Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 28. júlí 2017fréttir G uðmundur Ingi Þórodds- son, formaður Afstöðu, fé- lags fanga, segist í samtali við DV skilja vel reiði að- standenda og almennings. Hann segir þó að þrátt fyrir allt sé betra fyrir samfélagið að ungir fangar afpláni dóm sinn í opnu úr- ræði eða áfangaheimili svo sem Vernd. „Ég tel ekki að þetta kerfi sé gallað, frekar að þetta sé mjög gott. Það er ekki gott að tvítugir unglingar séu í lokuðu fangelsi lengi. Það skemmir fólk. Það sem er verið að gera með þessu er að reyna að koma í veg fyrir ítrekuð brot,“ segir Guðmundur. Hann segir að rannsóknir og reynsla hafi sýnt fram á hægt sé að draga úr líkum þess að fangar brjóti aftur af sér. „Það er gert með þrepakerfi og með eftirliti. Það hefur sýnt sig að það beri meiri árangur en að geyma bara menn í lokuðu fangelsi. Því lengur sem ungt fólk er lokað inni í fang- elsi, því skemmdara verður það. Það er verið í raun og veru verið að fækka mögulegum brotaþol- um heldur en að það sé verið að verðlauna. Það er verið að gera það sem er hagstæðast fyrir sam- félagið,“ segir Guðmundur. Hann segir að það hljóti að vera mikilvægast fyrir samfélagið að dæmdir menn brjóti ekki aft- ur af sér. „Auðvitað er ekki hægt að segja til um hvort að þessi eða hinn brjóti af sér aftur. Það eru alltaf einhverjar líkur á því, því þetta eru fangar og meðferðirn- ar hafi ekki tekist nógu vel, því þær eru ekki í gangi. En við þurf- um alltaf að hugsa þetta þannig að gera það sem er samfélagslega hagkvæmt og til þess að fækka brotaþolum. Það á alltaf að vera númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ingi segir að það megi þó tvímælalaust gagnrýna hve litla aðstoð fangar fá meðan þeir af- plána dóm sinn. „Fangelsið er innihaldslaust þannig að sá tími sem fangar eru inni, eru engar meðferðir. Við erum með þetta þrepakerfi, eins og Norðurlandaþjóð- irnar, sem hafa náð miklum árangri, en við erum ekki með eiginlega betrunar- stefnu. Á öðrum Norður- löndum eru meðferðir og einstaklingsmiðaðar meðferðir, betrunarstefna sem stendur und- ir nafni. Það má hins vegar gagn- rýna stjórnvöld, það voru reynd- ar fyrri stjórnvöld, sem hættu að setja fjármagn í meðferð kynferð- isbrotamanna. Það er eitthvað sem þarf strax að taka upp,“ segir Guðmundur. „Ekki stendur til að breyta reglum Verndar“ DV óskaði eftir viðbrögðum frá Páli Winkel fangelsismála- stjóra vegna fréttar DV í síðustu viku um að Elvar væri laus úr fangelsi og kominn á Vernd, að- eins sex mánuðum eftir að hafa hlotið dóm. Í svari frá stofnun- inni sem undirritað er af Ernu Kristínu Árnadóttur sem starfar sem sviðsstjóri hjá Fangelsis- málastofnun, kveðst hún ekki geta tjáð sig um mál Elvars. Skiptir alvarleiki brota og eðli þeirra engu máli þegar er úr- skurðað um hverjir fara á Vernd? „Eitt af skilyrðum þess að mega vistast á Vernd er að vera metinn hæfur til þess. Við mat á því hvort fangi telst hæfur til að vera á Vernd þarf að skoða marga þætti, s.s. brotið sem hann af- plánar fyrir, annan sakarferil hans, hegðun og framkomu í afplánun og fleira. Þegar fangar sem hafa verið dæmd- ir fyrir alvarleg brot, s.s. mann- dráp, kynferðisbrot og stórfellda líkams árás, hefja afplánun gera sálfræðingar Fangelsismála- stofnunar s.k. áhættu- og þarfa- mat sem er síðan lagt til grund- vallar ýmsum ákvörðunum, s.s. hvort vista eigi fanga í opnu fang- elsi og þess háttar.“ Kemur til greina að breyta þessum reglum eftir fréttaflutn- ing síðustu daga af manni sem var kominn á Vernd eftir að- eins sjö mánaða afplánun (af 66 mánaða dómi) fyrir tvær grófar nauðganir? „Ekki stendur til að breyta reglum Verndar.“ Af hverju voru foreldrar stúlknanna ekki látnir vita að hann hefði verið færður á Vernd (sem er í næsta nágrenni við heimili þeirra). Kemur til greina að færa hann af Vernd? „Fangelsismálastofnun getur því miður ekki tjáð sig um einstök mál.