Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 22
22 Helgarblað 28. júlí 2017fréttir fyrir 10 árum n Kaupþing græddi n Hannes grillaði n Glitnir kvartaði n Eggert keypti „Tekjur þeirra fyrirtækja sem eru í beinum útflutningi til svæða í Amer- íku eða Evrópu dragast verulega sam- an. Þetta er afleiðing þessarar hávaxta- stefnu Seðlabankans,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur hjá Samtök- um iðnaðarins. Gengi krónunnar hefur styrkst mik- ið undanfarna mánuði. Er nú svo kom- ið að dollarinn er kominn niður fyrir sextíu krónur. Þetta hefur slæm áhrif á íslensk fyrirtæki sem fá lægra verð fyrir framleiðslu sína ef þau standa í útflutningi. „Þetta er ekki síður erfitt fyrir íslensk fyrirtæki sem bjóða fram- leiðslu sína á innlendum vettvangi. Þeirra samkeppnisstaða gagnvart inn- flutningi versnar mjög mikið. Við get- um tekið bárujárn sem dæmi þar sem íslensk fyrirtæki eiga erfiðara með að keppa gegn innfluttu bárujárni. Þetta veldur því vandamálum fyrir útflutn- ings- og samkeppnisgreinarnar.“ „Þetta ástand hefur verið viðvar- andi í langan tíma og því eru fyrirtæki farin að laga sig að einhverju leyti að þessum aðstæðum. Úthaldið er samt ekki endalaust.“ Bjarni segir verra að fyrirtæki sem vilja koma ný inn á markaðinn lenda í miklum erfiðleik- um. „Það er mjög erfitt að byrja í þessu ástandi. Fyrirtæki sem hafa verið starf- andi lengi og eru með framleiðslu á innlendum og erlendum markaði eiga auðveldara með að aðlagast.“ Bjarni segir líklegt að gengið hald- ist hátt meðan vextir eru háir. „Ég held að um leið og Seðlabankinn lækkar vexti gefi krónan líklega verulega eftir. Krónan er í stöðu sem fæst ekki stað- ist til lengdar. Það er óvissa hvenær og hversu hratt þetta muni gerast.“ Hann segir líklegt að hagur einhverra fyrir- tækja batni veikist gengið en annarra versni. „Mörg fyrirtæki eru skuldsett í erlendri mynt og um leið og gengið fellur verður þetta erfiðara fyrir þau,“ segir Bjarni. einar@dv.is „Það var par sem kom til mín vegna fasteignakaupa við verktaka og kon- an hreinlega grét vegna viðskipt- anna,“ segir Grétar Jónasson, fram- kvæmdastjóri Félags fasteignasala. Talsvert er um að fólk leiti til skrif- stofu félagsins vegna vanefnda verk- taka við fasteignakaup. Þetta eru allt upp í tvö tilfelli á mánuði. Málin geta orðið mjög ljót að sögn Grétars. DV sagði frá máli �ddfríðar Helgadóttur í síðustu viku. Fjöl- skylda hennar er á hrakhólum vegna vanefnda verktaka sem er að byggja hús fyrir hana í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Hún átti að fá húsnæðið af- hent í ágúst í fyrra. Rukkuð aftur „Svæsnasta dæmið sem ég hef heyrt er þegar ungt par var rukkað aukalega um tvær milljónir,“ segir Grétar. Hann hefur séð hræðilegar afleiðingar af viðskiptum fólks við verktaka um húsakaup. Þá var um ungt par að ræða sem hugðist kaupa íbúð af verktökum. Í miðju ferli breyttu verktakarnir samningnum og kröfðust tveggja milljóna króna greiðslu aukalega. Að sögn Grétars átti fólkið engra kosta völ enda of- urselt verktökunum. Enginn gætir réttinda kaupanda í slíkum tilvikum. Grétar segir sér hafa blöskrað með- ferðin sem þau fengu. Hagur minnimáttar „Það er nauðsynlegt fyrir fólk að hafa fasteignasala sem millilið því þeir lúta lögum og reglum,“ segir Grétar og bætir við að ábyrgð verk- taka í slíkum málum sé of óskýr til þess að hægt sé að aðhafast mikið. Hann segir það skyldu fasteignasala að gæta hagsmuna kaupanda jafnt sem seljanda. Aftur á móti virðist það gerast of oft að verktakar teikni upp samning sem er mjög óhliðholl- ur kaupandanum. Þar af leiðandi er farið að halla á kaupandann en selj- andinn hefur allan rétt. Grétar segir slíkt geta haft hræðilegar afleiðingar og vera grafalvarlegt mál. Ofurseld verktökum „Fólk er hreinlega ofurselt verk- tökum í svona aðstæðum,“ segir Grétar. Hann bendir á að ef fólk vill kaupa hús af verktökum sé ráðleg- ast að hafa samband við fasteigna- sala. Þeim sé skylt samkvæmt lög- um að sjá um réttindi kaupandans og gæta þeirra hagsmuna í hvívetna. Hann segir fólk mega síns lítils gagn- vart stórum verktökum og fæstir hafa burði til að höfða dómsmál vegna slíkra mála. Þau séu bæði dýr og erf- ið, að auki er aldrei að vita hvern- ig málið fer. Þá er alltaf hætta á því að kaupandinn standi enn skuldugri að lokum með lögfræðikostnaðinn í fanginu. þriðjudagur 24. júlí 2007 n Dagbla ðið vísir stofnað 1910 FRéttaskOt 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.00 