Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 28. júlí 2017fréttir S iggi var húsráðandi þar sem seinni nauðgunin átti sér stað, í einbýlishúsi á höfuð- borgarsvæðinu, steinsnar frá ströndinni. Rétt að taka fram að Siggi er ekki hans rétta nafn. Hann segir í samtali við DV að at- vikið hafi markað djúp spor fyrir alla þá sem voru viðstaddir. Elvar nauðgaði stúlkunni í bílskúr með- an nokkur fjöldi manns var að skemmta sér í húsinu laugardags- nóttina. Siggi þekkti Elvar lítil- lega þegar hann kom með stúlk- una með sér í partíið. Þeir höfðu frekar nýlega kynnst. Siggi þekkti hvoruga stelpnanna þá en í dag er hann í samskiptum við þær báðar. „Það voru svona sjö til níu manns þarna og klukkan orðin frekar margt. Elvar gekk upp að mér, tók mig til hliðar inn á gang og sagði við mig að hann vildi fara með stelpuna í herbergið í bíl- skúrnum og spyr um lyklana. Ég var blindfullur svo þetta meik- aði alveg sens fyrir mér að hann fengi lyklana. Ég bauð honum hin herbergin en hann vildi það ekki. Hann sagði við mig: „Ef ég er ekki kominn aftur eftir X-langan tíma tékkið á mér,“ sem mér fannst skrítið,“ segir Siggi. Hann segir að eftir þetta hafi hann og aðrir haldið áfram að djamma, allir hafi verið mjög hressir og í góðu skapi. Sú stemn- ing átti þó eftir að umturnast. „Við vorum nokkur að spjalla saman og skemmta okkur. Síðan heyrði ég þvílíkt öskur og það kipptu- st allir við. Ég stóð upp og sagði: „Þetta var ekki í lagi.“ Þetta hljóm- aði ekki eins og það væri í djóki, þetta hljómaði bara skelfilega. Vinur minn sagði við mig að vera bara rólegur og tjilla og ekki pæla í þessu. Ég hlustaði á hann en síð- an heyrði ég þetta aftur og þá varð ég að tékka á þessu. Ég gekk að- eins um húsið en síðan heyrði ég þetta koma frá bílskúrnum. Ég bankaði og heyrði öskrað: „Hjálp“. Ég spurði hver andskotinn væri í gangi og þá sagði hann við mig: „Þetta er allt í lagi, þetta er bara kinkí kynlíf“. Það hljómaði sak- leysislega og sannfærandi en síð- an öskraði hún aftur,“ lýsir Siggi. Urðu edrú á nóinu Siggi brást hratt við þegar hann heyrði þetta síðasta öskur. „Ég fór bara í panikk, hljóp inn og náði í félaga minn. Það urðu bara allir edrú á nóinu. Við vissum ekkert hvað við áttum að gera en félagar mínir börðu á hurðina meðan ég leitaði að einhverju til að opna dyrnar. Ég stóð á ganginum þegar hún kom hlaupandi inn; blóð- ug, föl, marin og nakin. Hún öskr- aði bara og kom ekki orði upp úr sér. Það frusu eiginlega allir. All- ir stóðu sig samt rosalega vel og gerðu sitt besta til að hjálpa henni. Það lögðu allir sitt af mörkum. Ég hljóp inn til mín og náði í sloppinn minn handa henni,“ segir Siggi. Hann segist hafa reynt að gera það sem hann gat til að hlúa að henni. „Stelpurnar í partíinu fóru með henni inn á bað og reyndu að róa hana niður. Ég var beðinn um að sækja fötin hennar og þá sá ég að Elvar var þarna enn. Það var enginn sem gerði neitt en mér sýndist hann vera að leita að ein- hverju og klæða sig í buxur. Ég bara fraus þegar ég sá hann ganga fram hjá mér við útdyrahurðina, kannski sem betur fer, því ég hefði getað slátrað honum. Síðan voru bara allir horfnir úr húsinu nema ég og hún. Flestir voru að leita að honum svo hann gæti ekki flúið af vettvangi. Ég var að reyna að átta mig á því hvað í andskotanum ég ætti að gera,“ segir Siggi. Bar hana Hann segist hafa borið hana inn í herbergið sitt og reyndi svo að finna fullhlaðinn síma svo hann gæti hringt á sjúkrabíl. „Ég varð að gera eitthvað. Gera eitthvað svo henni liði betur. Ég áttaði mig ekki strax á því að hringja á sjúkrabíl, ég hugsaði ekki alveg rökrétt. Ég spurði hana hvort hún vildi eitt- hvað að drekka og hvort hún vildi leggjast niður. Ég bar hana inn í herbergið hjá mér og lagði hana þar niður, talaði við hana og reyndi að róa hana niður. Það gekk ágætlega og hún hætti að skjálfa. Hún sagði mér að Elvar hafði sagt við sig í herberginu: „Ég veit að ég er ógeðslegur og haltu bara áfram að gráta, það gerir mig bara graðari“. Hún sagði mér að