Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 28. júlí 2017fréttir É g varð mjög sár. Ég grét í marga klukkutíma þegar ég frétti að hann væri laus. Ég var ekki látin vita. Ég hringdi í lögfræðinginn minn og hann hafði fengið fréttirnar sama dag. Það vissi enginn af þessu. Honum fannst þetta fáránlegt.“ Þannig brást ung stúlka við þegar hún fékk fréttir af því að Elvar Sigmundsson væri laus úr fangelsi og kominn í opið úrræði á Vernd í Laugardal aðeins hálfu ári eftir dóm fyrir tvær hrottalegar nauðg- anir. Hún varð sautján ára í maí en á að baki lífsreynslu sem hefur markað djúp spor í tilveru hennar og þeirra sem henni næst standa. Lífsreynslu sem enginn óskar sér. Hún var aðeins 16 ára þegar Elvar nauðgaði henni hrottalega. Á þeirri stundu var hún viss um að hún myndi deyja. Á nokkrum augna- blikum, þar sem Elvar hélt um háls hennar og horfði ógnvekjandi í augu hennar og hún taldi að hún væri að lifa sín seinustu andar- tök, fann hún lífsviljann, allt sem hún átti eftir að gera í lífinu. Hún hugsaði um foreldrana og vin- ina, draumana. Þess vegna hefur hún aldrei fundið fyrir sjálfsvígs- hugsunum eða gert tilraun til að fremja sjálfsmorð. Hana langar að lifa. Stúlkan óttast að rekast á Elvar en á milli heimila þeirra er tíu til fimmtán mínútna gönguleið. Að- eins Laugardalur skilur hana að frá manninum sem hún óttast mest. Elvar var dæmdur 30. desem- ber 2016 í fimm og hálfs árs fang- elsi fyrir að nauðga tveimur 16 ára stúlkum. Nauðganirnar áttu sér stað með vikumillibili í júlí í fyrra og voru afar hrottalegar. Var þjóð- in slegin óhug þegar greint var frá ofbeldinu í fjölmiðlum. Elvar sat þó ekki lengi í fangelsi. Í júlí flutti hann á áfangaheimilið Vernd og hefur sést keyra um götur borg- arinnar á bíl föður síns, Toyota Avensis, 2001 árgerð. Hann neitaði sök fyrir dómi og neitaði einnig að svara spurningum og gefa skýrslu fyrir dómi. Refsing drengsins var ákveðin fimm og hálft ár í fangelsi. Gæsluvarðhaldsvistin var tekin til frádráttar frá refsingunni. Stúlkunni var nauðgað á heim- ili Elvars. Samkvæmt dómi tók hann stúlkuna hálstaki, sparkaði í hana, steig á háls hennar og hót- aði að beita hana frekara ofbeldi ef hún gerði ekki það sem hann vildi. Hann nauðgaði stúlkunni tvisvar og misþyrmdi henni bæði líkam- lega og andlega. Sama dag leitaði stúlkan sér aðstoðar hjá yfirvöld- um og Elvar var handtekinn. Þrátt fyrir skelfilegt ofbeldi og það að reyna að hylma yfir var hann ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sú ákvörðun hjá yfirvöldum átti eftir að draga dilk á eftir sér. Aðeins sex dögum síðar hafði hann nauðgað annarri stúlku hrottalega en hún komst með naumindum undan honum, blóðug og nakin. Stúlkan féllst á að setjast niður með blaðamönnum DV á Kringlu- kránni ásamt frænku sinni, til að varpa ljósi á afleiðingar af nýrri stefnu fangelsismálayfirvalda. Nú komast afbrotamenn mun fyrr í opið úrræði eða fá ökklabönd. Hún vill að ungum afbrotamönn- um sé gefið tækifæri í opnum úr- ræðum á afplánunartímanum en þar þurfi að forgangsraða. Ekki sé sanngjarnt gagnvart aðstand- endum og brotaþolum að hleypa ofbeldismönnum með hrotta- lega glæpi á bakinu í opið úrræði, eins