Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 46
Helgarblað 28. júlí 2017 KYNNING HeIlsa oG útlIt Hlúðu að líkama og sál Snyrti- og heilsustof-an Heilsa og útlit, að Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sérhæfir sig í því að hlúa bæði að líkama og sál með notkun nýjustu og framþróuðustu tækja og efna. sandra lárusdóttir, sem er menntaður einka- þjálfari, stofnaði fyrirtækið sumarið 2014 og hefur það á skömmum tíma náð að festa sig í sessi með sér- hæfðum meðferðum sem bæta vellíðan, útlit og heilsu. „okkar markmið er að við- skiptavininum líði sem best með sjálfan sig og að hann njóti sín í rólegu og afslapp- andi umhverfi hjá okkur. Það er svo bónus ef útlitið lagast líka,“ segir sandra. sandra er umboðsaðili fyrir heilsuvöruframleiðandann Weyergans, en þeir fram- leiða hágæðatæki fyrir hvers kyns sogæðameð- ferðir sem sandra notar í meðferðum sínum hjá Heilsu og útliti. „Við sérhæfum okk- ur í sogæðameðferðum og ber öllum hér skylda til þess að læra á allar meðferð- irnar. en einnig bjóðum við upp á aðrar meðferðir eins og húðmeðferðir, vax og fitufrystingu,” segir sandra. IONO-JET súrefnisvél fyrir húðina súrefnisvélin er fyrsta vélin sem hægt er að nota í allt sem viðkemur húðinni. Í nú- tímasamfélagi verður húðin daglega fyrir margs konar skaðlegum áhrifum, þar má telja upp mataræði, eðlilegt öldrunarferli og ýmsa um- hverfisþætti sem setja mark sitt á húð okkar. IoNo-Jet er einstök og víðfeðm súr- efnismeðferð fyrir allsherjar húðfegrun og spornar gegn öldrunarmerkingu húðar. Þá er hægt að stilla vélina á fimm meðferðarleiðir, það er: Djúphreinsun (e. Peeling) með áhrifaríkum ensímum. Húðlýsing á litablettum eða öldrunarflekkjum. Húðnær- ing fyrir húðina. Húðlyfting fyrir slappa húð. Húðafeitr- un (e. Detox) sem gefur húð- inni ljóma. Hægt er að vinna vel á hvers kyns bóluvanda- málum og fílapenslum. IoNo-Jet tækið er framleitt í Þýskalandi og er í stöðugri notkun hjá Weyerg- ans-stofnuninni. Þessi nútímatækni er einstök og nýtist sérlega vel í meðferð- um gegn hinum fjölmörgu húðvandamálum. tæknin nýtist bæði í stök skipti til húðfegrunar og fyrir heilar kúrmeðferðir á erfiðari húð- vandamál, þar sem teknir eru fleiri tímar með tækinu með reglulegu millibili. eins má nýta meðferðirnar með tilliti til árstíðabundinna breytinga á húðinni. „Þær meðferðir sem IoNo-Jet býður upp á eru allar algjör- lega sársauka- og skað- lausar og því er ekki nokkur hætta á að viðskiptavinur gangi út af stofunni okkar með rauða og sára húð. Þetta er eina vélin sem nota má til að skrúbba augnlokin, sem segir töluvert um hvað þetta er mikið undratæki,“ segir sandra. Notast er við rafgas og mismunandi nátt- úruleg efni svo sem hreina plöntusterkju, ákveðin serum, amínósýrur, sérvalin vítamín og stofnfrumur sem öll eiga það sameiginlegt að hafa mjög afgerandi virkni í sjálfri húðmeðferðinni. Vacu Sport byggir á geimvís- indum Vacu sport hentar meðal annars íþróttamönnum og fólki með skert blóðflæði. Þekkt er að eftir hvers kyns slys, meiðsli og aðgerðir, virki heilunar- og bataferli líkamans hægar en vana- lega. afleiðingar eftir slík áföll eru meðal annars aukin vökvasöfnun og bjúgmynd- un. Æðakerfi líkamans er þá oft undirlagt í marga daga og algengt er að blóðrás- ar- og sogæðatruflanir geti jafnvel varað árum saman. en með tilkomu Vacu sport- vélarinnar frá Weyergans High Care er hægt að flýta bataferli líkamans svo um munar. tæknin var upphaf- lega þróuð til að koma í veg fyrir blóðrásarvandamál hjá geimförum sem vinna í þyngdarlausu umhverfi. Með Vacu sport er hægt að minnka bjúgmyndun hratt og endanlega. Þar fer fram