver annan og passa sig að vera nettir. Fólk spyr mig hvort ég sé eitthvað að grín- ast með þetta kvíðadót, en þegar ég neita því þá finnst fólki mjög gott að fá að tala um þetta. Ég er búinn að benda rosa mörgum á einhverja þerapista og finnst ég vera að sinna ákveðinni samfé- lagslegri skyldu með því að opna á þetta samtal.“ Hvernig tekst þú sjálfur á við þetta ástand? „Ég er hjá þerapista, er á lyf- jum og hreyfi mig. Maður þarf eiginlega að gera allt til að vinna í þessu. Það eru reyndar ákveðn- ar lífsstílsákvarðanir sem gera þetta svolítið erfitt – og maður þarf kannski að leggja þann lífs- stíl á hilluna einhvern daginn. Þetta snýst líka bara um að átta sig á því hvað er í gangi til dæm- is þegar maður fær kvíðakast. Ef maður veit hvað þetta er þá veit maður líka að maður þarf bara að anda með nefinu og leyfa þessu að líða hjá. Svo er það bara að tala um þetta. Það er mikilvægt að ég geti sagt við kærustuna mína: „ég er ógeðslega kvíðinn núna“ og það er bara í góðu lagi – að maður þurfi ekki að byrgja það inni. Kannski er það líka ein af ástæðunum fyrir því að ég geri þessa plötu.“ Rappið er mótandi afl Jóhann kallar íslensku plötuna sem kom út viku seinna mixtape enda sé hún frekar samansafn af lögum sem fangi þetta tiltekna augnablik en heildstæð plata. „Það er enginn skýr rauður þráður á henni heldur langaði mig bara að ramma inn stemn- inguna sem er í gangi núna. Ég ákvað að hafa helling af „feat- ures“, mér finnst svo skemmti- legt að vinna með alls konar fólki og fá það besta frá öllum. Þegar maður fær svona marga með sér nær maður líka að ramma inn þennan tiltekna tíma og þetta augnablik. Þetta er eitt af því sem drífur mig áfram, að gera þetta fyrir menninguna. Ég er ekk- ert geðveikur rappari eða mús- íkant – en oft skiptir það bara engu fokking máli. Þetta snýst um eitthvert viðhorf og eitthvað meira en að rappa – að vera til- búinn að „do the thing“ þótt þú sért ekkert endilega sérstaklega góður í því. Ég hugsaði ekki að ég ætti að gera tvær plötur af því að ég væri svo góður rappari, held- ur bara af því að mig langaði að „fokking“ gera það. Það skiptir ekki öllu máli hvort maður geti eitthvað heldur bara hvort mað- ur geri það.“ Pönkið sem endurómar í þessum orðum Jóhanns virðist vera hluti af því af hverju grósk- an og skriðþungi rappsenunnar virðist alls ekki vera að minnka eftir góða tíð undanfarin ár. „Það er algjört góðæri og nán- ast offramboð af góðri músík. Það eru svo ótrúlega margir sem eru að finna sína rödd og finna henni farveg. Maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt, það er ógeðs- lega mikið af fólki í sínu horni að gera það sem það dýrkar. Ég held að eftir 30 ár verði litið á þetta á sama hátt og við lítum á pönkið og Rokk í Reykjavík í dag.“ Þrátt fyrir góðærið í hip-hop- inu hefur verið nokkuð rætt um hversu áberandi færri stelp- ur eru í senunni. Nokkrar stelp- ur eru með gestainnslög á plöt- um Jóhanns en þær eru þó mun færri en strákarnir. Er þetta eitthvað sem þú tel- ur vera vandamál í senunni og af hverju heldur þú að þetta sé svona? „Já, þetta er algjörlega vanda- mál – eins og í allri músík, held ég. Umræðan einblínir kannski núna á hip-hopið vegna þess að það er svo áberandi í dag, en ég held að þetta hafi verið vandamál í flestum öðrum senum. Rapp er kannski nettur blórabögg- ull í dag af því að í gegnum tíð- ina hefur verið mikil karlremba í því. Ég held að meðvitund um þetta sé mjög mikilvæg – maður verður að gera sér grein fyrir því að það er bara ein stelpa á móti hverjum tíu sem eru að rappa. Það er skortur og eflaust erfiðara fyrir stelpur að finna sér farveg í þessu en strákar.“ „Reykjavíkurdætur hafa hins vegar gert rosa mikið í því að gera stelpum grein fyrir því að þær geta þetta alveg jafn mikið og strákar. Jóhanna Rakel er til dæmis einn uppáhalds íslenski rapparinn minn – með geðveikt „swag“ og drullusama um allt. Þetta snýst að vissu leyti um að gera sér grein fyrir að þetta sé ennþá nett pungasport og vera tilbúinn til að reyna að breyta því. Maður bara hvetur alla til að gera það sem þeir vilja og láta ekkert stoppa sig.“ n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.