Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 38
Gráir oG fölir litir Ef þú velur gráa og föla liti þá leitar þú að ró og jafnvægi í lífinu. Stíll- inn þinn er tímalaus og frekar hefðbundinn, eins og þú. Þú ert einstaklingur sem ætti ekki að vanmeta og þú afsannar oft skoðanir annarra og kemur fólki sífellt á óvart með hæfileikum þínum og gáfum. Ef það eru örfáir hlutir í svefnherberginu þínu, sem eru í björtum litum, eins og púði, lampi eða teppi, þá býr dálítill púki í þér líka. Bjartir oG sterkir litir Svefnherberg- ið endurspeglar skemmtilegan og líflegan persónuleika þinn og frábæran húmor. Þú ert sjálfstæður einstaklingur, sem er vanur að gera hlutina á eigin forsendum og á í nánu sambandi við vini og fjölskyldu. Ævintýraþrá þín birtist í björtum og sterkum litatónum. Hvað segir liturinn á svefnherberginu um þig? jarðlitir Svefn- herbergisliturinn þinn endurspeglar persónuleika þinn og hversu jarðbundin þú ert auk náins sambands þíns við vini þína og ættingja. Þú ert ótrúlega áreiðan- legur, trúr og auðveldur í umgengni, þannig að þér kemur mjög vel við flesta og líkar illa við rifrildi og árekstra. Svefnherbergið þitt er róandi staður, þar sem þú velur að tengjast fólki hvort sem það er með löngu símtali liggjandi uppi í rúmi eða með nánari samskiptum bak við lokaðar dyr. Mynstur oG fullt af skrauti Þú ert opin persóna, með dásamlegt og stundum skrítið ímyndunarafl. Svefnherberg- ið er fullt af minningum og hlutum sem minna þig á fyrri ævintýri. Þú býrð yfir skapandi persónuleika og ert rómantískur, þannig að svefnherbergið er staður fyrir bæði villta drauma og daður. Persónulegur stíll okkar birtist á heimilum okkar, í húsgögnum, innanstokks- munum og litavali. Á það við um öll herbergi heimil- isins og sérstaklega svefn- herbergið sem flest okkar velja að gera eins notalegt og þægilegt og frekast er kostur. Litavalið og stíllinn í svefnher-berginu getur sagt ýmislegt um okkur. Og hér eru nokkur dæmi, lýsir þitt svefnherbergi þín- um persónuleika? Hvíti liturinn ræður Ef hvíti liturinn er í fyrirrúmi, ertu einstaklingur sem þráir stöðugleika og notar svefnherbergið til slökunar og til að flýja undan streitu og álagi hversdagsins. Þú velur að umgangast fólk sem er rólegt og afslappað, en líður einnig vel í eigin félagsskap. svartur litur Þú hefur valið dramatískan lit fyrir svefnherbergið. Þú þráir einkalíf og vilt að fólk virði persónulegt svæði þitt. Líkur eru á að „Haltu þig úti“-skilti eða samsvarandi hafi hangið á hurðinni þegar þú varst unglingur. Þú ert sjálfstæður og sterkur einstaklingur, og þú segir aðeins þínum nánustu og traustustu vinum leyndarmál þín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.