hann hafði grýtt sér í vegginn og á gólf- ið, lamið sig ítrekað. Hann hafði bara verið ógeðslega andstyggi- legur. Ég spurði hana hvort hún vildi sígó og ég studdi við hana á leiðinni út í smók, því hún gat varla staðið upp. Svo studdi ég við hana aftur á leiðinni inn,“ seg- ir Siggi. Lögreglan kom á vettvang stuttu síðar og er Siggi ekki par- sáttur við hátterni hennar. „Þegar lögreglan kom spurði hún hvað væri í gangi og hvort við værum einhverjir dópistar. Spurði hvort þetta væri ekki eitthvert dópista- bæli. Það var ekkert dóp þarna nema það sem Elvar var með sér. Það fannst í herberginu þar sem þetta gerðist. Við fengum ekki áfallahjálp, var aldrei boðin áfallahjálp. Þeir voru þarna alveg heillengi,“ segir Siggi. Hafi frekar verið í flæðarmálinu að losa sig við sönnunargögn Elvar var handtekinn í flæðar- málinu rétt hjá húsinu. Sé dóm- ur málsins lesin má ætla að Elvar hafi verið fullur eftirsjár og ætlað að svipta sig lífi í sjónum. „Seg- ir í skýrslunni að ákærði hafi ver- ið í mjög annarlegu ástandi. Eft- ir honum er haft í skýrslunni að hann væri of vondur fyrir þenn- an heim. Þá hefði ákærði í sífellu talað um að hann þyrfti að tala við geðlækninn sinn vegna þess að hann væri hættulegur,“ segir í dómnum. Siggi hefur allt aðra sögu að segja af því. Hann segir allt benda til þess að Elvar hafi farið þangað til að losa sig við sönnunargögn. Nokkrir strákar í partíinu fóru þangað til að hafa upp á honum, enda voru þeir hræddir um að hann myndi flýja af vettvangi. Þeir sáu að hann var að vaða í sjón- um og telja að hann hafi verið að reyna að þvo fötin sín. Efast um mennsku hans Oft vill gleymast að kynferðis- brot hafa viðtæk áhrif á fleiri en brotaþola. Saga Sigga sýnir glögg- lega hvernig slík atvik geta smit- að út frá sér. „Það er orðið rosa- legt tabú að tala um þetta innan vinahópsins. Ýmsir félagar mínir eru þannig að þegar einhver segir orðið nauðgun þá segja þeir bara „nei“ og vilja ekki tala um það. Þeir tala bara um „atvikið“. Allir vinir hans snerust gegn honum á svipstundu og útiloka hann gersamlega úr lífi sínu, þannig að við minnumst ekki á hann hvorki með nafni né gjörð- um hans út af hreinu hatri á hon- um og því sem hann gerði bæði með því að svíkja okkur en fyrst og fremst vegna þess hversu ógeðs- legur hann var við þær. Við ef- umst í rauninni um að hann sé „mennskur“,“ segir Siggi. Báðu hana afsökunar Siggi var með í för þegar vin- ir Elvars hittu stúlkuna sem Elvar nauðgaði í fyrra skiptið í Kringlunni og sökuðu hana um að ljúga upp á Elvar. Þeir báðust all- ir afsökunar síðar líkt og stúlkan staðfestir í samtali við DV. „Elvar sannfærði okkur um að fara í Kringluna og tala við stelpuna. Ég keyrði hann í Kringluna og beið í bílnum með honum meðan hinir strákarn- ir hótuðu henni að ef hún drægi ekki til baka kæruna yrði bróð- ir hennar laminn. Ég treysti alveg Elvari þegar ég var með honum í Kringlunni eins og við allir, ég ef- aðist alltaf um að hann hafði gert henni þetta, þangað til hitt kom í ljós. Elvar var með mér úti í bíl og var alltaf að tönnlast á því að ef hún væri að segja satt væri hún ekki á lífi. Hann sagði: „Hefði ég stapp- að á hálsinum á þessari stelpu þá hefði ég fokking hálsbrotið hana, þú sérð hvað ég er stór“. Þetta sat í mér. Síðan kom annað í ljós,“ segir Siggi og bætir við að þetta sýni að hann hafi ekki haft neina eftirsjá. Líkt og fyrr segir báðust strák- arnir allir stúlkuna afsökunar á hegðun sinni. Siggi hefur síðan þá haldið sambandi við stúlkuna og reynt að aðstoða hana eins og hann getur. n „Það er mín persónulega skoðun að hann eigi eftir að nauðga aftur“ F oreldrar stúlku sem Elvar nauðgaði og beitti skelfi- legu ofbeldi í Grafarvogi eru afar ósátt við að aðeins sex mánuðum eftir þungan dóm sé Elvar kominn í opið úrræði á Vernd í Laugardal. Það þýðir að hann geti farið ferða sinna óá- reittur um borgina að vild, nema milli klukkan 18 og 19 á kvöldin. Afleiðingar af nauðguninni voru miklar og fjölskyldan hefur lagt allt undir síðan þá til að