Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 28. júlí 2017 ég hafði eiginlega aldrei komið þangað áður – ekki til langdvalar. Svo átti ég líka annað erindi til Spánar. Það var ekki bara tungu- málið. Mig langaði alltaf til að læra flamenco. Þorði ekki, þegar ég var ung, of bundin átthögun- um. En nú var loksins tækifæri. Ég var að byrja nýtt líf. Við lögðum það á okkur að aka alla strandlengju Spánar, allt frá landamærum Frakklands suður til Cadiz. Vissum ekki alveg hverju við vorum að leita að en fyrst og fremst kyrrð og næði, stað til að einbeita sér á, stað þar sem við gætum blandað geði við heima- menn, kynnst þjóðarsálinni. Lært bæði spænsku og flamenco. Og þar kom, að við fundum slíkan stað, sem heitir því skrítna nafni Salobrena – hinn salti klettur. Og það vill svo til, að efst á þess- um kletti er kastali sem er kennd- ur við Hannibal Púnverjakappa. Og af því að Jón Baldvin er son- ur Hannibals og því óskilgetinn afkomandi Púnverjakappans, trúði hann því, að hann væri bara kominn heim – og beit á agnið. Salobrena er í Andalusíu – Litlu Afríku, eins og sumir segja, því að þarna ríktu Márar í sjö hundruð ár og lögðu grunninn að því lífi, sem enn þrífst í þessu vogskorna landi, sem minnir um margt á Vestfirði, ógnvekjandi í hrikalegri fegurð sinni. Salobrena er Máraþorp, sem þýðir, að öll húsin eru hvít og göturnar þröngar. Bílar geta ekki mæst, en börn og hundar og kettir – jafnvel geitur – þvælast fyrir manni á heimleið upp klett- inn. Í lok árs og í byrjun janúar er kalt og rakt, enginn hiti á ofn- um, aðeins glóð frá kolamolum í vaskafati til að ylja sér við. Þá er gott að snúa heim og njóta hita- veitunnar okkar. Hitaveitan – það er okkar íslenska guðsgjöf.“ Gaman af því að gleðja aðra Bryndís talar spænskuna, en viðurkennir, að Jón Baldvin gerir það ekki: „Honum finnst líklega, að það taki því ekki að læra málið, hann er alltaf á heimleið, þannig að ég hef jafnan orð fyrir okkur, og það er alveg nýtt fyrir mér – og honum líka!“ Hver er munurinn á því að vera í þorpi á Spáni og í Mosfellsbænum? „Munurinn er sá, að hér bý ég í afskekktum dal, Reykjadal, svo að ég á ekki marga nágranna – en góða granna. Í Máraþorpinu búa allir mjög þétt, og allir vita allt um alla. Oní hvers manns koppi. Þeir vita, þegar við förum og þeir fylgj- ast með, þegar við komum aftur. Okkur er fagnað með kossum og faðmlögum. Jafnvel á þorp- skránni lyfta menn glasi og segja „bien venidos“ og ég fæ koss. Það er mjög notalegt, eins og þú getur ímyndað þér! Mér hlýnar um hjartarætur, því að mér þykir vænt um fólk og vil hafa góð sam- skipti við alla. Ég vildi óska þess, að landar mínir væru ögn opnari og hreinskiptari.“ Ertu mjög félagslynd? „Nei, líklega er ég ekki mjög fé- lagslynd. Þegar ég lít til baka, þá sé ég að ég hef aldrei tilheyrt nein- um hópi og ekki unað mér í hópi – fyrir utan í Alþýðuflokknum, auð- vitað! Ég er þakklát, þegar fólk leitar til mín, en ég hef aldrei leit- að til annarra. Veit ekki af hverju. Kannski sjálfri mér næg. En ég viðurkenni, að ég hef mjög gaman af því að gleðja aðra. Eitt sumar endur fyrir löngu var ég flugfreyja, og ég man hvað ég hafði gaman af því að þjóna fólki, gera því til geðs. Það kom mér á óvart. Og þannig er ég enn. Mín besta skemmtun er að bjóða góð- um vinum heim, eða fólki, sem ég dáist að úr fjarska, leggja fallega á borð og bera fram margréttaða máltíð, sem ég hef sjálf – eða þá maðurinn minn, sem verður æ betri í eldhúsinu – eytt deginum í að undirbúa. Svo að, já, kannski er ég félagslynd – í aðra röndina.“ Hvað með sjálfstraustið, hefurðu mikið sjálfstraust? „Ég hlýt að hafa einhvern snefil af sjálfstrausti, því að annars hefði ég aldrei getað orðið dansari né leikari né kennari, né blaðamað- ur, né sjónvarpskona – né skrif- að stafkrók. Samt skal ég viður- kenna, að þegar maðurinn minn var orðinn áberandi í pólitíkinni og stöðugur fólksstraumur allt í kringum hann, var ég ekki nógu stór í sniðum til að afbera það og gleðjast með honum. Ég var held- ur ekki orðin nógu pólitísk til þess að geta tekið þátt í stöðugum um- ræðum. Þá skorti mig sjálfstraust.