0 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir be sta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir be sta fréttaskot mánaðarins. Sækjast sér um líkir... GRÁTIÐ UNDAN VERKTÖKUM Dæmi eru um að fasteignasalar hafi r ukkað fólk aukalega um tvær milljón ir króna: Valdi West Ham vegna Eggerts Sænski lan dsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg gekk í gær til liðs við West Ham frá Arsenal. Svíinn knái sagði að Eggert Magnússon, st jórnarformaður West Ham, væri helsta ástæ ðan fyrir að hann hefði gengið til liðs við Íslendingaliðið. „Hann vill gera West Ham a ð einu besta liði landsins. Hann er reiðubú inn að borga fyrir frábæra leikmenn og no ta þá við hlið ungra leikmanna sem eru uppa ldir hjá liðinu.“ Sjá síðu 17. MYND: GETTY IMAGES Tekjur fyrirtækja dragast verulega sa man á sterkri krónu: Höldum ekki út endalaust Fær greitt þrátt fyrir hótanir Kaupás verður að greiða fyrrver- andi starfsmanni sínum 650 þúsund krónur í vangoldin laun á uppsagn- arfresti. Maðurinn var rekinn úr starfi fyrir að hafa í hótunum við samstarfsmann sinn. Manninum var gert að hætta strax og stjórnendur fyrirtækisins neituðu að greiða honum laun á uppsagnarfresti. Þetta sögðu þeir að væri í lagi þar sem hann hefði haft í hótunum við vinnufélagann, bæði á heimasíðu sinni og með því að hengja upp miða á vinnustað. Þetta sögðu stjórnendur að jafngilti víta- verðri vanrækslu í starfi. Maðurinn bar af sér sakir fyrir dómi, en dóm- ara þótti ljóst að hann hefði staðið fyrir hótununum. Hann þótti þó eiga rétt á launum á uppsagnarfresti. Eldsvoði í Reykjanesbæ Eldur kom upp í bílskúr við íbúðarhús í Sóltúni í Reykjanes- bæ um miðjan dag í gær. Tals- verður eldur var í skúrnum þeg- ar slökkvilið Suðurnesja kom á staðinn og lagði mikinn reyk frá honum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Suðurnesjum tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins tiltölulega fljótt þannig að nærliggjandi íbúðarhús voru ekki í hættu. Mikinn reyk lagði frá skúrnum en töluvert tjón varð á honum. Ekki er vitað hvað kveikti eldinn en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá hleðslutæki. Næsta stopp Verzló „Í þessari viku munum við setja upp 138 svona skýli,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi. Í gær var hulunni svipt af fyrstu biðstöð strætisvagna sem fær nafn og er áfangastöðum strætós ætlað að bera meira lýsandi nöfn en áður. „Sum þeirra bera gamaldags nöfn en önnur eru meira lýsandi. Í staðinn fyrir að stoppustöðin í Vonarstræti heiti Vonarstræti, þá heitir hún Ráð- hús. Þetta er gert til að gera fólki auðveldara fyrir en ella að þekkja staðarheiti,“ segir Þorbjörg Helga. Stoppustöðin sem vígð var í gær ber nafnið Verzló og er merking bið- stöðvanna hluti af Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Bjarni Már Gylfason Segir að sterk króna valdi vandamálum fyrir útflutn- ings- og samkeppnisgreinarnar. Tvær bílveltur Tvær bílveltur áttu sér stað í um- dæmi lögreglunnar í Borgarnesi í gærmorgun. Valt önnur bifreiðin í lausamöl í Skorradal rétt fyrir klukk- an átta, en hin valt á Vesturlandsvegi norðan við Borgarnes um klukkan níu. Í Skorradal voru þrír farþegar í bílnum og missti ökumaður stjórn á honum. Í seinna óhappinu missti ökumaður einnig stjórn á bílnum í lausamöl er hann fór of langt út í vegaröxlina. Byrjaði bíllinn að renna í lausamölinni en um leið og hann fór aftur á malbikið snerist hann og valt hálfa veltu. Meiðsl þeirra sem lentu í óhöppunum eru minniháttar. ValuR GREttissOn blaðamaður skrifar: valur@dv.is Oddfríður Helgadóttir og sonur Oddfríður er ekki sú eina sem hefur farið illa út úr viðskiptum við verktaka en eitt til tvö tilfel li berast til Félags fasteignasala í hverjum mánuði. DV-MYND ARNAR Björgunarsveit í sjúkraflutninga Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til aðstoðar manni sem slasaðist í Vatnsvík við Þingvalla- vatn í gær. Maðurinn slasaðist á ökkla þar sem hann var á ferð með tveimur dætrum sínum. Sjúkrabíll komst ekki nær honum en svo að tveggja kílómetra leið yfir hraun aðskildi sjúkling og sjúkrabíl. Því voru björgunarsveitarmenn fengnir til að bera hann þar á milli. Vinnuslys í Kópavogi Maður datt niður af þaki á ný- byggingarsvæði í Kópavogi síðdeg- is í gær. Það var um hálfsexleytið síðdegis sem maðurinn rann til í bleytunni og datt niður af þak- inu. Hann slapp þó furðu vel en hann slasaðist á fæti. Sjúkra- bíll