reyna ná bata. Foreldrar stúlkunnar gagn- rýna einnig að Elvar hafi ekki ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald strax eftir fyrri nauðgunina. Þar reyndi Elvar að hylma yfir. Þá hef- ur hann alltaf neitað að hafa beitt þessar tvær ungu stúlkur nokkru ofbeldi. Samfangar hans bera honum ekki vel söguna og telja hann líklegan til að brjóta af sér á ný. Hvaða áhrif hafði kynferð- isbrotið á dóttur ykkar og fjöl- skylduna. Hvernig leið ykkur og dóttur ykkar að sjá að hann væri kominn á Vernd hálfu ári eftir dóm? „Þetta hafði gríðarleg áhrif á okkur öll. Gríðarleg vonbrigði og reiði. Vanlíðan hjá dóttur okkar varð mjög mikil,“ segja foreldrarn- ir. „Hún missti sjálfstraustið og varð mjög óörugg og þunglynd. Vildi ekki umgangast vini og skólafélaga. Henni fannst eins og „allir vissu þetta“ og ekki hjálpaði þegar blöðin komu með ítarlegar umfjallanir og grófar lýsingar um atburðinn. Skólagangan varð nánast að engu þegar verst var.“ Í kjölfarið varð fjölskyldan hálfdofin, tíminn þokaðist áfram í móðu og nánast öll orka nýtt í að hjálpa stúlkunni. Það var hvorki mikill tími eftir handa systkinum eða þeim sjálfum sem von er. „Þessi vetur hefur verið mjög strangur og erfiður. Við höfum lagt í mikla vinnu með dóttur okkar eftir þennan atburð í fyrra ásamt fagfólki og starfsfólki í skól- anum hennar. Okkur leið eins og við værum komin aftur á byrjun- arreit. Stelpan varð mjög hrædd þó svo að hún sé ekki á landinu. Hún er á góðum stað hjá fjöl- skyldu okkar úti, en hún kvíðir fyrir að koma heim. Hún spurði hvort þetta væri virkilega satt, þetta gæti bara ekki verið!“ Þá segja foreldrarnir enn frem- ur: „Við erum hrædd um hvað hann gerir ef hann mætir dóttur okkar, vitum ekkert hvað hann er að hugsa. Verður okkur spark- að aftur á bak í bataferlinu? Eft- ir gríðarlega mikla vinnu í vet- ur, mun hún fara til spillis og við enda aftur á byrjunarreit? Við ætl- um ekki að keyra okkur ár aftur í tímann í líðan og heilsu, þegar við sjáum fram á veginn, bæði henn- ar vegna og okkar hinna í fjöl- skyldunni líka.“ Hafið þið rætt það við Fang- elsismálastofnun? Hver voru við- brögð hennar og hver er skoðun ykkar á þeim? „Já, við höfum rætt við þau. Þau segja að hann hafi „tikkað í öll rétt box“ til að fá að kom- ast á Vernd. Sem er magnað þar sem fyrir dómi hvorki játaði hann né sýndi iðrun. Svo hvað hefur breyst svona mikið á þessu hálfa ári?“ Hvaða ákvörðun mynduð þið vilja sjá hjá Fangelsismálastofn- un? „Að þau taki á alvarleika máls- ins og hversu gróf brotin voru, til ákvörðunar um hvort hann sé strax orðinn hæfur í samfélaginu. Þetta er of snemmt miðað við lengd dómsins, að okkar mati, sama hver aldur hans er.“ Finnst ykkur að Fangelsis- málastofnun hefði átt að láta ykk- ur vita að hann væri að losna? „Fangelsismálastofnun ætti að vera skyldug til að láta að minnsta kosti foreldra/for- ráðamenn vita að árásarmaður barnsins þeirra sé kominn aftur á göturnar, tala ekki um hversu miklu fyrr en áætlað var. Það ætti að vera lágmarkið!“ Hvernig myndi ykkur verða við að sjá hann til dæmis í Kringlunni eða á öðrum stöðum í borginni? „Við þorum ekki að hugsa út í það. Því bataferli okkar foreldr- anna er ekki enn komið alla leið. Það hræðir okkur samt meira sú tilhugsun ef dóttir okkar mætir honum.“ Hvernig gengur dóttur ykk- ar í dag? Var það bakslag í bata hennar að fá þessar fréttir? Óttast hún til dæmis að sjá hann úti á götu eða rekast á hann? „Seint í vor byrjuðum við loks- ins að sjá almennileg batamerki. Hún var farin að brosa aftur og sýna skólagöngu og vinnu áhuga. Sem betur fer er stelpan okkar stödd erlendis eins og er, svo hún er örugg þar. Við munum eiga mikla vinnu fram undan, það er alveg víst. En við ætlum ekki að detta í þessa djúpu holu sem við lentum í fyrir ári síðan. Já, hún óttast hann mjög mikið.“ n „Við erum hrædd um hvað hann gerir ef hann mætir dóttur okkar“„Hún spurði hvort þetta væri virki- lega satt, þetta gæti bara ekki verið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.