“ n E lvar nauðgaði stúlkunum tveimur hrottalega fyrir nær sléttu ári, þeirri fyrri mánu- daginn 25. júlí og þeirri síð- ari helgina eftir, aðfaranótt sunnu- dagsins 31. júlí. Báðar voru þá einungis 15 ára. Fyrri nauðgun- in átt sér stað á heimili Elvars, hjá foreldum hans í Reykjanesbæ. Stúlkan sem varð fyrir því broti lýsir því svo að hún hafi talið að hún myndi deyja þar og þá. Elvar betiti hana grófu ofbeldi auk þess að nauðga henni. Hann tók hana meðal annars kverktaki, sló hana ítrekað í andlitið og steig á háls hennar þar sem hún lá á gólfinu. Reyndi að fela sönnunargögn Stúlkan náði að forða sér úr að- stæðunum og leitaði á neyðar- móttöku Landspítalans samdæg- urs. Lögregla handtók Elvar þann sama dag en sá ekki ástæðu til að fara fram á gæsluvarðhald. Það hefur verið mjög gagnrýnt af þeim sem málið varðar í samtölum við DV. Auk þess að nauðgunin var mjög hrottaleg reyndi Elvar að hylma yfir brotið. Þegar lögregla fór á heimili hans veitti hún því athygli að sængurver hafi ekki ver- ið utan um sængina og ekki heldur lak á rúminu. Elvar sagðist hafa brennt sængurverið því það hafi ver- ið götótt en í ljós kom að í rusli við húsið var svartur rusla- poki sem lokað hafði verið með svörtu strigalímbandi. Í pokanum reyndist vera sængurver, notaður smokkur, umbúðir utan af smokki og rautt handklæði. Skilur eftir sig slóð á netinu Elvar er fæddur árið 1997 og verð- ur því síðar á þessu ári tvítugur. Hann er enn skráður með lög- heimili hjá foreldrum sínum í Reykjanesbæ. Elvar kennir sig þó sjaldnast við föður sinn á samfélagsmiðlum og kallar sig iðulega Elvar Miles. Hann eyddi Facebook-aðgangi sínum á dögunum eftir að DV greindi því að hann væri kominn á Vernd en á þeim miðli kallaði hann sig Elvar Miles. Eftir því sem DV kemst næst er eftirnafnið ekki vísun í er- lendan ættlegg heldur vísun í tölvuleikina Assassins Creed þar sem aðalpersóna ber það nafn. Elvar hefur skilið eft- ir sig nokkur spor á netinu og því auðvelt að sjá að hann hef- ur spilað þann leik, eða rétt- ara sagt 49 klukkustundir, sam- kvæmt Steam-aðgangi hans. Þar kallar hann sig Elf-Lord og skrif- ar í lýsingu sinni: „Krjúpið fyrir yfirboðara ykkar!“ Þar má jafn- framt sjá að hann hefur fylgst með teiknimyndþáttunum My Little Pony. Líkt og fyrr segir byrjaði Elvar á Tinder um svipað leyti og hann var á leið á Vernd en á Sogni er öll notkun samskipta- miðla bönnuð. Ljóst er að hann var virkur á stefnumótaforritinu því hann „super-lækaði“ nýver- ið unga stúlku líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Það þýðir með öðrum orðum að hann lýsti yfir eindregnum áhuga á frekari kynnum. Á Tinder lýsir hann sér svo: „Lele mun mest líkleg- ast adda þér á snap ef ég sé það cause why the fuck not? Fun ha- ving friends“. DV hefur heimild- ir fyrir því að hann sé virkur á samskiptamiðlinum Snapchat, líkt og kemur fram í lýsingunni á Tinder. n Markmiðið að fækka brotaþolum Reyndi að fela sönnunargögn Í kjölfar þess að DV fjallaði um mál Elvars í síðustu viku hafði fangi á Sogni samband við DV til að greina frá því að hans mat væri að Elvar væri stór- hættulegur. Eina ástæðan fyr- ir því að fanginn baðst undan því að koma fram undir nafni er að hann óttaðist að þá myndi Fangelsismálastofnun refsa honum. Fanginn segir að það hafi verið samdóma álit fanga á Sogni að Elvar væri mjög líkleg- ur til að brjóta aftur af sér. „Það er mín persónulega skoðun að hann eigi eftir að nauðga aftur og þá muni hann passa sig á því að skilja ekki eftir lifandi vitni. Menn læra af reynslunni,“ segir fanginn. Fanginn segir að þrátt fyrir allt hafi Elvar fengið vini í heimsókn. „Ég held að ég hefði hætt sam- skiptum við vin ef hann hefði gert svona,“ segir fanginn. Hann þekkir annan mann sem býr á Vernd ásamt Elvari. Sá segir að allir aðrir fangar á Vernd hafi ímugust á Elvari, utan herbergis- félaga hans sem tók nýverið trú. Hann segir jafnframt að Elvar hafi ekki sýnt vott af eftirsjá eða iðrun. „Þessi drengur tók þátt í sjálfsvitundarnámskeiði hér og eftir eitt slíkt var hann alveg brjálaður yfir því að stjórnend- ur þess skyldu ætlast til þess að hann skammaðist sín fyrir það sem hann gerði. Þrátt fyrir þá staðreynd að starfsmönum fang- elsismálastofnunar hafi verið sagt frá ummælum hans og þá staðreynd að Elvar telji þetta vera eðlilega framkomu við druslur, eins og hann orðaði það, og að hann væri endalaust hneyksl- aður yfir því að hann þyrfti virki- lega að vera í fangelsi fyrir að fá sér að ríða, var honum gefinn einn þriðji af dómi sínum,“ segir fanginn í samtali við DV. n Hneykslaður yfir því að vera í fangelsi„Ég held að ég hefði hætt samskipt- um við vin ef hann hefði gert svona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.