Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 42
Fönkrokk-veisla í Höllinni Red Hot Chili Peppers á leið til landsins Ísland er fyrir löngu síðan orðið að sviði fyrir stórhljóm- sveitir að troða upp á og hvert risanafnið á fætur öðru hefur nýlega heimsótt okkur eða er á leiðinni til Íslands. Eitthvað sem var, fyrir ekki svo mörgum árum síðan, sjaldséður viðburður hér á landi. Næsta mánudag er komið að einni af farsælustu hljómsveitum sögunnar að trylla tónleikaaðdáendur þegar strákarnir í Red Hot Chili Peppers stíga á svið í Nýju Laugardalshöllinni. Bandaríska rokksveitin Red Hot Chili Peppers var stofnuð í Los Angeles árið 1983. Meðlimir hennar í dag eru Anthony Kiedis söngvari, Flea bassaleikari, Chad Smith trommari og Josh Klinghoffer gítarleikari. Red Hot Chili Peppers eru ein af farsælustu hljómsveitum sögunnar, þeir hafa selt yfir 80 milljón plötur á heimsvísu, en sveitin hefur gefið út 11 stúdíó- plötur, þrjár tónleikaplötur og 12 safnplötur, ásamt fleira efni. Red Hot Chili Peppers hefur verið tilnefnd til 16 Grammy-verð- launa (unnið sex þeirra) og þegar Billboard-listinn bandaríski er skoðaður þá hafa þeir átt flest lög í fyrsta sæti (13 talsins), flestar vikur í fyrsta sæti (85) og flest lög á topp tíu listanum (25 lög). Árið 2012 voru þeir innvígðir í frægðarhöll rokksins. Sveitin átti ekki miklum vinsældum að fagna í upphafi, en fjórða plata þeirra, Mother´s Milk, sem kom út árið 1989, vakti loksins athygli á þeim þegar platan komst í 52. sæti Billboard- listans. Fimmta platan, Blood Sugar Sex Magik, sem kom út í september 1991, varð afar vinsæl og þá sérstaklega lagið Under the Bridge að öðrum lögum ólöst- uðum. Með lógó sveitarinnar flúrað á sig Einn af aðdáendum Red Hot Chili Peppers hér á landi er Þór Tjörvi Þórsson sem fæddur er 1977 og ætlar hann ekki að láta sig vanta á tónleikana. „Ég byrj- aði að hlusta á þá um 1992, þegar ég var 15 ára, þá var maður að hlusta á Blood Sugar Sex Magik og Achtung baby-plötu U2 á sama tíma. Ætli bróðir minn sem er þremur árum eldri hafi ekki átt þær.“ Kona Þórs er ekki jafnheitur aðdáandi að hans sögn, en hlust- ar samt og sonurinn, sex ára, er farinn að syngja „Give it Away“. Vinir hans eru líka aðdáendur. Þór er einnig með lógó Red Hot Chili Peppers flúrað á úlnliðinn. Þór á allar plötur Red Hot Chili Peppers og hefur farið á þrenna tónleika með þeim áður, tvisvar í Kaupmannahöfn og einu sinni í Coventry, Englandi. „Síðast fór ég á tónleika 2006. Ég fylgist alltaf með þeim og hef alltaf taugar til þeirra. Ég læt mig ekki vanta á tónleikana á mánudaginn og er spenntur fyrir kvöldinu.“ EinlæguR aðdáandi Þór Tjörvi Þórs- son er einn af mörgum aðdáendum sveitarinnar hér á landi. SvEiTin í dag anthony Kiedis söngvari, Flea bassaleikari, Chad Smith trommari og Josh Klinghof- fer gítarleikari skipa Red Hot Chili Peppers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.