Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 64
40 menning Helgarblað 28. júlí 2017 Þ egar gengið var inn í Silfur- bergssalinn í Hörpu var augljóst að miðasalan hafði ekki gengið nógu vel því að einungis helmingur salarins var notaður. Þeir sem mættu voru margir á boðsmiðum eða höfðu keypt miða í gegnum ýmis nettil- boð. Fólkið sem var mætt var hins vegar ákaflega spennt. „Hér er gamall nördadraumur að rætast,“ sögðu tveir aðdáendur Dinosaur Jr. til 30 ára. Nostalgían hefur augljóslega drifið marga af stað. Fólk milli fertugs og fimmtugs var búið að draga fram skógarhöggs- mannaskyrturnar sínar og gömlu grugg-bolina. Hér voru líka mætt- ir svokallaðir „hljóðfæra-nördar“ sem lesa tímarit á borð við Bass Player, og fólk sem vinnur í hljóð- færaverslunum. Það fór ekki á milli mála að einhver mikil lotn- ing var að fara í gang. Dinosaur Jr. hefur ekki mikið fjöldafylgi en áhrifin leyna sér ekki. „Hér byrj- aði gruggið!“ sagði einn spenntur tónleikagestur. Annar sagði fólk ekki fatta hversu stórt þetta band er. „Þetta er bandið sem hafði áhrif á Mudhoney, sem höfðu svo áhrif á Nirvana.“ Þótt vissulega væri fámennt var svo sannarlega góðmennt. Upphitunarband kvöldsins var Oyama frá Reykjavík. Krúttlegt og ungæðislegt fimm manna indí- band með sterka vísun í tíunda áratuginn, þegar Dinosaur Jr. áttu sinn blómatíma. Kvintettinn stóð sig með prýði og endaði sína dag- skrá með ruslatunnuendi sem hefði sæmt AC/DC. Þau fengu gott klapp frá salnum að launum. Eins og að ganga inn á hljóm- sveitaræfingu Þegar aðalnúmer kvöldsins steig á svið var mikið fagnað. Þríeykið frá Massachusetts lét það hins vegar ekkert stíga sér til höfuðs. Þrátt fyrir að hafa verið í bransanum síðan 1984 er varla rokkstjörnu- bein til í þeim. Tónleikarnir voru háværir og hraðir en látlausir með eindæmum, líkt og maður hefði gengið inn á hljómsveitaræfingu. Höfuðpaur bandsins, söngvarinn og gítargúrúinn J Mascis, ræddi ekki mikið við salinn heldur lét tónlistina tala. Hann tilkynnti þó salnum að öll hljóðfæri sveitar- innar hefðu týnst í fluginu. Flest- ir tónleikagestir hefðu sennilega fórnað fingri fyrir að fá að lána honum gítar. Trommarinn Murph rúllaði eins og vél og sló ekki feilhögg. En það var bassaleikarinn Lou Barlow sem glæddi tónleikana lífi. Hann söng nokkur af lögunum og kom með þarft pönk inn í sýn- inguna. Algjör andstæða við hinn stjarfa Mascis. Nýja efnið betra Dinosaur Jr. hófu tónleikana á smelli frá gullaldartímanum, „Thumb“, til að keyra salinn í gang. Síðan komu þrjú lög af nýjustu plötu sveitarinnar, „Give a Glimpse of What Yer Not“ frá 2016, sem sennilega fæstir í salnum höfðu heyrt en var hápunktur tónleikana. Þessi nýju lög eru á einhvern hátt kröftugri en eldra efni sveitarinnar. Þeim var einnig virkilega vel tekið. Þá var komið að tveimur rót- urum að láta ljós sitt skína. Annar greip í kjuða en hinn í gítar og þeir spiluðu gamla hittarann „The Wa- gon“ með hljómsveitinni. Þetta kom nokkuð vel út þó að trymbl- arnir tveir spiluðu nákvæmlega það sama. Óvenjulegt, flippað og skemmtilegt. Eftir þetta var farið vítt og breitt um feril bandsins. Salurinn tók kipp þegar bandið tók „Feel the Pain“ en það vakti athygli að þeir slepptu „Watch the Corners“, einu vinsælasta lagi sveitarinnar. Tón- leikarnir enduðu á ábreiðu af The Cure-laginu „Just Like Heaven“ en það var einmitt lagið sem kom hljómsveitnni á kortið fyrir sléttum 30 árum síðan. Enginn fór óánægður frá þess- um tónleikum og flestir hafa senni- lega hugsað: Fólk kann ekki gott að meta. n „Hér byrjaði grunge-ið!