Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Blaðsíða 63
menning 39Helgarblað 28. júlí 2017 þyrftu ekkert á sýningarstjórum að halda. Ég held reyndar að við séum vaxin upp úr þessu núna.“ En þetta er kannski skiljanlegt viðbragð við þeirri þróun sem hef- ur átt sér stað á síðustu árum og áratugum þegar sýningarstjórinn er farinn að vera í stærra hlutverki en listamaðurinn eða listaverkin. Voruð þið eitthvað að velta þessu fyrir ykkur? „Já, ég held að við höfum kannski verið hálfhrædd við það að verða undir einhverjum sýn- ingarstjóra. Við vildum finna kerfi sem myndi ekki upphefja neinn einn aðila heldur skapa algjör- lega flatan valdastrúktúr. Fyrst bjuggum við til kerfi til að við gætum stýrt sýningum í samein- ingu. Hvert okkar dró nafn annars einstaklings úr hópnum úr hatti og þurfti að stilla upp skjávarpa með mynd sem afmarkaði svæði sem hann þurfti að vinna með í sýningunni. Svo dró næsti, og svo koll af kolli þar til þetta var kom- ið í hring.“ Handahóf og slembiröðun „Fljótlega fórum við út í að blanda tækni inn í þessar tilraunar - al- góritmum og slembiröðun – og byrjuðum að smíða vélmenni sem við köllum ASAHI. Í upp- hafi voru þetta nokkuð einfaldir róbotar. Fyrsta vélmennið var smíðað úr myndavél og hreyfi- stýribúnaði, sem hreyfði mynda- vélina á handahófskenndan hátt á tveimur ásum og stýrði svo fók- usnum. Við þurftum svo að finna þennan handahófskennda fók- uspunkt sem vélin valdi og stilla verkinu upp þar. Stundum var þetta einhvers staðar í lausu lofti og stundum jafnvel fyrir utan gall- eríið. Næsta útgáfa var skilvirkari því þá höfðum við skipt mynda- vélinni út fyrir leiserljós.“ Gerðist eitthvað áhugavert þegar þið fylgduð þessari fagur- fræði handahófsins sem vélin studdist við? „Já, við lentum kannski í því að það væru nokkur verk á sama fermetranum, eitt í loftinu, og eitt alveg hinum megin. Þetta er eitthvað sem hvorki mannlegum sýningarstjóra né okkur sjálfum hefði dottið í hug að gera. Þannig vorum við að ögra okkar eigin fagurfræði og vilja. Eitt sem þetta leysti voru þær deilur um tiltek- in pláss sem geta oft átt sér stað þegar maður sýnir með nokkrum listamönnum, kannski vilja allir nota stóra vegginn með góðu lýsingunni. Með þessu slembi- vali þurfa allir að samþykkja að þeir fái ekki endilega besta stað- inn – og kannski fær enginn besta staðinn og öllum er bara hrúgað saman í einhverja litla kompu.“ Sjálfvirkt sýningarstjóra­ vélmenni HARD-CORE hópurinn er þegar farinn að boða komu fjórðu kyn- slóðar vélkúratorsins, ASAHI 4.0, og ef áætlanir munu ganga eftir mun hinni nýi ASAHI taka á sig stórauk- ið hlutverk í sýningarstjórninni. „ASAHI ekki lengur bara vél- menni heldur er það líka orðið að gagnagrunni. Þetta er því tvíþætt. Þetta er gagnagrunnur þar sem listamenn geta sett upp „profile“ með listaverkum eftir sig, mynd og upplýsingar og verkinu. Listastofn- anir og aðrir sem eru tilbúnir að hýsa sýningar geta líka skráð sig sem gestgjafa – rýmið sem er boð- ið fram getur verið frá galleríi og allt niður í vefsíðu eða ísskáp eða hvað sem er. Hugmyndin er að vél- mennið velji sjálft einn gestgjafa af listanum, mæti svo á staðinn og skanni rýmið. Það verður búið skynjurum sem skynjar hitastig, ljós, alkóhól, geislavirkni og ýmis- legt fleira – og finnur síðan listaverk úr gagnagrunninum sem henta best fyrir rýmið. Vélmennið velur svo titil á sýninguna, opnunartíma, og svo framvegis. Hugmyndin er að þetta geti orðið algjörlega sjálfvirkt kerfi. Þegar einni sýningu er lokið velur vélmennið næsta áfangastað. Draumurinn er að vélmennið muni sækja um styrki til að viðhalda sjálfu sér og flakki svo um upp á eig- in spítur og haldi sýningar.