Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 35
Elsku þið, ég er gríðarlega spennt yfir þessu tækifæri og ætla að gera mitt besta við að svara spurningum ykkar í Birtu. Auk þess sem ég mun leyfa ykkur að fylgjast með hvað drifið hefur á daga mína með von um að þið hafið af því gagn og gaman. Draumar Sigrúnar Lilju hafa ræst einn af öðrum „Ég man þegar mig dreymdi um að hanna og framleiða mína eigin skólínu. Svo um að byggja húsið mitt. Síðan að búa til mitt fyrsta ilmvatn og svo tvö önnur. Að vera meðrithöfundur í metsölubók er- lendis og svo annarri. Um að hanna fylgihlutalínu sérstaklega fyrir ís- lenska verslunarkeðju og síðan aftur. Að fá að ferðast til paradísarinnar á Balí og fá að halda þar styrktarnám- skeið fyrir konur og svo aftur og aft- ur og aftur! Ég hef verið svo heppin að hafa fengið að upplifa næstum alla drauma sem ég hef haft hingað til og með því sannað að ÞAÐ ER ALLT HÆGT! Jafnvel þó að ferðalagið sé búið að vera grisjótt og ég hafi ekki fæðst með silfurskeið í munni, hef ég upplifað marga sigra og ósigra. Ég hef upplifað föll svo há að þau eru lygasögu líkust. En jafnvel þó að lífið ýti við þér og jafnvel hrindi þér eins og það hefur nú gert við okkur öll þá er það okkar að læra af mistökunum og standa aftur upp á báða fætur reynslunni ríkari og enn tilbúnari til að takast á við og gera næsta draum að veruleika.“ Sjálfsstyrking og sjálfsvinna er stöðug vinna Sjálfsstyrking og sjálfsvinna er endalaus og maður útskrifast aldrei. En hvað ef við gætum nú stjórnað ferðinni svolítið í stað þess að þeytast um með vindinum? Hvað ef við gæt- um skapað okkar eigin veröld? Um það snúast einmitt námskeiðin mín og ferðin mín fyrir konur í Karíba- hafinu í haust, að við stöldrum við og skoðum hvað það er sem okkur raunverulega langar í lífinu og förum svo að skapa veruleikann í kringum það. Þótt ótrúlegt megi virðast er það hægt, við getum skapað okkar eigin veruleika. Auðvitað koma upp aðstæður sem við ráðum ekki við og getum ekki stjórnað, en þá er oft verið að reyna okkur fyrir stærri komandi verkefni. Getum við haldið áfram og sleppt tökunum á því sem við stjórnum ekki? Það er ákveðin list og það er oft erfitt, en það er hægt. Ætlum við að láta aðstæður sem aðrir hafa skapað sem eru okkur í óhag stjórna því hvernig okkar framhaldssaga verður? Ætlum við að láta annað fólk stoppa okkur í því að lifa lífinu sem okkur dreymir um? Nei, takk! Við ráðum ferðinni og enginn annar! Erfiðleikar hafa þroskað Sigrúnu Lilju sem á sér framtíðardrauma Erfiðleikarnir sem ég hef stund- um staðið frammi fyrir hafa sýnt mér að ég get gert allt sem ég tek mér fyrir hendur. Það eru engin takmörk fyrir því hvað þú getur gert þegar þú ert með fallegan ásetning, sterka hugsjón og ert tilbúin til að vinna vinnuna. Þá er allt hægt! Ég á mér svo marga framtíðar- drauma sem ég get ekki beðið eftir að strika út af listanum mínum. Ég ætla að deila nokkrum með ykkur: - Halda enskumælandi styrkingar- námskeið fyrir konur út um heim allan. - Halda ókeypis styrkingar- námskeið fyrir konur í þriðja heiminum svonefnda. - Kaupa íbúð eða hús með sundlaug í fal- legu umhverfi í sólarlandi þar sem ég get unnið hluta úr vetri. - Halda stór „Empower Women“-námskeið á Íslandi með konum sem eru mér og öðrum miklar fyrirmyndir. - Skapa nýjar og fallegar vörur fyrir allar gyðjurnar í þessum heimi. Ert þú með spurningar til Sigrúnar Lilju? Sendu mér línu með vanga- veltum og spurningum á Snapchat: theworldofgydja eða á Facebook: Sigrun Lilja Gydja Gudjonsdottir og Sigrún Lilja mun gera sitt besta að svara þeim vel. „Sjáumst svo á næsta Empower Women-námskeiði hér á Íslandi eða styrkingar- námskeiði í Karíbahafinu og komum okkur að verki því draumarnir þínir bíða spenntir eftir að þú setjir „tékk” við þá,“ segir Sigrún Lilja. Fyrir ykkur sem viljið kynna ykkur ferðina í Karí- bahafið í haust, eru allar upp- lýsingar á facebooksíðunni empowerwomensretreat. Með Ísey og skriðu. Siberian husky-hundarnir sem sigrún og reynir eiga. Auglýsing fyrir HeklA ilM-vAtn. Hekla er eitt af þeim ilmvötnum sem sigrún lilja hefur þróað undir merki gyðja Collection. PArAdÍs á BAlÍ sigrún lilja hélt sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur á Balí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.