Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 18
18 sport Helgarblað 28. júlí 2017 Þ að hefur gengið á ýmsu hjá KR í sumar en gengi liðsins í Pepsi deild karla hefur ekki verið gott, liðið hefur þó sýnt á köflum fína takta og jákvæð frammistaða í Evrópukeppni og frábær sigur á Víkingi í síðustu umferð deildarinnar gefur KR- ingum von. Pressan í Vesturbæn- um er alltaf mikil og hefur Willum Þór Þórsson þjálfari liðsins fundið fyrir henni í sumar, þegar úrslitin hjá KR eru ekki góð fara menn að efast um þjálfarann og hvort að hann sé rétti maðurinn í starfið. Willum tók við KR á miðju síð- asta sumri eftir að Bjarni Guð- jónsson var rekinn úr starfi og vann Willum kraftaverk með liðið, hann skilað i KR í Evrópusæti. Eitt- hvað sem flestir töldu að ekki væri möguleiki á, KR-ingar héldu því bjartsýnir inn í sumarið en vand- ræðin hófust í fyrsta leik og hafa síðan fylgt liðinu eftir. KR situr í níunda sæti Pepsi deildarinnar en aðeins eru sjö stig upp í þriðja sætið sem gefur miða í Evrópu, miðað við endasprett KR á síðustu leiktíð og jákvæð teikni á lofti gæti KR blandað sér í þá baráttu. „Sigurinn gegn Víkingum var kærkominn fyrir okkur, hann var líka rosalega verðskuldaður. Það er alltaf gaman að vinna leiki þar sem liðið spilar svona vel og verð- skuldar sigurinn, það var fínn takt- ur í okkar leik. Ég get alveg kvitt- að undir það að þetta hafi verið heilt yfir okkar besti leikur í sum- ar ásamt leiknum úti gegn SJK Seinäjoki í Finnlandi. Þar mætt- um við mjög sterku liði og spiluð- um vel, við tókum helling úr því verkefni með okkur inn í fram- haldið,“ sagði Willum Þór í samtali við DV. ,,Við höfum verið að þétta okkur aðeins, við erum skarpari í allri pressu fram völlinn og erum samstiga í henni. Við erum bein- skeyttari fram á við, við höfum í sumar haldið boltanum vel en höfum verið hálfflatir í spilinu. Í leiknum í Finnlandi og í Víkinni um síðustu helgi vorum við skarp- ari, við breyttum skipulaginu að- eins og nýtum okkur það.“ Nýttu Evrópukeppnina vel Það er þekkt stærð í knattspyrnu- heiminum hér heima að Evrópu- keppni getur gefið liðinu mik- ið, það þjappar hópnum saman að vera erlendis í nokkra daga saman og getur búið til stemn- ingu sem nýtist vel í deildinni hér heima. „Það er algjörlega þannig að svona ferðir geta virk- að mjög vel, það þarf hins vegar að vinna vel í þeim og nýta þetta vel. Við KR-ingar gerðum það vel, það er auðvitað draumur fyrir alla knattspyrnumenn að taka þátt í þessum stærri leikjum sem eru í þessum Evrópukeppnum. Þú ert að máta þig við leikmenn sem eru frá öðru landi og mjög oft vel laun- aðir atvinnumenn, þetta var ævin- týri fyrir okkur.“ Hrósar Viðari Erni Willum og félagar féllu úr leik í Evrópukeppninni í síðustu viku þegar Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Maccabi Tel Aviv höfðu betur í tveimur leikjum, Viðar skoraði mark í fyrri leiknum sem fram fór í Ísrael og þar hreif hann Willum. „Fyrsti klukkutím- inn í einvíginu við Maccabi var lík- lega besti kaflinn okkar í sumar, við vorum frábærir. Þetta er mjög gott fótboltalið, stór klúbbur og þarna eru hálaunaatvinnumenn. Við spiluðum vel og héldum þeim alveg frá markinu okkar og skor- uðum mark eftir gott samspil, það var sárt að halda ekki betur út. Við vorum alveg inni í þessu verkefni alla leið, og með hagstæðari úr- slitum úti hefði trúin verið meiri og þá veit maður aldrei hvað ger- ist. Þeir í sjálfu sér opna okkur ekk- ert í þeim mörkum sem þeir skora, hraðinn er meiri og samspil þeirra hratt. Aðstæður voru að auki fram- andi fyrir okkur, gríðarlegur hiti og raki. Þreytan fór að segja til sín, þá missa menn metra og ein- beitingu og mörkin verða til út af því. Svo eru gæðin í þeirra leik til að klára færin, sérstaklega hjá okk- ar manni, honum Viðari Erni. Það er ekki á færi hvers að gera eins og hann gerði í markinu sínu gegn okkur.