var sendur á vettvang til þess að sækja hann og var hann færður til aðhlynningar á Landspítalann í Fossvogi. Ekki var vitað hversu illa slasaður hann var á fæti í gær en auðveldlega hefði getað farið verr miðað við aðstæður. „Ef við vinnum málið fyrir dóm- stólum er viðbúið að Glitnir banki þurfi að hætta að nota nafnið,“ segir Ragnar Baldursson héraðsdómslög- maður. Hann lagði fram kvörtun til Neytendastofu fyrir hönd rafvélaverk- stæðisins Glitnis í Borgarnesi vegna notkunar bankans á nafninu. Neytendastofa taldi ekki ástæðu til þess að aðhafast frekar í málinu. Ekki væri hætta á ruglingi vegna þess hve starfsemi fyirtækjanna er ólík. „Það er ekki búið að ákveða næstu skref- in í málinu,“ segir Ragnar. Líkur eru á því að málið rati fyrir dómstóla. Ragn- ar segir að afstaða til þess verði tekin í næstu viku. Rafvélaverkstæðið Glitnir í Borg- arnesi hefur verið rekið frá árinu 1984. Í desember árið 1993 var stofn- að einkahlutafélag um reksturinn sem áfram hlaut nafnið Glitnir. Kvörtunin til Neytendastofu byggist á skráningu nafnsins í firmaskrá og fyrirtækjaskrá, samfellt í 23 ár. Auk rafverktakaþjón- ustu og reksturs verslunar og verk- stæðis er hlutverk Glitnis í Borgarnesi lánastarfsemi og rekstur fasteigna. Í erindi Glitnis ehf. til Neytenda- stofu segir einnig að eftir að Íslands- banki breytti nafni sínu í Glitnir banki hafi Glitnir í Borgarnesi orðið fyrir umtalsverðum óþægindum í starf- semi. Mikill fjöldi símtala berist raf- vélaverkstæðinu sem ætluð séu Glitni banka, auk þess sem verkstæðinu ber- ist reikningar og önnur gögn sem með réttu ættu að berast til bankans. Mikill tími fari í það hjá starfsfólki Glitnis ehf. að greiða úr þessum flækjum. Eigendur Glitnis ehf. telja að bank- inn markaðssetji starfsemi sína í heim- ildarleysi með firmaheiti Glitnis hf, í stað þess að nota skráð firmaheiti. Þessi háttsemi sé brot á lögum um eft- irlit með óréttmætum viðskiptahátt- um og gagnsæi markaðarins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem firma- heiti frá Borgarnesi er not ð í ba ka- rekstri. Kaupfélag Borgnesinga notaði um árabil skammstöfunina KB, sem síðar var notuð af banka. sigtryggur@dv.is „Hvort sem það er Eimskip eða önn- ur fyrirtæki á forsetabústaðurinn að vera hafinn yfir einstaka hópa og fyr- irtæki,“ segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri grænna, sem gagnrýnir að forseti Íslands skuli leyfa einkafyrirtækjum að handsala samninga í bústað sínum. Fyrr í vikunni skrifaði Eimskip undir samning um rekstur á kæli- og frystigeymslum í Kína. Hún er í Qingdao-höfn en hún er stærsta höfnin í Kína á sviði hitastýrðra flutninga. Samningurinn er einn sá stærsti sem hefur verið handsalaður hér á landi. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir ekki óeðlilegt að skrifa und- ir samninginn á Bessastöðum þar sem undirritun fór einnig fram í Kína ásamt forseta lýðveldisins. Gekk of langt „Þarna finnst mér að það ætti að draga línuna og finnst mér forsetinn hafa gengið of langt í þessum efn- um,“ segir Ögmundur sem þykir nóg um. Hann segir það sjálfsagt mál að Bessastaðir séu notaðir til móttöku og fagnaða. Hann segir ekkert at- hugavert við það að forseti Íslands taki vel á móti gestum. Þó vill hann meina að forsetinn hafi gengið of langt í þessu máli. Bessastaðir ehf.? „Forsetaembættið er sem bet- ur fer ekki enn orðið ehf. þótt flest í kringum okkur sé á leið í einhvers konar markaðspakkningu,“ segir Ög- mundur og bætir við að það skipti máli að í þjóðfélaginu séu fyrir hendi girðingar gegn ásælni markaðshyggj- unnar. Hann segir það tilganginn sem forstaembættið eigi að þjóna. Hann segir embættið vera tákn um lýðræði, sameiginlega sögulega arf- leifð og samstöðu þjóðarinnar. Virðingarvottur endurgoldinn „Ég vil ekki deila við Ögmund Jónasson alþingismann, hvorki um þessi efni né önnur,“ sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari. „Ég vil hins vegar leyfa mér að rifja það upp, að í opinberri heimsókn forseta Ís- lands til Kína fyrir tveimur árum, voru með í för fulltrúar ríflega 100 íslenskra fyrirtækja og mörg þeirra gengu frá samningum við kínverska samstarfsaðila, fyrirtæki eða op- inbera aðila í ferðinni. Til dæmis skrifaði núverandi dótturfélag Eim- skips, Atlanta, þá undir samning við kínverska samstarfsaðila sína við hátíðlega athöfn í Höll alþýðunnar í Peking að viðstöddum forseta Ís- lands og Hu Jintao, forseta Kína. Það má því kannski segja að við