Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 28. júlí 2017fréttir Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira Samgönguráðherra segir ökumenn geta farið Krýsuvíkurleiðina n Veggjald verði lægra en bensínkostnaður lengri leiða n Sigmundur Davíð: „Höfuðborgríki, umlukið múrum“ J ón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur komið á fót starfs- hóp til þess að kanna hvern- ig hátta megi umfangsmiklum framkvæmdum á stofnleiðum út frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal verk efna hópsins er að skoða þann kost að koma upp veg- tollahliðum á fjölförnum leiðum í kringum höfðborgarsvæðið eins og ráðherra hefur talað fyrir. Þrjár leiðir í skoðun Ráðherra segir að það sé aðal- lega verið að skoða þrjár leiðir í þessu samhengi. „Það eru leið- irnar austur fyrir fjall að Selfossi, norður að Borgarnesi og suður að Keflavíkurflugvelli. Meginleið- irnar inn og út úr höfuðborgar- svæðinu á þessu svæði. Þar sem umferðin er mest og slysatíðnin hæst.“ Hann aftekur þó ekki að sam- bærilegum hliðum verið komið upp á öðrum stöðum á lands- byggðinni ef þetta gengur vel. „Það er bara eðlileg umræða þegar þetta liggur fyrir og menn sjá hvað þetta þýðir.“ Beðið sé eftir því að vinnuhópurinn ljúki störfum og niðurstöður hans verði kynntar. „Þá er hægt að taka um þetta mál- efnalega umræðu.“ Hann nefnir til dæmis Vaðlaheiðagöngin sem dæmi. Alltaf hafi verið lagt upp með að hafa gjaldtöku þar. Störf vinnuhópsins hafa hins vegar tafist og nú eru flestir komn- ir í sumarfrí eða að sinna öðrum verkefnum. Eyjólfur Árni Rafns- son verkfræðingur sem fer fyrir hópnum áætlar að niðurstöðurnar verði kynntar í september. Enn sé verið að safna gögnum, fara yfir kostnaðarliði og fleira. „Höfuðborgríki umlukið múrum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og fyrrum for- sætisráðherra, hefur gagnrýnt þessa leið sem ráðherra hyggst fara með vegtollahliðunum inn og út úr höfuðborginni. Hann seg- ir á Facebook-síðu sinni: „Þetta hljómar eins og það sé orðið til sérstakt „Höfuðborgríki“ sem sé umlukið múrum og það muni þurfa að greiða fyrir að koma eða fara.“ Hann segist þó sjálfur ekki vera alfarið mótfallinn vegtollum í öll- um tilvikum. „Með Hvalfjarðar- göngum var til dæmis verið að bjóða upp á nýjan valkost sem ekki hefði orðið til annars. Áfram er þó hægt að keyra gamla þjóð- veginn og gert er ráð fyrir að á næsta ári falli gjaldið niður.“ Víða erlendis er hægt að keyra inn á stórar hraðbrautir og borga fyrir það vegtoll. Fólk getur samt sem áður valið að fara aðrar leið- ir án þess að greiða. Lengri leiðir, lakari vegi og fjallvegi. Ráðherra gefur hins vegar lítið fyrir þann valkost að fara lengri og lélegri veg. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé einhver raun- hæfur valkostur. Ef þú ert að koma frá Keflavík getur þú keyrt Suður- strandarveginn og farið Krýsu- víkurleiðina inn til Hafnarfjarðar.“ Í Hvalfirði sé það ekki raunveru- legur valkostur að keyra fjörðinn þegar veggjaldið sé aðeins 283 krónur. Hann hafnar því þó að verið sé að loka höfuðborgar- svæðinu af með tollahliðum. Skattur á erlenda ferðamenn Jón segir að með þessum valkosti sé hægt að byggja upp „alvörusam- göngumannvirki“ á mjög skömm- um tíma. „Viljum við fara þessa leið eða viljum við gera þetta með þeim framlögum sem við munum geta fengið út úr ríkissjóði, sem þurfa að vera aukin umtalsvert, og á miklu fleiri árum?“ Hann vill helst ekki kalla þetta nýjan skatt, nema þá skatt á er- lenda ferðamenn. „Það er engin tilviljun að aðrar þjóðir, eiginlega allflestar og þeim fer alltaf fjölg- andi, fara þessa leið. Auðvitað er markmiðið hjá okkur með þessari leið að ná einhverjum tekjupóst- um af þessum mikla ferðamanna- straumi sem fer um vegina okkar á hverju ári og fer vaxandi.“ Með erlendum ferðamönnum hafi Ís- lendingar fundið viðskiptavin til að byggja upp vegakerfið líkt og stór- iðjan byggði upp raforku-og dreifi- kerfið fyrir um 50 árum síðan. Sigmundur Davíð bendir hins vegar á í sínum pistli að á þessu ári greiði íslenskir bifreiðaeigend- ur um 44 milljarða til ríkisins með ýmsum gjöldum, svo sem vörugjaldi af ökutækjum og elds- neyti, bifreiðagjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi og fleira. Fram- lög til samgöngumála á þessu ári eru hins vegar aðeins tæplega 29 milljarðar. Hann segir: „Jæja, þetta (vegtollurinn) er þó alla vega ekki skattahækkun? Bara gjaldtaka.“ Ekki er heimilt að skylda einung- is erlenda ferðamenn til að greiða vegtoll. Ekki hærra en 400 krónur Aðspurður segist Jón ekki hafa myndað sér skoðun á því hvað sé sanngjarnt að greiða í vegtoll. „Ég hef í sjálfu sér ekki myndað mér neina skoðun á því en ég hef sagt að það sé mjög mikilvægt að þeir sem þurfa að fara reglulega um gjaldhlið sem þessi hafi af því meiri ávinning en kostnað þegar upp er staðið.“ Maður spari sér tvo lítra af bensíni við að fara í gegnum slíkt hlið, sem kosti á bilinu 300–400 krónur. Þá verði svipaðar áskriftar- leiðir í boði og eru nú í Hvalfjarðar- göngunum. Þá nefnir hann einnig þjóðhagslegan ávinning svo sem minni eldsneytiseyðslu, minni mengun og lægri slysatíðni. Vinnu- hópurinn vinni nú að því að reikna út möguleg gjaldþrep miðað við eðlilegan endurgreiðslutíma lána. Hann gerir þó ekki ráð fyrir því að vegtollahliðin verði þarna til frambúðar heldur einungis á með- an verið er að borga þau lán sem tekin verða vegna framkvæmd- anna, líkt og í Hvalfjarðargöngun- um. „Ég sé engar forsendur fyrir því að halda áfram gjaldheimtu í Hval- fjarðargöngunum þegar við fáum þau til eignar. Af því að það verð- ur búið að gera upp allt í kringum það.“ Aðspurður um fjármögnun viðhalds segir hann: „Þá þurfum við að fara að taka veggjöld á öðrum forsendum. Af hverju erum við að halda við Vestfjarðargöngum og Héðinsfjarðargöngum og öllu slíku af skattfé en láta Vestlendinga borga í þessi?“ Almennu vegakerfi á að vera haldið uppi af framlögum úr ríkissjóði.“ n Kristinn Haukur Guðnasson kristinn@dv.is „Hann aftekur þó ekki að sambæri- legum hliðum verið kom- ið upp á öðrum stöðum á landsbyggðinni ef þetta gengur vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.