Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 28. júlí 2017
eins og venjulegri manneskju, og
allir voru mér góðir og jákvæðir. Ég
fékk að njóta mín allt í einu.“
Bryndís átti afmæli fyrr í þessum
mánuði. Hún lætur aldurinn
sannarlega ekki stjórna sér. „Enn
sem komið er finnst mér ekkert
erfitt að eldast. Mér finnst mjög
gaman að lifa, því að árin segja
í raun ekkert til um aldur. Ég er
líka svo gæfusöm að njóta góðrar
heilsu,“ segir hún.
Hætt að rífast við Guð
Lífið hefur samt ekki verið án áfalla.
Þungbærast var andlát Snæfríðar,
dóttur Bryndísar og Jóns Baldvins,
sem lést skyndilega í upphafi árs
2013.
„Já, trúlega er fátt jafn sársauka-
fullt í lífinu og að missa barnið sitt
í blóma lífs. En þetta hefur verið
hlutskipti formæðra okkar öldum
saman. Ég get ekki gleymt orðum,
sem lífsreynd kona hafði eftir
ömmu sinni af þessu tilefni. Hún
sagði: „Ég vildi ekki tengjast börn-
um mínum of nánum tilfinninga-
böndum af ótta við að geta misst
þau.“ Hvílík örlög. Það stoðar lítt að
harma hlutskipti sitt.
Snæfríður lifir í huga og hjörtum
okkar, sem elskuðum hana. Ég er
meira að segja hætt að rífast við
Guð, af því einfaldlega, að ég veit,
að hann kom hvergi við þessa
sögu. Guð skapaði ekki heiminn og
mennina með. Mennirnir sköpuðu
Guð til þess að reyna að skýra það,
sem þeir skildu ekki og til þess að
reyna að sætta sig við það. En mér
finnst það ósamboðið manninum
að lifa í sjálfsblekkingu.“
Ævintýralegt ferðalag
Bryndís hefur gert margt um ævina.
Hún var meðal annars dansari, leik-
kona, kennari, skólameistari og
sjónvarpskona. En hefði hún viljað
gera eitthvað öðruvísi í lífinu? „Nei.
Þetta hefur verið ævintýralegt ferða-
lag. Ég var komin á samning hjá
Þjóðleikhúsinu, þegar Jón Baldvin
var alveg óvænt ráðinn skólameist-
ari á Ísafirði. Ég var ekkert of ánægð
með það – en var ekki spurð. Ég
varð að fylgja honum – enda orðin
fjögurra barna móðir. Forlögin tóku
fram fyrir hendur okkar.
Þegar ég lít til baka, þá voru þessi
ár fyrir vestan eins og háskólaárin
hjá Gorki. Ég kynntist þjóð minni
á nýjan hátt, úti á landsbyggðinni.
Kennsla er göfugt starf og gefandi.
Leiklistin blómstraði og oftar en
einu sinni gafst mér sjálfri tækifæri
til að standa á sviðinu. En skóla-
meistarastarfið toppaði þetta allt
undir lokin. Það var þegar mað-
urinn minn fór til Ameríku, í boði
Harvard-háskóla. Þá skorti mig alla
vega ekki sjálfstraust! Besta árið mitt
fyrir vestan.
Svo komum við suður aftur, og
næstu árin vann ég í sjónvarpi, fyrst
hjá RÚV og síðan Stöð 2, sem hóf
starfsemi árið 1986. Hefði ég ekki
verið gift pólítíkusi á vinstri kantin-
um, væri ég þar kannski enn! En
mér var ekki vært – út af pólitíkinni.
Árið 1984 varð Jón Baldvin for-
maður Alþýðuflokksins, og þá urðu
kaflaskipti í lífi okkar. Næstu tólf árin
var eins og við stæðum á vígvelli dag
hvern. Jón Baldvin var í essinu sínu
allan þann tíma, stríðsmaður, full-
ur af sjálfstrausti og réttlætiskennd
– alltaf svo viss um, að hann hefði
rétt fyrir sér. Sem hann hafði auðvit-
að, eins og síðar kom á daginn. Hvar
værum við stödd án EES? Líklega
var það orrustan um þann samning,
sem varð til þess, að hans pólitíska
ferli lauk svo skyndilega.
Þar að auki hentaði hinn um-
deildi stríðsmaður ekki sem sam-
einingartákn, þegar til stóð að
sameina Alþýðuflokkinn, Alþýðu-
bandalagið og Kvennalista. Hann
lét sig því einfaldlega hverfa. Og
aðrir tóku við. Nú vitum við, hvern-
ig það fór.“
Hefurðu einhvern tímann hugsað
um það hvernig líf þitt hefði orðið ef
þú hefðir ekki hitt Jón Baldvin?
„Segjum, að ég hefði farið til
Spánar á unglingsárunum til að
læra flamenco, eins og hugur minn
stóð til – þá hefði ég eflaust aldrei
komið til baka. Ég væri hugsanlega
enn að reyna að vinna fyrir mér á fá-
tæklegum bar í Granada, fótfúin og
lífsþreytt – ekki annað í boði.