séum að endurgjalda Kínverjum þá gestrisni nú. Í annan stað má nefna að und- irskrift samningsins milli Eimskips og fulltrúa stjórnvalda í Qingdao var í kjölfar fundar forseta Íslands með hinni opinberu sendinefnd frá borginni en í forystu fyrir henni var aðalritari kí verska kommúnista- flokksins í Qingdao,“ segir Örnólfur. fimmtudagur 26. júlí 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Var ekki KB banki líka í stríði við Borgnesinga...? SEGIR FORSETANN GANGA OF LANGT Ögmundur Jónasson segir Ólaf ragnar Grímsson misnota forsetabústaðinn: Einar oddur kristjánsson kvaddur Hátt í þúsund manns voru viðstaddir minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson alþingismann sem fram fór í Hallgrímskirkju í gær. Vinir og fyrrverandi og núverandi samstarfsmenn Einars báru kistuna út úr kirkjunni, þeir Geir H. Haarde forsætisráðherra, Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari, Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM Vallár. Einar Oddur lést 14. júlí síðastliðinn og verður hann jarðsunginn í Flateyrarkirkju laugardaginn 28. júlí klukkan 14:00. DV mynd Stefán Rafvélaverkstæðið Glitnir í Borgarnesi kvartar undan Glitni: Vilja að Glitnir skipti um nafn Kvikmynd tefur umferð Fram eftir kvöldi má búast við töfum á umferð vegna kvikmynda- töku á Bláfjallavegi og í Hvalfirði við Botnsá. Vegna malbikunar hringtorgs á mótum Vesturlandsvegar og Þing- vallavegar hefur umferð nú verið hliðrað til vesturs og er nú ekið um vestari hluta hringtorgsins. Jafn- framt hafa gatnamót við Þingvalla- veg verið færð um 100 metra til suð- urs. Af þessum sökum þarf að aka í sveigum um svæðið og eru vegfar- endur beðnir að sýna fyllstu aðgát. Ufs rstífla rís Landsvirkjun reiknar með að veita Jökulsá á Fljótsdal framhjá farvegi sínum, þar sem Ufsarstífla mun rísa, í dag. Rennsli árin ar hefur verið mikið í sumar sökum örra bráðnunar jökla í hlýind- um. Það hefur nú rénað og hyggj- ast menn sæta lagi. Ufsarstífla verður 600 metra löng og upp undir 37 metra á. Það er verktakafyrirtækið Arn- rfell sem sér um byggingu stífl- unnar. Fyrirtækið hefur átt í fjár- hagsörðugleikum, en mikið kapp er lagt á að klára verkið á tíma. Ólafur ragnar Grímsson Forseti Íslands fór til Kína fyrir tveimur árum ásamt sendinefnd og úr varð einn stærsti samningurinn í sögu Íslands. Valur GrEttisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Glitnir banki Fyrirtækið Glitnir í Borgarnesi vill að Glitnir banki hætti notkun á nafninu. Bílvelta á Kárahnjúkum Starfsmaður Kárahnjúkavirkjun- ar missti stjórn á bíl sínum skammt frá afleggjaranum að aðgöngum 2 á Fljótsdalsheiði síðdegis í fyrradag en slapp án alvarlegra meiðsla. Bíll- inn fór fjórar veltur er hann fór út af veginum og kastaðist maðurinn út úr honum. Enginn var með mann- inum í bílnum en hann var ekki í bílbelti. Maðurinn hlaut minnihátt- ar beinbrot og var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og liggur þar enn. Hann verður útskrifaður á næstu dögum. Orsök slyssins má rekja til hraðaksturs og er bíllinn gjörónýtur. Þetta kemur fram á aust- urlandid.is Kviknaði í bíl Engan sakaði þegar kviknaði í bif- reið í gær á Hafnarfjarðarveginum í námunda við Fífuna í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk vel að slökkva eld- inn og lauk slökkvistarfi um tíu mín- útum eftir að útkall barst. Eldsupp- tök liggja ekki fyrir að svo ko n en bíllinn er mikið skemmdur Í DV var sagt frá því að Kaup­þing hafi skilað 46,8 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2007. Til að setja þá tölu í samhengi benti DV á að í því fælist að bankinn hafi hagnast um mánaðarl un verkamanns, sem þá voru 180 þúsund krónur, á hverri mín­ útu fyrstu sex mánuði ársins. Eins var tekið sem dæmi að hagnaðurinn væri tíu milljörð­ um meiri en áætlaður kostn­ aður við að byggja hátækni­ sjúkrahús. Sumum þóttu þessar hagnað rtölur skuggalega háar og kölluðu eftir því að bankinn lækkaði vexti enda væri aug­ ljóslega ráðrúm til þess. Í hug­ um flest a töldust þetta hins vegar góðar og jákvæðar fréttir, gott gengi bankanna skilaði sér til fólksins í landinu, til dæmis í formi hærri skattgreiðslna. Eftir á að hyggja var þetta enn einn vitnisburður þess að bankarnir voru orðnir of stórir fyrir þetta litla land, svo stórir að íslenska efnahagskerfið réði ekki við að styðja við bakið á þeim þegar veisluföngin kláruðust rúmu ári síðar. Til samanburðar við hagnað bankanna í dag má benda á að fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 var samanlagður hagnaður Arion, Landsbank­ ans og Íslandsbanka um 14,5 milljarðar króna. Kaupþing í góðum málum Ný stjórn Hitaveitunnar Ný stjórn Hitaveitu Suður- nesja var kjörin á hluthafafundi sem boðað var til í kjölfar mikilla hreyfinga með hlutafé Hitaveitunn- ar. Fulltrúar Reykjanes- bæjar í nýrri stjórn eru Árni Sigfús- son bæjar- stjóri, Björk Guðjónsdóttir og Guðbrandur Einarsson. Fyrir hönd Geysis Green Energy sitja Ásgeir Mar- geirsson forstjóri og Jón Sigurðs- son. Gunnar Svavarsson er full- trúi Hafnarfjarðarbæjar og Harpa Gunnarsdóttir situr fyrir Orku- veitu Reykjavíkur. Árni er formaður stjórnarinn- ar, Ásgeir varaformaður hennar og Björk er ritari. Kaupþing skilaði 46,8 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Það er um tíu millj- örðum meira en áætlaður kostnað- ur við byggingu hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Afkomutölur Kaup- þings voru birtar í gær. Hermann Þórisson hjá greiningardeild Lands- bankans segir að búist hafi verið við því að Kaupþing myndi skila góð- um hagnaði og telur hann afkom- una jákvæða fyrir íslenskan mark- að. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreina- sambands Íslands, líkir vaxtastefnu bankanna við okurstarfsemi. Ákall verkafólks til viðskiptaráðherra Ef hagnaður Kaup- þings á þessum fyrstu sex mánuðum ársins er skoð- ður nánar sést að bank- inn hagnaðist um 180 þúsund krónur á mínútu, eða sem svarar mánað- arlaunum verkamanns. Kristján Gunnarsson spyr hvort ekki megi end- urskoða vaxtastefnu bankans í ljósi þess- arar góðu afkomu. „Ég held að ákall verka- fólks til nýskipaðs við- skiptaráðherra sé að taka þessi mál til end- urskoðunar. Það er kom- inn tími til að vaxtaokr- inu fari að linna.“ Hann segist hafa heimildir fyrir því að bankarn- ir græði mest á hluta- bréfaviðskiptum og því óþarfi að rukka hinn almenna borgara um himinháa vexti. „Fólk gengur vart svo fram- hjá banka án þess að því sé boðinn yf- irdráttur.“ Hagnaður hluthafa Kaup- þings nær tvöfaldaðist á milli ára og nam nú um 25,5 milljörðum króna. Hermann segir þetta gríðarlega aukningu. „Ég held að það hljóti að teljast jákvætt fyrir Ísland að bönk- unum gangi svona vel. Það hlýtur að skila sér í ríkara landi.“ Afkoma Kaupþings var hærri en spár höfðu gert ráð fyrir. „Þetta var um millj- arði hærra en við bjuggumst við. Sá milljarður er að miklu leyti til kom- inn vegna meiri gengishagnaðar og vaxtatekna. Bankanum hefur geng- ið vel að fjármagna á kjörum sem skila sér í hærri vaxtatekjum. Þessar miklu vaxta- tekjur koma einna helst á óvart í þessu uppgjöri.“ Heildareignir bankans námu í júní- lok um 4.570,4 millj- örðum króna og jukust þær um 23,3 prósent á föstu gengi frá áramót- um. Hermann bendir á að eign- ir Glitnis og Lands- bankans voru á síð- asta ársfjórðungi um 2.200 millj- arðar króna en þeir birta báðir nýjar afkomutöl- ur í kring- um mán- aðamótin. „Það kæmi ekki á óvart þótt það yrði mikil aukning hjá þeim líka.“ Til samanburðar voru eignir lífeyrissjóðanna um 1.500 milljarðar króna í lok apríl. Þóknunartekjur dygðu til að tvöfalda Suður- landsveg Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér í gær segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri að mikil aukn- ing á tekjum af vöxtum og þóknun- um einkenni uppgjörið. Hreinar vaxtatekjur Kaupþings jukust um 38 prósent á milli ára og námu nú um 19,2 milljörðum króna. Venjuleg lán námu á tímabilinu um 400 milljörðum og jukust um 20 prósent frá fyrra ári. Vext- ir af þeim eru inni í þessari tölu. Vaxtatekjurnar í heild samsvara fjórföldum bygg- ingarkostnaði höfuðstöðva Orkuveitunnar. Þóknunartekjur á öðr- um ársfjórðungi jukust um 65 prósent á milli ára og voru nú 15,2 milljarðar króna. Þetta eru þær tekjur sem bankinn fær fyrir hvers kyns þjónustu sem veitt er viðskiptavinum, hvort sem það eru ein- staklingar eða fyrir- tæki. Fyr- ir þessa upphæð mætti tvö- falda Suð- urlands- veginn ef miðað er við útreikninga Vegagerðar- innar. fimmtudagur 26. júlí 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Kjarnafæði hefur ákveðið að inn- kalla sendingu af Gamaldags sveita- kæfu í 250 gramma pakkningum. „Það sem gerðist þarna var að við fengum ábendingu um að einstakl- ingur hefði fengið í magann af því að snæða þessa kæfu og við brugðum á það ráð að kalla strax alla framleiðsl- una inn,“ segir Eðvald Valgarðsson hjá Kjarnafæði. Sýni