Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Síða 4
4 Helgarblað 28. júlí 2017fréttir S amkvæmt Brennu-Njáls sögu bjuggu Njáll Þor- geirsson og kona hans, Bergþóra Skarphéðins- dóttir, á bænum Bergþórs- hvoli í Landeyjum fyrir rúmum þúsund árum síðan. Bergþóra átti í erjum við Hallgerði lang- brók, konu Gunnars á Hlíðar- enda, sem enduðu með vígum á báða bóga og að lokum brennu bæjarins. Í dag er Bergþórshvoll 1 fornt prestsetur en Bergþórshvoll 2 er gistiheimili sem Runólfur K. Maack og Benedikta Hauk- dal reka. Innar stendur bærinn Káragerði þar sem Viðar Hall- dórsson og Ragna Bogadóttir búa. En til að komast að þang- að þarf að aka í gegnum jörð sem tilheyrir Bergþórshvoli. Að- eins um 400 metrar skilja ná- grannana að en það er síður en svo gott á milli þeirra. Lokuðu veginum með dráttarvél Nýlega fjarlægðu ábúendur á Bergþórshvoli dráttarvél sem hafði verið skilin eftir á miðj- um veginum sem liggur upp að Káragerði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veginum er lokað á þennan hátt og lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af málinu. „Það er búið að taka traktorinn frá í bili. Það koma upp svona árekstrar. Við höfum nú fengið frið frá þeim svona á annað ár,“ segir Viðar í Káragerði. Hægt er að komast að Kára- gerði með því að keyra slóða en þessar aðgerðir skapa engu að síður vissa hættu því að stærri bifreiðar, eins og sjúkrabílar og slökkviliðsbílar, komast hann ekki. Fyrir utan óþægindin af lokuninni getur hún skapað raunverulega hættu. Ábúandi á Bergþórshvoli segir hins vegar að heimkeyrslan sé einungis upp að Bergþórs- hvoli, nýtt deiliskipulag stað- festi það. Búið var að láta fólkið í Káragerði vita af lokuninni fyrir- fram og þau hafi haft nokkur ár til að koma sér upp eigin heim- keyrslu. Það komi engum við hvar þau leggi sínum dráttar- vélum. Viðar segir: „Þetta er náttúr- lega bara héraðsvegur. Það voru hérna hjón og þá var þetta hér- aðsvegur. Þegar þau hættu að búa var þetta skráð lögbýli í eyði þangað til að við fluttum hingað. Eftir að það kom deiliskipulag og vegurinn var settur inn þá vilja þau á Bergþórshvoli meina að við eigum ekki að keyra veg- inn.“ Margra ára kuldi Málið tengist Eggerti Haukdal (1933-2016), alþingismanni og bónda á Bergþórshvoli um áratuga skeið. Benedikta var frænka Eggerts en Ragna syst- ir sambýliskonu hans. Deildar meiningar eru hins vegar um það hvernig deilan hófst. Bæði býlin buðu í jörð sem þjóðkirkj- an átti á Bergþórshvoli 1 þegar hún var sett á sölu og boði Run- ólfs og Benediktu var tekið. Við- ar segir það þó ekki ástæðuna. „Okkur var alveg sama. Við buð- um í þessa jörð reyndar. En ef það hefði verið almennilegt fólk þarna þá skiptir það okkur ekki neinu máli.“ Hann segir að málið snúist fyrst og fremst um hlunnindi. Bergþórshvoll og Káragerði voru eitt sinn sameiginleg jörð en maður að nafni Kristinn Þor- steinsson keypti Káragerði út úr henni um miðja síðustu öld. Þá hafi hlunnindi, eins og til dæm- is til malartaka til eigin nota, fylgt með í kaupunum. Hann segir Runólf og Benediktu hins vegar ekki viðurkenna þetta „af því að þetta var ekki tekið fram í sölusamningum sem þau gerðu við prestana þegar þeir seldu þeim jörðina.“ Arður úr fiskveiðiá frystur Ein af þeim hlunnindum sem nágrannarnir deila um er veiði- réttur í Affallinu, á sem rennur austan við Bergþórshvol. Sam- kvæmt Viðari vildi Runólfur sem er formaður veiðifélagsins í ánni, fá óskiptan arð Bergþórs- hvols og Káragerðis útgreiddan. „Hann er formaður og boð- aði aldrei fund í fyrra,” segir Við- ar en allir aðrir aðilar að veiði- félaginu fengu ábyrgðarbréf með fundarboði. Viðar hafi hins vegar komist á snoðir um fund- inn og mætt með uppáskrifaða pappíra um aðild Káragerðis að félaginu. Samkvæmt ótengdum aðila var fundurinn látinn standa þó að ólöglega hefði verið staðið að fundarboðinu en ítrekað að Viðar yrði boðaður á fundi félagsins í framtíðinni. Hann segir: „Káragerði hefur verið í veiðifélaginu frá því það var stofnað og tekið þátt í allri uppbyggingu sem hefur þurft að leggja fjármagn í. Það fer ekkert á milli mála en þetta vill hann ekki viðurkenna.“ Vegna þessara deilna hefur verið gripið til þess ráðs að greiða engan arð út úr ánni heldur geyma hann á bankareikningi. Það megi ekki borga út arðinn fyrr en menn verða sammála um ráðstöfun- ina. Því er ljóst að deilan kemur niður á öllum þeim sem eiga að- ild að ánni. Málið snýst þó ekki aðeins um peninga heldur hafa sveitungar þeirra í Landeyjum einnig áhyggjur af ástandinu og andanum í sveitinni. Skærur Viðar segir vegagerðina hafa gefið grænt ljós á gerð heim- keyrslu að Káragerði eftir að deiliskipulagið var staðfest. Það eigi þó eftir að teikna hana upp og annað sem tilheyri slíkri framkvæmd. Hann segist ólmur vilja koma upp eigin heim- keyrslu sem fyrst og losna við að keyra í gegn hjá Bergþórshvoli. „Þá á nú eftir að reyna á það hvort þau hleypa okkur í sand- inn til að keyra í veginn.“ Hann segir illindin blossa upp milli bæjanna við og við. „Þetta hafa verið leiðindasam- skipti þarna á milli og það koma upp svona árekstrar. Við viljum hafa sem minnst samskipti við þau en alltaf þegar kemur eitt- hvað upp á, er það frá þeim. Við bárum einu sinni möl ofan í veginn því hann var hol- óttur, bæði okkar kafla og þeirra. Þá varð hann (Runólfur) alveg vitlaus og mokaði henni upp úr og sturtaði yfir til okkar. Þannig að við komumst ekki í burtu. Hún (Benedikta) er að ráðast á barnabarnið okkar á Facebook, sem hefur aldrei komið nálægt þeim. Hún er bara með meið- yrði.“ n Dráttarvél lokar veginum Lögreglan hefur þurft að mæta á svæðið. „Ef það hefði verið almennilegt fólk þarna þá skiptir það okkur ekki neinu máli. „Við viljum hafa sem minnst sam- skipti við þau en alltaf þegar kemur eitthvað upp á, þá er það frá þeim. Kristinn Haukur Guðnasson kristinn@dv.is n Mikill kuldi milli Bergþórshvols og Káragerðis í Landeyjum n Deilt um veiðirétt NágraNNaerjur á NjáLuSLóðuM, „Þau LoKuðu vegiNuM Með traKtor“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.