“ Neistinn og sæluhrollurinn Þið hjónin eruð stóran hluta ársins hér á landi. Hvað finnst þér best á Íslandi? „Best finnst mér að koma í hús- ið okkar í Reykjadal. Við vorum svo gæfusöm að fá að endur- byggja gamla sumarbústaðinn hans pabba og mömmu. Það er algjört ævintýri að búa í húsi sem tekur utan um mann eins og gam- all vinur. Maður á ekkert erindi út, það er allt inni í þessu húsi. Ver- öldin afmarkast af trjágróðri, sem umkringir húsið nú sem aldrei fyrr – er í rauninni að vaxa yfir húsið. Það minnir mig á að hér var ekki stingandi strá, aðeins ör- foka melur, þegar ég var stelpa að koma hingað í fyrsta sinn.“ Heimili Bryndísar og Jóns Baldvins í Mosfellsbæ er einstak- lega hlýlegt og fallegt. Þau fluttu þangað þegar þau sneru heim frá útlöndum árið 2005, en húsið á Vesturgötunni seldu þau átta árum áður, eða þegar þau hurfu úr landi. Þau höfðu þá átt það hús í 35 ár. Bryndís er spurð hvort hún sakni Vesturgötunnar og hún segir: „Ég gerði það á tímabili, en Jón Baldvin sagði: „Maður skyldi aldrei snúa aftur á sama stað.“ Það var líklega alveg rétt hjá honum, Vesturgötuævintýrinu var lokið. Svo er miðbærinn svo breyttur að ég þekki mig ekki þar lengur. Í gamla daga gat ég gengið á inni- skónum niður í bæ, sinnt mínum erindum og þekkti nánast hvern mann. En það er liðin tíð. Ferða- mennirnir hafa tekið borgina al- gjörlega yfir. Þetta er ekki mín gamla Reykjavík, svo ég hef einsk- is að sakna.“ Bryndís og Jón Baldvin hafa verið gift í næstum því sextíu ár. Hún er spurð hvort sambandið hafi tekið breytingum á þess- um tíma. Bryndís svarar: „Það var einu sinni lífsreynd og gáf- uð kona sem spurði mig í partíi um miðja nótt, þegar ég hafði ný- lega kynnst mannsefninu mínu: „Heldurðu að þú sért ástfangin, Bryndís?“ „Já,“ sagði ég, „það fer um mig sæluhrollur í hvert sinn, sem hann snertir mig.“ Þá sagði hún: „Þá er það ekta.“ „Ég held ég geti alveg svarað þessu á sama hátt í dag, það er þessi svokallaði sæluhrollur sem er í rauninni grunnurinn að góðri sambúð. Ef hann dofnar, þá er sambandið einskis virði, búið. Fyrir guðs náð erum við Jón Baldvin gædd þeim hæfileika að geta viðhaldið neistanum. Við tölum saman endalaust, og finnst gaman. Ástin er eins og blóm sem þarf stöðugt að hlúa að. Á svona löngum tíma grær fólk saman.“ Allt í einu frjáls kona Hvernig er lífið þegar komið er á eftirlaunaaldur? „Spánverjar fara á eftir- laun, heitir það að jubilera. Við jubileruðum líka, þegar okkur var sleppt lausum úr MR i den. Við fögnuðum frelsinu. Og við fögn- um enn frelsinu. Við erum loks- ins frjáls. Engar skyldur, engar kvaðir umfram þær, sem við vilj- um sjálf á okkur leggja. Getum gert það sem okkur þóknast, látið gamla drauma rætast, byrjað lífið upp á nýtt. Og það var það, sem við gerðum. Byrjuðum upp á nýtt, námum meira að segja nýtt land með það fyrir augum að læra meira, jafnvel nýtt tungumál. Þessi síðustu ár hafa verið enn eitt ævintýrið.“ Jón Baldvin lifði og hrærð- ist í pólitíkinni sem getur verið ansi grimm, eins og þú hefur líka kynnst. Tók það á þig? „Það var ekki fyrr en við fluttumst til Ameríku um árið, að ég fann til þess að vera allt í einu frjáls kona. Þá áttaði ég mig á því, hvað ég hafði búið við miklar hömlur hér heima árum saman – undir stöðugri smá- sjá gagnrýnenda, þar sem illgirnin leiddi öfundina. Sama hvað ég gerði. Ég mátti varla hreyfa mig, án þess að það væri komið í blöð eða eitthvert skítkast færi í gang. Í Am- eríku var mér hins vegar tekið Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt „Þá áttaði ég mig á því, hvað ég hafði búið við miklar hömlur hér heima árum saman – undir stöðugri smásjá gagnrýnenda, þar sem illgirnin leiddi öfundina. Sama hvað ég gerði. Bryndís Schram „Mér þykir vænt um fólk og vil hafa góð samskipti við alla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.