hafa þegar verið send til r nnsóknar og enn sem komið er bendir ekkert til þess að galli hafi verið á framleiðslunni. „Við verðum engu að síður að hafa vaðið fyrir neð- an okkur. Þess vegna biðjum við fólk að hafa samband við okkur ef þ ð telur sig hafa þessa kæfu í ísskápn- um,“ segir Eðvald. Pökkunardagsetn- ing á umræddri sveitakæfu er 6. júlí 2007, og síðasti neysludagur er 26. júlí. Kjarnafæði hefur þegar fengið til baka alla þá Gamaldags sveitakæfu sem var í verslunum. Gamaldags sveitakæfa er kælivara og ekki verður loku fyrir það skotið að kæfan hafi skemmst í meðförum hjá þeim sem varð fyrir magaóþæg- indunum. Talið er að magakveisan hafi stafað af jarðvegsbakteríu sem þrifist getur í ýmsum matvælum og hráefnum. „Ef einhver á ennþá svona kæfu biðjum við fólk að koma henni til okkar og við munum endurgreiða fólki og bæta því óþægindin. Það er stórmál fyrir okkur ef eitthvað svona lagað kemur upp og algjört lykilatriði að við náum að bregðast skjótt og örugglega við,“ segir Eðvald. Hann segir að öllum ætti að vera óhætt að neyta þeirrar kæfu sem nú er að finna í verslunum. sigtryggur@dv.is Kj rnafæði i kallar Gamaldags sveitakæfu: Neytandi fékk í magann af kæfu Keypt í matinn Kjarnafæði hefur kallað inn gamaldags sveitakæfu. Ekkert bendir til þess að framleiðslan sé gölluð. Kaupþing hagnaðist um mánaðarlaun verkamanns á hverri mínútu fyrstu sex mánuði ársins, 180 þúsund krónur. Hagnaðurinn var 46,8 milljarðar, tíu milljörðum krónum meira en kostar að byggja hátæknisjúkrahús. Græddu máNaðar- lauN verkamaNNs á míNútu Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Þessar miklu vaxta- tekjur koma einna helst á óvart í þessu uppgjöri.“ Kaupþing Kaupþing skilaði gífurlegum hagnaði fyrri helming ársins. afkomutölur bankans voru kynntar í gær. fyrirfram var búist við góðum afkomutölum og er búist við að svipað verði uppi á teningnum þ gar glitnir og landsbankinn gera upp ársfjórðunginn. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri mikil aukning á tekjum af vöxtum og þóknunum einkenna uppgjörið. Kristján Gunnarsson Kristján segir fólk vart geta gengið framhjá banka án þess að vera boðin yfirdráttarlán Bremsulaus í kópavogi Sautján ára piltur slapp með skrekkinn þegar vinnubíll sem hann ók hafnaði á umferðarljós- um í Kópavogi í gær. Pilturinn hugðist nema staðar við g tna- mót en uppgötvaði þá sér til skelf- ingar að bremsurnar virkuðu ekki. Hann náði að sveigja upp á gras- eyju en þar hafnaði bíllinn, sem var með kerru í eftirdragi, á um- ferðarljósum eins og fyrr sagði. Nokkur umferð var um gatnamót- in þegar óhappið átti sér stað og því mildi að ekki fór verr. Greiða tvær milljónir Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Vestmannaeyja- bæ til að greiða fyrrverandi eiganda matvælaverksmiðj- unnar Öndvegisrétta tvær milljónir króna. Upphæðin sem bænum var gert að greiða kom til vegna þess að fyrirhug- að var að setja upp matvæla- verksmiðju í Vestmannaeyjum árið 2001. Ekkert varð úr því að fyrirtækið hæfi starfsemi í Eyj- um. Þróunarfélag Vestmanna- eyja hafði gert samning árið 2001 við eiganda Öndvegis- rétta um kaup á fyrirtækinu og flutning þess. Krafðist eigandi matvælaverksmiðjunnar þess einnig að fá skaðabætur vegna vangoldinna l una en bærinn var sýknaður af þeirri kröfu. Kerra kyrrsett Sem fyrr fylgist lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með því að búnaður vegna eftirvagna sé í lagi. Þetta á ekki síst við um tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi. Einn- ig um kerrur af ýmsu tagi, þar á meðal hestakerrur, en ökumaður með eina slíka í eftirdragi var stöðvaður í gær. Kerran var bæði óskoðuð og án hemlabúnaðar. Þá var þyngd hennar umfram drátt- argetu bílsins sem maðurinn var á. Kerran var kyrrsett. Eft- irlit lögreglu með eftirvögn- um heldur áfram og mega ökume n búast við afskiptum hennar af þeirri ástæðu. Græða á daginn, grilla á kvöldin Frá því var sagt 26. júlí að starfsmenn rafvélaverkstæð­ isins Glitnis ehf. í Borgarnesi væru orðnir langþreyttir á að tak á móti símtölu og pósti til Glitnis banka. Svo þreyttir að fé­ lagið kvartaði til Neytendastofu yfir notkun bankans á nafninu Glitni. Sjónarmið verkstæðis­ mannanna hlutu þó ekki hljóm­ grunn og stefndi í að þeir þyrftu að færa málið fyrir dómstól til að fá sínu framgengt. „Ef við vinnum málið fyrir dómstólum er viðbúið að Glitnir banki þurfi að hætta að nota nafnið“ sagði lögmaður verkstæðisins í sam­ tali við DV. Þó að margt slæmt megi segja m bankahrunið sem reið yfir rúmu ári síðar þá leysti það þó þetta vandamál. Bankaverkstæði Ljungberg valdi We t H m veg Egg rts Þann 23. júlí ar sænski knattspyrnumaðurinn Freddie Ljungberg kynntur sem ýr leikmaður West Ham. Það eitt o sér telst varla stór­ frétt en merkilegri fyrir okkur Íslend nga var sú yfirlýsing Lj ungbergs að hann hefði v l­ ið Wes Ham vegna stjórnar­ formanns félag ins, sem var enginn annar en Eggert Magnússon. Ljungberg virð­ ist hafa hrifist af eldmóði og framtíðarsýn Eggerts en hann stefndi á að ko a West Ham í hóp bestu liða Englands. Eld­ móður Eggerts dugði hins vegar skammt því liðið endaði um miðja deild. Síðan þá hef­ ur farið lítið fyrir þeim félög­ um. Eggert hætti sem stjórnar­ formaður árið 2007 og gekk skömmu síðar ú úr eigenda­ hópnum. Ljungberg lék að­ eins eitt tíma il með West Ham og í framhaldinu jaraði knattspyrnuferill hans út. Hannes Hólmsteinn Gissurar­son, stjórnmálafræð prófess­ or, var í fréttum, meðal annars vegna málaferla Jóns Ólafsson­ ar á hendur honum. DV setti sig í samband við Hannes og spurði hann nokkurra spurninga. Að vanda voru svör Hannesar áhugaverð, einkum þegar hann var spurður hvað honum þætti um stöðuna í íslenskum stjórn­ málum. Hann sagði þau hafa gerbreyst: „Í dag h gsa allir um að gr ða á daginn og grill á kvöldin og eru hættir pólitísku þrasi.“ Hannes hrós i Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráð­ herra, hann hefði skapað skil­ yrði fyrir aðra til að græða á daginn og grilla á kvöldin. „Það er mun þarfari iðja heldur en að eyða öllum tímanum í þræt­ ur og í að skipta síminnkandi köku. Það er miklu betra að gefa fólki tækifæri til að baka fleiri kökur“, sagði Hannes. Svo mörg voru þau orð. fimmtudagur 26. júlí 200730 Síðast en ekki síst DV Sandk rn n Gleðipinnanum Páli Óskari Hj l týssyni tókst um helg- ina það sem mörgum þekktum tónlistarmönnum, innlendum sem erlendum, hefur mistekist að gera. Á augardag- inn var hélt Palli svokall- að Burn- partí þar sem seldist upp. Það var gjörsam- lega troðið á staðnum og þ ar blað - m ður DV kom ð stóð einn dyravörður staðarins fyrir utan o öskraði á æstan lýðinn að uppselt væri og að fleirum yrði ekki hleypt inn. Þá hafði safnast saman múgur og margmenni fyrir utan Nasa sem ólmur vildi hlýða á fyrrum Eurovision-goð- sögnina. n Í dag klukkan 14 verður hald- inn blaðamannafundur á Kjar- valsstöðum. Tilefnið er stórtón- leikar Rásar 2 á menningarnótt. Þar un hinn þjóðþekkti út- varpsmaður Ól fur Páll Gunn- arsson, eða Óli Palli, kynna hvaða tíu hljómsveitir koma til með að troða upp á tónleikun- um. Reyndar kemur fram í DV í dag a Mannakorn muni spila á tónleikunum en annað liggur ekki ljóst fyrir. Tónleikarn- ir fara fram á Miklatúni, eða Klambratúni eins og það er líka kallað, og er það Landsbankinn sem heldur tónleikana ásamt Rás 2. Gilzenegger segir á nýrri vef- síðu sinni gillz.is að Blikar hafi lengi leitað að nýju nafni fyrir stuðningsmannaklúbbinn. Nýtt nafn er komið í leitir ar en það er: Græna pandan. Gillz segir enn fremur að Blikarnir séu með la göflugustu stuðnings- mennina á landinu. KR-ingar hafi staðið sig vel en þeir séu næst bestir. „Málið með stuðn- ingsmann liðið þeir a er að þeir eru ekki nema svona 7-8 gæjar sem eru allir háværari en spik- feiti Valsar- inn sem er alltaf kolgeð- veikur öskr- andi. Græna pandan samanstend- ur af 150 kol- geðveikum helmöss- uðum stuðningsmönnum sem taka allir LÁGMARK 110 í bekk.“ Hver er maðurinn? „Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og alræmdur ævi- sagnahöfundur.“ Hvernig líður þér að hafa málaferli Jóns Ólafssonar yfirvofandi? „Þau komu mér á óvart. Þetta er allt með ólíkindum, ég hélt að þessu væri lokið. Ég óska Jóni alls góðs í sínum viðskiptum. Hann hefur sýnt að hann hefur gott viðskiptavit.“ Er búið að sækja óeðlilega að þér undanfarin misseri? „Ég er ekki viss um það. Ég segi eins og Hallfreður vandræðaskáld; ungur var ég harður í tungu. Senni- lega hef ég átt allar árásirnar skilið. Ég met mikils hversu dugleg Helga Kress hefur verið að prófarkalesa bækur mínar, það hefur verið mér lærdómsríkt.“ Hvernig stendur á þessu öllu saman? „Ég er umdeildur maður en ég vona að ég hafi lagt mitt litla lóð á vogaskálarnar við að breyta Íslandi til hins betra. Það eru margir and- stæðingar þess. Það getur vel verið að menn vilji ráðast á litlu Alban- íu þegar menn þora ekki að ráðast á Kína og velji mig þess vegna sem skotmark.