Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 28
É g tók píanótíma sem barn, en svo pældi ég í raun ekkert meira í tónlist fyrr en ég varð 19 ára,“ segir Soffía Björg. „Ég fór í söngtíma árið 2006 og eftir þá hélt ég áfram í tónlistinni og kláraði tónsmíðanám í Listaháskólanum árið 2014. Eftir það hef ég verið að semja og koma fram og syngja. Soffía Björg semur bæði eigin lög og texta og gaf plötuna Soffía Björg út á rafrænu formi í byrjun ársins. „Mig langar að gefa hana út á disk og plötu, en er ekki að flýta mér að því. Núna er ég frekar að fylgja henni eftir og koma fram og syngja,“ segir Soffía Björg, sem er jafnframt komin með nóg af efni til að gefa út aðra plötu og rúmlega það. Meðan Soffía Björg og blaða- maður tala saman er hún að keyra frá heimili sínu að Langjökli þar sem hún hefur unnið í eitt ár í hlutastarfi við að kynna og sýna ferðamönnum ísgöngin. Hún segir það lítið mál að keyra oft langar vegalengdir í nokkra tíma, bæði til að koma fram á tónleikum og að keyra til Reykjavíkur. „Það er ekk- ert mál að keyra á milli, ég bý úti á landi og keyri reglulega til Reykja- víkur og þetta er orðinn vani. Það er líka skemmtilegra að keyra úti á landi en í Reykjavík, maður er mun frjálsari.“ Hún hitaði upp fyrir Ásgeir Trausta á tvennum tónleikum hans í byrjun júlí á Hvammstanga. „Það var gaman að hita upp fyrir Ásgeir, þetta er band sem hefur ferðast og spilað um allan heim og ég fann fyrir pínu fiðringi að koma fram. Stemningin var líka alveg frábær og hlý, enda er Hvammstangi heima- völlur Ásgeirs.“ Sannkölluð sveitastelpa og tónelsk fjölskylda Soffía Björg er sveitastelpa, fædd og alin upp í stórum systkinahópi á bænum Einarsnesi í Borgarfirði. Hún flutti til Reykjavíkur þegar hún fór í nám 19 ára gömul og bjó í Reykjavík í tíu ár, þar sem hún stundaði nám við þrjá tónlistar- skóla. „Það er frábært að búa hérna, umhverfið er mjög fallegt og ég fæ innblástur frá nátturunni og líður best hér. Það er frábært að geta unnið heima,“ segir Soffía Björg, sem er með sína æfingaaðstöðu í sólstofunni. Sumum hentar ekki að vinna heima og fara að gera allt annað en vinna, en Soffía Björg segir svo ekki vera í sínu tilviki. „Það er meira sem togar í mann í Reykjavík, meira áreiti og ónæði. Ég sæki frekar í að vinna og semja heima og við hér erum vön því að hafa líf í húsinu. Fjölskyldan er svo sannar- lega tónelsk, systkinin spila öll á hljóðfæri eða syngja, þó að þau vinni ekki við tónlistina. Bræð- ur Soffíu hafa komið sér fyrir í bílskúrnum þar sem þeir semja rokktónlist. Móðir hennar, Björg Karitas Bergmann Jónsdóttir, er sópransöngkona og faðir hennar, Óðinn Sigþórsson, er nýfarinn að semja lög. „Pabbi tók upp á því fyrir ári síðan að semja lög og mamma er sópran og með svakalegan kraft. Við höfum sungið saman á þorrablótum og þegar við syngjum saman hlið við hlið, heyrist ekkert í mér,“ segir Soffía Björg og hlær. Móðuramma Soffíu Bjargar, Soffía Karlsdóttir, var vinsæl revíusöngkona fyrr á árum. „Það er gott að hafa fyrirmyndir, því meiri innblástur fær maður.“ Feimið barn sem steig á svið Soffía Björg er miðjubarnið, „feimna, hrædda miðjubarnið sem braust út í tónlist,“ eins og hún segir sjálf. En af hverju fer feimin manneskja upp á svið að flytja tón- list fyrir framan hóp af fólki? „Ég gæti ekki hugsað mér aðra vinnu þótt hún sé krefjandi og ég er búin að vera í sjálfsskoðun í mörg ár.“ Soffía Björg ætlaði þegar hún var 10 ára að verða rithöfundur og segir hún að það sé eina starfið sem hún man eftir að hafa ákveðið sem barn. Segja má að sú ákvörðun hafi ræst, þó á annan máta sé, því lög og textar segja hlustendum sögur, þó að það sé í öðru formi. „Ástæðan fyrir að ég fór að semja var sú að mér leiddist svo að syngja alltaf það sama, það var Hvert týnist tíminn? Eitt af því dýrmætasta sem við eigum er tíminn, eða höfum að láni, því líklega eigum við hann ekki, annars myndi maður passa upp á hann betur og ekki týna honum eins oft og maður gerir. Eða hvað? Júlí er að klára og jólin eru bara nýbúin, ég er bara nýorðin fertug (er 46 ára) og ekki svo langt síðan ég átti barn (hann er að verða 24 ára). Af hverju líður tíminn svona hratt og hvert er hann eiginlega að flýta sér? Grínlaust! Þegar ég var barn var Mómó ein af uppáhaldsbókunum mínum (og er enn), yndisleg og frábær bók eftir Michael Ende, sem fjallar um tímaþjófana og barnið Mómó, sem frelsar tímann og færir hann mann- fólkinu á ný. Þegar ég var barn var tíminn líka alveg heillengi að líða stundum, skóladagurinn ætlaði aldrei að klára, svo maður kæmist heim að leika, biðin eftir jólunum var endalaus, biðin eftir að fá bílprófið, komast inn á skemmtistaðina ... Núna eru öll skírteini og aldurstakmörk löngu komin í hús og þá ákveður Herra Tími að setja í rallígírinn og gefa allt í botn: Formúla Líf í fullri keppni og dagarnir einkennast af mánudegi og helgi, hinir fjórir týnast í reykmekkinum. Ef einhver er með númerið hennar Mómóar þá má sá hinn sami lauma því að mér, því mig vantar fleiri tíma í sólarhringinn. En svo er kannski bara spurning um að leyfa henni að njóta sín áfram í bókum, slappa af, njóta augnabliksins og ráðstafa tím- anum í það sem mann langar að gera, frekar en það sem maður þarf að gera. Kær kveðja, Ragna ragna@dv.is „NáttúraN og fyrirmyNdir míNar gefa mér iNNblástur“ Soffía Björg semur tónlist á æskuheimilinu í Borgarfirði Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Soffía Björg Óðinsdóttir er fædd og uppalin í átta systkina hópi á bænum Einarsnesi í Borgarfirði. Þó að tónlistin hafi alltaf gegnt stóru hlutverki á heimilinu ætlaði Soffía Björg að verða rithöfundur þegar hún var barn og pældi ekki í tónlist fyrr en hún varð 19 ára. Í dag semur hún eigin lög og texta og flytur á tónleikum, milli þess sem hún fræðir ferðalanga um ísgöngin á Langjökli. ÆfingaaðStaðan er heima Soffía Björg er með æfingaaðstöðu í sólstofunni á Einarsnesi og segir að það sé frábært að geta unnið heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.