taktfast þrýstings- og lofttæmisnudd á æðakerf- inu sem stóreykur blóðflæði í æðum og vöðvum þannig að svæði, sem hafa orðið fyrir meiðslum, jafna sig mun fyrr. Þannig fær lík- aminn meira súrefni til sín og næringin skilar sér betur út í frumurnar. Meðferðin kemur þér mun fyrr í betra form og bætir heilsuna með því að hraða endurhæf- ingu og endurnýjun þeirra svæða sem þurfa á því að halda. Meðferðin hef- ur einnig sannað sig gegn langvarandi verkjum eins og gigt og liðavandamál- um. „Fólk finnur töluverðan mun á sér í öllum líkamanum eftir að hafa fengið meðferð hjá okkur. Það má einnig minnast á að fjölmargir íþróttamenn nota Vacu sport reglulega til að hjálpa líkamanum að jafna sig eftir íþróttameiðsl. Fótboltamað- urinn Ronaldo á til dæmis tvö svona tæki heima hjá sér og notar á hverjum degi. einnig notar portúgalska landsliðið í fótbolta Vacu sport-tækið á leikmenn sína með góðum árangri. úti í heimi meðhöndla sjúkraþjálfarar, læknar og aðrir meðferðaraðilar alls konar fólk, allt frá ungum íþróttamönnum til aldraðra einstaklinga með skert blóð- flæði, með Vacu sport, enda eru áhrifin ótrúleg. Vacu sport virkar svo einnig í bar- áttunni gegn appelsínuhúð,“ segir sandra. Súrefnishjálmur „ein af vinsælustu með- ferðunum okkar er húðmeð- höndlun í súrefnishjálmin- um,“ segir sandra. Um er að ræða einstaka meðferð sem er 100% náttúruleg og mjög fljótvirk. Í meðferðinni er unnið með oxun þar sem neikvæðar súrefnisjónir draga til sín súrefni í and- rúmsloftinu. orkan sem myndast við samrunann er leidd inn í höfuðhlífina sem virkar eins og ox- unarhjúpur utan um and- litið. Þannig vinnur orkan sér leið inn undir húðina og örvar sellulósaskiptin sem eru nauðsynleg til að húð- in geti gegnt sínu hlutverki sjálf, eins og uppbyggingu, hreinsun, viðhaldi, stinningu og styrkingu. Á meðan með- ferðaraðilinn andar orkunni að sér í gegnum munn og nef, nýtist súrefnisflæðið einnig öllum líffærum og ekki síst heilanum. Þar sem engin aukaefni eru nýtt í með- ferðinni er hún fullkomlega náttúruleg. Meðferðin er viðurkennd af þekktum húðmeðferðar- stofnunum í Þýskalandi og hentar viðskiptavinum vel sem gera miklar kröfur til öldrunarmeðferða og vilja sjá skjótan árangur. Í mörg- um tilfellum er árangurinn merkjanlegur strax eftir fyrsta tímann. „Helga Möller, söngkona og flugfreyja, er í meðferð- um hjá okkur. Helga vinnur á mjög óreglulegum tím- um, bæði er hún að syngja seint á kvöldin og svo er hún í fluginu. Þessi vinnu- tími getur tekið á og þá sérstaklega ameríkuflugið, þá finnur hún fyrir bjúg og fótapirringi. Þá finnst henni sérstaklega gott að koma í Heilsu og útlit í Vacu sport- þrýstingstækið og henni líður líka alltaf vel eftir veru í súrefnishjálminum,“ segir sandra. Fleiri meðferðaraðilar úti um allt land „Þrjár stofur nota tæki frá okkur: Heilsustofan Weyergans studio á siglu- firði, Heilsu & Fegrunarstofa Huldu í Borgartúni og Heilsa og líðan á akureyri,“ segir sandra. Heilsa og útlit er stað- sett að Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi. afgreiðslutími er alla virka daga kl. 9–18 Hægt er að hafa samband með því að hringja í síma: 562-6969 eða senda tölvupóst á sandra@heilsa- ogutlit.is Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Heilsu og útlits og á Facebooksíðu þeirra. Súrefnishjálmur 100% náttúruleg meðferð. Iono jet súrefnisvélin er fyrsta vélin sem hægt er að nota í allt sem við- kemur húðinni. Mynd sigtryggur ari Vacu Sport Hentar meðal annars íþróttamönnum og fólki með skert blóðflæð Mynd sigtryggur ari Fyrir meðferð. eftir fimm skipti í IoNo-Jet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.