“ Er þetta einelti? „Sumir saka mig um einelti gagn- vart óvinum mínum þannig að það hlýtur að jafnast út. Ég verð nú að játa að ég hef gerst spakari og frið- samari með árunum þannig að ég fyrirgef öllum fúslega og ljúflega sem það hafa gert.“ Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að verjast? „Þá les ég og skrifa, drekk góð vín og skrafa við góða kunningja. Ég hef einnig gaman af því að ferðast.“ Hvað finnst þér um íslensk stjórnmál í dag? „Íslensk stjórnmál hafa gerbreyst. Þau eru að hverfa sem stjórnmál. Í dag hugsa allir um að græða á daginn og grilla á kvöldin og eru hættir pól- itísku þrasi. Íslendingar eru komnir upp úr skotgröfunum og inn í bank- ana að telja peninga. Þjóðfélagið er orðið mun ópólitískara en það var.“ Er ekki eftirsjá að Davíð? „Jú, úr stjórnmálunum en hann nýtur sín ágætlega sem seðlabanka- stjóri. Ha n var stórkostlegur stjórn- málamaður en mér finnst Geir H. Haarde standa sig mjög vel sem for- sætisráðherra.“ Er hann þá einn af þeim sem komið hafa upp úr skotgröfun-um og eru farnir að telja pen-inga? „Nei, en hann hefur skapað skil- yrði fyrir aðra til að græða á daginn og grilla á kvöldin. Það er mun þarf- ari iðja heldur en að eyða öllum tím- anum í þrætur og í að skipta síminnk- andi köku. Það er miklu betra að gefa fólki tækifæri til að baka fleiri kökur.“ Hvað með ungu kynslóðina í stjórnmálunum, á hún von? „Já mér líst mjög vel á ungu kyn- slóðina í flestum flokkum. Ég get nefnt Björn Inga Hrafnson, Gísl Martein Baldursson, Sigurð Kára Kristjánsson, Bjarna Benediktsson, Birgi Ármannsson, Björgvin Sig- urðsson, Kristrúnu Heimisdóttur og marga aðra. Þetta er ungt nútíma- fólk sem er sömu skoðunar og ég; að Ísland verði fordæmi og fyrirmynd annarra ríkja.“ Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? „Við lifum á miklu hlýindaskeiði í veðurfari og ég vo a að það hlýni líka í hjarta þeirra sem reyna að ásækja mig. Aðalatriðið er að enginn verður með orðum veginn. Menn eru ekki ofsóttir nema menn upplifi það sjálf- ir þannig og það geri ég ekki. Ég er mjög sáttur vi lífið og tilveruna.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx xx xx xx xx xx +12 4 xx xx xx xx +10 4 +9 7 +15 4 +9 4 xx xx xx xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx +11 4 xx +107 xx +12 4 +11 4 xx xx xx xx+10 1 +11 4 xx xx xx xx xx +9 4 +9 1 +12 4 +8 4 xx xx xx -xx -xx MAÐUR DAGSINS nÚ getur ÞÚ leSið dV á dV.iS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði Se ilega hef ég átt áráSirn r S ilið Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson sér um ráðstefnu sem ber yfirskriftina „Skattalækkanir til kjarabóta“ sem haldin verður í dag, en þrír Nóbelsverðlauna- hafar hafa meðal annarra komið að verkefninu. 1litið um öxl - Fátt er betra en að staldra við g líta um öxl. Fara í rólegheitum yfir það hvað fortíðin hefur leitt af sér. Ef þú horfir yfir farinn veg gefst þér tóm til að leggja ískalt mat á það sem hefur gerst í lífinu undanfarin misseri, sjálfum þér og öðrum til heilla og velfarnaðar. 2Stöð tékk - N uðynlegt er að staldra við endrum og eins til að taka stöðuna. Þá er mikilvægt að bakka og reyna að horfa á sjálfan sig úr fjarlægð. Þegar menn gefa sér tíma til að staldra við verður oft meira úr verki, jafn- vel þótt menn íhugi vel og lengi. Staldraðu, staldraðu, staldraðu við, eins og Stuðmenn. 3framhaldið - Ertu kominn í þrot? Eru fjármálin í óreiðu eða „lentirðu“ í framhjáhaldi? Ertu að feta slóð sem þú vilt ekki feta? Reyndu að sjá fyrir hvernig framtíðin verð- ur ef þú heldur áfram á sömu braut. Þegar maður straldr- ar við er kjörið að spyrja sig spurninga á borð við þær sem hér voru taldar upp. Viltu virkilega halda ósiðum þínum áfram? Staldraðu við og hugsaðu málið til enda. 4lærðu af öðrum - Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Þegar þér finnst tím- inn líða of hratt skaltu staldra við og reyna að læra af mistökum annarra. Maður á að nýta sér mis- tök annarra á þann hátt að maður passi sig á þeim sjálfur. Á þann hátt má komast hjá flestum algengum áföllum. 5margt í boði - Sem betur fer höfum við Íslendingar tæki- færi. Tækifæri til að lifa og dafna. Láttu ekki tæki- færið renna þér úr greipum með fljótfærnisleg- um ákvö ðunum. Staldraðu við og skoðaðu alla kosti af gaumgæfni. á tæður til að staldra við 26. júlí 2007 26. júlí 2007 26. júlí 2007 24. júlí 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.