“ n Nostalgían sveif yfir vötnum n Hávært, hratt en látlaust Tónleikar Kristinn Haukur Guðnasson kristinn@dv.is Dinosaur Jr. Dinosaur Jr. J Mascis. MyND MuMMi Lú Undir trénu, nýjasta kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (Á annan veg, París Norðursins), hefur verið valin til að keppa til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum sem hefst í lok ágúst. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Feneyjum á fimmtudag. Myndin mun keppa í flokkn- um Orizzonti, sem mætti þýða sem „Við sjóndeildarhringinn“ en sá flokkur er ætlaður myndum alls staðar að úr heiminum sem beita nýstárlegri tjáningu eða fagur- fræði í kvikmyndagerðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvik- mynd er valin til þátttöku í flokkn- um. Í tilkynningu frá aðstandend- um myndarinnar kemur fram að vegna hátíðarinnar verði frum- sýningu myndarinnar hér á landi seinkað um tvær vikur frá áður auglýstum tíma, til 6. september. „Feneyjahátíðin er mjög ströng þegar kemur að þessu, þ.e.a.s. þess er krafist að sýning myndarinnar á hátíðinni sé heimsfrumsýning,“ er haft eftir Grímari Jónssyni í til- kynningunni. Myndin sem er skrifuð af Haf- steini Gunnari og Huldari Breið- fjörð er sögð dramatísk mynd með þriller-ívafi og kolsvörtum húmor. Steinþór H. Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., leik- ur ungan mann sem er kastað út af kærustunni sinni, leikinni af Láru Jóhönnu Jónsdóttur, eftir að hún gómar hann við að horfa á gamalt kynlífsmyndband. Í kjölfarið deila þau um forræði yfir fjögurra ára dóttur sinni. Á sama tíma standa foreldrar hans, sem eru leikin af Eddu Björgvinsdóttur og Sigurði Sigurjónsyni, í heiftúðlegum ná- grannaerjum um tré sem skyggir á garð þeirra. n Frumsýnd í Feneyjum Undir trénu eftir Hafstein Gunnar keppir í flokknum Orrizzonti Frumsýnir á elstu kvikmyndahátið heims Nýjasta kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars, Undir trénu, verður frumsýnd í Feneyjum, á einni þekktustu kvikmyndahátíð heims. Ný plötuútgáfa sett á laggirnar Figureight mun starfa með íslenskum og bandarískum tónlistarmönnum Á miðvikudag var formlega til-kynnt um stofnun nýs íslensks- bandarísks útgáfufyrirtækis Figur- eight, en það eru Hildur Maral Hamíðsdóttir og tónlistarmaðurinn Shahzad Ismaily sem standa að fyrirtækinu. Fyrirtækið er nátengt hljóðverinu Figure 8 í Brooklyn, New York, sem Shahzad setti á lagg- irnar fyrir nokkrum árum og ýmsir íslenskir listamenn hafa tekið upp í. Átta tónlistamenn hafa nú þegar gert samninga við Figureight um útgáfu á tónlist, bæði Íslendingar og Bandaríkjamenn. Figureight hefur prófað sig áfram með útgáfu á undanförnum mánuðum en plat- an Makríl eftir Indriða kom til að mynda út á vegum þess auk þess sem plata JFDR frá því í mars, Brazil, kom út í samstarfi við fyrirtækið. Samkvæmt tilkynningu frá Figur eight leggur fyrirtækið mik- ið upp úr að vinna náið með lista- mönnunum og hjálpa þeim að þróa sína listrænu sýn. Tónlistin sem verður gefin út hjá Figureight á það sameiginlegt að vera inn- hverf, feimin, einlæg, undarleg og einstök. n Á milli Íslands og Bandaríkjanna Shahzad ismaily, stofnandi Figureight, ásamt Jófríði Ákadóttur sem er ein af átta tónlistarmönnum sem starfa með útgáfufyrirtækinu. MyND FiGurEiGHt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.