Eða segjum, að ég hefði ílenst
í Kaliforníu þarna um árið, fengið
að leika í auglýsingum í nokkur ár,
en aldrei í alvöru bíómyndum – ég
var of hávaxin, sögðu þeir – og ynni
nú fyrir mér með ræstingum á Hótel
Hilton, gömul og afundin. Ekki ann-
að í boði.
Eða, ef ég hefði þegið boð for-
manns menningarmálaráðs Sovét-
ríkjanna um að setjast að í Lenin-
grad við Kirov-ballettinn að loknu
stúdentsprófi. Þá væri ég örugg-
lega ekki ofar moldu lengur, því að
í fyrsta lagi var ég tíu sentimetrum
of löng og í öðru lagi upp á kant við
arftaka Stalíns, sem ég hefði orðið
að taka út refsingu fyrir.“
Tvær þjóðir í landinu
Ertu alltaf jafn pólitísk?
„Já, og því meir sem ég eldist.
Maðurinn minn hugsar ekki um
annað – það er að segja, þegar
hann er ekki að hugsa um mig!
Árið 2016 hefði Alþýðuflokku-
irnn orðið hundrað ára. Af því til-
efni var Guðjón Friðriksson sagn-
fræðingur – sem var reyndar í
nokkur ár kennari við skólann okk-
ar fyrir vestan og lék á móti mér
hvað eftir annað á skólaskemmt-
unum – fenginn til að skrifa sögu
flokksins. Hún kom út fyrir ári og
er hin mesta gersemi. „Úr fjötrum“
heitir hún. Það er réttnefni.
Þetta er saga um uppreisn fá-
tæks fólks gegn réttleysi og kúgun.
Sú saga greinir frá glæstum sigr-
um og beiskum ósigrum. Að-
dáunarverðast er, hversu miklu
þessi flokkur jafnaðarmanna – sem
aldrei náði því að verða ráðandi
fjöldaflokkur eins og annars stað-
ar á Norðurlöndum – kom í verk.
Hann hefur skilið eftir sig stærri
spor í okkar samtíð en nokkur önn-
ur stjórnmálahreyfing. Þessi til-
raun til að byggja upp norrænt vel-
ferðarríki á Íslandi er fyrst og fremst
hans verk og verkalýðshreyfingar-
innar.
Nú virðist verkalýðshreyfingin
vera í lamasessi sem umbótaafl,
og Alþýðuflokkurinn skilur eftir sig
tómarúm. Margar þjóðir hafa þurft
að byggja þjóðfélag sitt upp á nýtt,
eftir að hafa tapað stríði. Hrunið
var okkar þjóðarósigur. Okkur
hefur ekki tekist að læra af þeirri
reynslu. Þess vegna búa nú tvær
þjóðir í landinu, þrátt fyrir hagsæld
í góðæri. Við erum orðin að ójafn-
aðarþjóðfélagi, sem fær ekki staðist
til frambúðar. Pólitík dagsins snýst
um óbreytt ástand. Það gengur
ekki. Það þarf róttækar breytingar.
Við þurfum að byrja upp á nýtt.
Ástandið núna er eins lognið á
undan storminum.
Við Jón Baldvin vorum að þýða
saman bók í sumar, „Ný framtíðar-
sýn handa raunsæjum konum og
körlum“, eftir hollenskan sagn-
fræðing, Rutger Bregman. „Þetta
er, eins og titillinn gefur til kynna,
framtíðarsýn inn í næstu áratugi
fyrir fólk, sem hefur lært af sögunni.
Bókin er hugsuð sem handbók fyrir
þjóðfélagsumræðu næstu áratuga.
Hún ætti að vera á námsskrá fram-
haldsskóla og kvöldskóla og líka
háskóla,“ segir Bryndís. „Í skólum
er nemendum ekkert kennt um
vexti og verðtryggingu, né held-
ur hvernig eigi að forðast að verða
skuldaþræll fyrir lífstíð. Þeir vita
ekkert um þjóðfélagið.
Ég hef aldrei lesið hagfræði, en
þetta er bók, sem jafnvel ég skil, því
hún er skrifuð á mannamáli. Höf-
undurinn fullyrðir, að líf okkar eigi
eftir að taka algerum stakkaskipt-
um á næstu áratugum, því að ró-
bótinn – vélmennið – mun taka við
hlutverki mannsins á vinnumark-
aðnum. Hvernig verður þjóðfélag-
ið, þegar meirihluti fólks fær enga
vinnu? Það breytir öllu. Við þurfum
að hugsa allt upp á nýtt. Það verða
mín lokaorð.“ n
„Svo átti ég líka
annað erindi til
Spánar. Það var ekki
bara tungumálið. Mig
langaði alltaf til að læra
flamenco. Þorði ekki,
þegar ég var ung, of
bundin átthögunum. En
nú var loksins tækifæri.
Ég var að byrja nýtt líf.
Hjón í nær sextíu ár „Við tölum saman
endalaust, og finnst gaman.“ Mynd Brynja
Sjálffstæð „Ég er þakklát, þegar fólk leitar
til mín, en ég hef aldrei leitað til annarra.“