Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 45
Hús tveggja fjöl- skyldna - Lynda Cohen Loigman Frumraun Loigman er heillandi fjölskyldusaga, sem fjallar um bræður sem eiga helming hvor um sig í fjölskyldufyrirtækinu og helming í tvíbýlishúsi í Brooklyn, þar sem þeir búa með konum sínum og börn- um. Á yfirborðinu virðast aðstæður þeirra og efna- hagur svipaður, en undir kraumar óánægja, öfund og leyndarmál. Frábær og áhugaverð frumraun. Flóttinn - Sandra Bergljót Clausen Önnur bókin í seríunni Hjartablóð. Serí- an er örlagasaga Magdalenu sem uppi er á 17. öld, bækurnar eru sjálfstæðar, en í Flóttanum kemur hún til Íslands. Sögulegu samhengi og menningarlegri arfleifð eru gerð góð skil, enda lagðist höfundur í mikla heimildarvinnu við skrif þeirra. Bækur sem minna á bókaflokkinn sívinsæla um Ísfólkið og er þriðja bókin í vinnslu. Drekkingarhylur - Paula Hawkins Frumraun Hawkins, Konan í lestinni, seldist í bílförm- um um allan heim, hlaut góðar viðtökur gagn- rýnenda og mynd byggð á bókinni með Emily Blunt í aðalhlutverki kom á hvíta tjaldið 2016. Það var því spennandi að sjá næstu bók Hawkins og hvort henni myndi takast að standast væntingar lesenda sem gagn- rýnenda. Aftur segir hún sögu konu sem tekst á við sorgaratburð og drauga fortíðar og ferst það vel úr hendi. Bókin er jafnvel betri en frumraunin. Smáglæpir - Björn Halldórs- son Frumraun ungs og óþekkts höfundar, sjö smásögur sem DV hefur áður skrifað um og gefið góðan dóm. Smásöguformið er nauðsynlegur hluti í bókmenntum, enda ekki síður áskorun að segja lesendum sögu í knöppu formi, en í heilli skáldsögu. Björn skilar hér sjö áhugaverðum sögum, sem gerast í nútímanum í úthverfum Reykjavíkur og vert að fylgjast með hverju hann skilar næst til lesenda. Saga af hjónabandi - Geir Gulliksen Áleitin, opinská og beinskeytt bók um hjónaband sem klikkar. Ást, kynlíf og svik. Frábær bók fyrir alla í hjónabandi, á leið í það eða lausir úr slíku. Litla bakaríið við Strandgötu - Jenny Colgan Hér er byggt á sömu grunnupp- skrift og í Chocolat eftir Joanne Harris, sem kvikmynduð var með Juliette Binoche og Johnny Depp í aðalhlutverkum. Nema hér er sögusviðið ekki súkkulaðiverslun í frönsku þorpi, heldur bakarí í ensku sjávarþorpi. Í saman- burðinum sigrar súkkulaðið, en ef honum er sleppt, þá er hér um að ræða ljúfa og krúttlega sumarlesningu, sem skilur kannski ekki mikið eftir sig, en er skemmti- leg á meðan á henni stendur. Eftirlýstur - Lee Child Töffarann Jack Reacher þarf ekkert að kynna fyrir aðdáendum. Hann er eins konar Chuck Norris, Schwarsenegger, má ekkert aumt sjá og ekkert brýtur á-blanda, hnoðað saman í sérstakan einfara. Bókin er sú tíunda sem kemur út á íslensku, en 22. bókin kemur út á frummálinu í nóvember. Spennutryllir eins og þeir gerast bestir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.