og á Vernd, og eiga hættu á að hitta þá á förnum vegi nokkrum mánuðum eftir dóm. Stúlkan seg- ist hafa rætt við lögfræðing sinn um nálgunarbann. „Hann sagði að það myndi ekki ganga og hann þyrfti að ógna mér á einhvern hátt til að ég myndi fá það í gegn. Það finnst mér fárán- legt því mér finnst hann búinn að gera nóg til að ég ætti að fá nálg- unarbann,“ segir stúlkan. Þú býrð ekki langt frá Vernd? Hvað er langt frá húsinu þínu að húsi hans? „Ég er svona 10-15 mínútur að ganga þangað og fimm mínútur að keyra,“ segir stúlkan sem oft er á ferðinni í Laugardal. „Ég á lítinn bróður og fer mjög oft með hann í sund í Laugardalnum og í Hús- dýragarðinn og er mikið á þessu svæði. Núna er ég hrædd um að rekast á hann. Ég kvíði fyrir að fara í vinnuna því að hún er enn nær heimili hans. Ég labba ekki um hverfið lengur.“ Ef þú rækist á hann, hvað held- ur þú að myndi gerast? Hvernig myndir þú bregðast við? „Ég fór niður í bæ í gær og mér fannst ég hafa séð hann og ég held að ég hafi hætt að anda í smátíma, mér brá svo mikið,“ svarar stúlk- an og bætir við að ekki hefði ver- ið um Elvar að ræða. „Ég held að það myndi líða yfir mig.“ Lokaði sig af Fyrstu mánuðina eftir ofbeldið lokaði stúlkan sig af. „Fyrstu mánuðina læsti ég mig inni í herbergi í þrjá mánuði. Ég fór fram til að fara á klósettið og fór svo aftur inn. Mamma var að spá í að láta leggja mig inn á sjúkrahús. Ég var orðin allt of grönn því ég borðaði ekki neitt,“ segir stúlkan sem hefur síðan þá náð miklum bata með aðstoð sál- fræðings. Nú er komið bakslag eftir að fréttir bárust að Elvar sé í næsta nágrenni við hana. „Núna er ég hætt að fara ein út. Ef ég fer, þá reyni ég að fara með einhverjum.“ Ertu hrædd um að hann brjóti af sér aftur? „Hvernig hann fór að þessu við mig og hina stelpuna, þetta er ekki eitthvað sem þú gerir einu sinni og svo aldrei aftur,“ svarar stúlkan sem vill að fangelsismála- yfirvöld flytji Elvar af svæðinu. „Alla vega láta hann fara frá Laugardalnum. Ég yrði sáttari ef hann færi á Hraunið en allt ann- að en þetta.“ Báðust afsökunar Eftir ofbeldið segir hún að dæmi hafi verið um að henni hafi ekki verið trúað. „Áður en hann nauðgaði hinni stelpunni komu þáverandi vinir hans, sem eru núna ágætir vin- ir mínir, til mín og sögðu að þeir tryðu mér ekki,“ segir stúlkan og bætir við að hún hafi farið með frænku sinni í Kringluna. „Við hitt- um tvo stráka og þeir sögðu að ég væri að gera þetta fyrir athygli og að ég væri heimsk að segja þetta eða ásaka hann. Þetta voru vin- ir hans þá,“ segir stúlkan og bætir við að þeir hafi eftir síðari nauðg- unina áttað sig á að hún hafði sagt satt og slitið vinskap við Elvar. „Þeir eru ágætis vinir mínir núna. Þegar þetta gerðist með hina stelpuna, komu þeir allir og „Ánægð að þetta hafi komið fyrir mig því ég lifði af“ n Býr stutt frá Elvari og óttast að rekast á hann n Fer ekki lengur ein um hverfið Kristjón Kormákur Hjálmar Friðriksson kristjon@dv.is / hjalmar@dv.is „Þegar þetta gerðist, hugs- aði ég hversu mikið mig langaði að lifa. Elvar á Tinder Stúlkan hefur áhyggjum af öðrum stúlkum sem Elvar hefur sett sig í samband við á Tinder.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.