“ Fékk loksins framherjann sem hann vildi Áður en keppni í Pepsi-deildinni hófst reyndi Willum að bæta við sóknarmanni í liðið sitt, það gekk ekki og fór KR inn í mótið með þunnskipaða framlínu. Auðvelt var að loka á liðið en á dögun- um fékk liðið André Bjerregaard frá Danmörku og hann breytti leik liðsins. „Hann kemur sterk- ur inn og það var gott að fá mark í hans fyrsta leik, hann gerir hell- ing fyrir okkur. Við fengum þannig meðmæli með honum að það var ekkert annað í stöðunni en að taka hann, hann gefur okkur aukna vídd í sóknarleikinn. Þegar hann kom settu menn út á það að hann hefði ekki skorað nóg á ferl- inum og að fyrsta snertingin væri ekki nógu góð, hann kemur svo í fyrsta leik og á frábæra fyrstu snertingu og hvernig hann klárar færið sitt í Víkinni er auðvitað bara í heimsklassa. Við vildum fá þessa týpu að framherja fyrir mót og við vorum með tvo í sigtinu með svip- aða eiginleika en það tókst ekki, við eigum góða sóknarmenn en ekki með þessa eiginleika. Þetta hefur aðeins truflað leik okkar, við höfum þurft að finna aðrar leið- ir. Fyrir ári síðan vorum við með Morten Beck Andersen sem vildi sækja í svæðin og var stór og sterk- ur, svo var Denis Fazlagic á kantin- um sem var einn hraðasti leik- maður deildarinnar. Við þurftum því að breyta upplegginu.“ Tekur á en er skemmtilegt Gengi KR hefur ekki verið gott í sumar,eins og áður hefur komið fram, hefur það tekið á andlega? „Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir, það er að takast á við svona verkefni í fótbolta. Þetta tek- ur auðvitað aðeins í þegar úrslitin eru ekki að koma en verkefnið er svo stórt og skemmtilegt. Þetta er það sem maður hefur lifað fyrir og verið að hrærast í alla tíð. Ef mað- ur er ekki til í að takast á við erfiðu stundirnar í fótboltanum þá verða sælustundirnar ekki margar. Það er stutt á milli í þessu Íslandsmóti, það eru ekkert allt of margir leikir og það er stutt á milli toppbaráttu og botnbaráttu. Hjá okkur skipt- ir öllu máli að taka einn leik í einu núna og einbeita sér bara að næsta verkefni. Ef þú nærð í tvo eða þrjá sigra í röð breytir það stöðunni mikið, mönum verður fótaskortur ef þeir horfa of langt fram í tímann og geta misstigið sig. Þetta er klisja og ég veit það en klisjur verða ekki til nema vegna þess að það er eitt- hvað til í þeim.“ Erfiðara að skara fram úr Í nútímaknattspyrnu er erfiðara en áður að skara fram úr vegna þess að hægt er að fá allar upp- lýsingar um andstæðinga sína og lesa í leik þeirra. „Það er liðin tíð að maður geti verið duglegur og mætt með blokkina á alla leiki og skrifað niður og leikgreint þannig, þannig gat maður haft forskot ef maður var duglegur að mæta á alla leiki. Núna fara menn bara í tölv- una og geta hlaðið öllu niður nán- ast beint eftir leik og klippt þetta til og frá og sýnt mönnum, það vita allir allt um allt. Það er líka kom- ið í öll félög duglegt fólk sem er í sjálfboðavinnu, fólk safnar fyrir hörkuleikmanni og fleira í þeim dúr. Það er miklu erfiðara í dag að ná samkeppnisforskoti.“ n Sælustundirnar ekki margar ef þú ert ekki klár í að taka þeim erfiðu n Willum Þór þekkir allar hliðar fótboltans n Erfiðir tímar í KR en það er að birta til Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Veit hvað þarf til að ná árangri Þrátt fyrir að KR hafi ekki gengið vel í sumar efast fáir um hversu öflugur þjálfari Willum Þór er. MyNd dV SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.