“ Hvernig gengur þróunin á gagna- grunninum og vélmenninu sjálfu? „Það gengur vel með gagna- grunninn. Það eru núna nálægt 200 verk í honum en reyndar bara eitt gallerí. Þetta gengur ansi hægt hjá okkur því að við erum í raun orðin að tækni-sprotafyrirtæki en sinnum á sama tíma öðrum verk efnum. Tæknilega hliðin er líka að verða það flókin að við þurfum meiri mannskap, þurfum að fá í lið með okkur forritara og aðra sem kunna á svona – við erum bara listamenn og engir sérfræðingar í þessum mál- um.“ Fagurfræði tæknigeirans Hópurinn leikur sér meðvitað með og snýr upp á þá fagurfræði sem hefur þróast hjá fyrirtækjum í tæknigeiranum, gljáfægð naum- hyggja og ofursvöl framfara- trúin. Fyrir hönd HARD-CORE heldur persóna að nafni Skyler Lindenberg - sem sögð er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins – vel æfðar tæknikynningar í anda hálf- guða Kísildalsins, Steve Jobs og Mark Zuckerberg. „Við forrituðum hann í raun og veru til að bregðast við aðstæðum á ákveðinn hátt - og svo fær hann að spinna út frá því. Það hefur hjálp- að að hafa þessa persónu sem and- lit fyrirtækisins – þá höfum við ekki þurft að finna nýjan valdapýramída eða ákveða hver á að tala fyrir hönd hópsins.“ Þetta virðist vera endurtekið stef í vinnu HARD-CORE, að eyða einstaklingnum og valdapýramíd- um og verða að einni veru í sam- einingu, þetta sést líka í mynd- böndunum þar sem raddir ólíkra þátttakenda sameinast í einni margræðri marghöfða veru – al- heimsklessunni svokölluðu. Af hverju er þetta? „Til að byrja með veltum við mikið fyrir okkur egóinu í sam- starfi og hvernig áhersla á eigin- hagsmuni getur oftar en ekki unnið gegn hagsmunum heildarinnar. Það er mikilvægt að ASAHI hugs- ar ekki um hagsmuni einstaklinga heldur bara um að heildin virki.“ Mér finnst nánast eitthvað trúar- legt við þetta, að gangast við eigin takmörkunum, losna undan einstak- lingseðlinu og láta völdin og ákvarð- anir í hendur æðri máttarvalda – sem í þessu tilfelli er vélin og algóritmarnir. „Já, við kjósum að lúta þessu kerfi sem við skópum sjálf. Þetta getur auðvitað líka verið hættuleg hug- mynd ef maður hugsar til dæmis um yfirvöld sem eru mögulega að færast í áttina að einhvers konar snjall-yfir- valdi – machine-government. ASAHI dæmir engan og velur hvern sem er inn í sýningar sínar burtséð frá reynslu viðkomandi, kynhneigð, hör- undslit og svo framvegis. ASAHI kær- ir sig ekki um elítur eða vinagreiða. Það er kannski eitthvað trúarlegt við það að allir séu jafnir fyrir vélmenn- inu.“ n „Draumurinn er að vélmennið muni sækja um styrki til að viðhalda sjálfu sér og svo flakka um á eigin spýtur og halda sýningar. Úr listheiminum Kanadíska hljómsveitin Arcade Fire fór ansi óhefðbundnar leiðir til að auglýsa fimmtu breiðskífu sína, Everything Now, sem kom út föstudaginn 28. júlí. Í maí birt- ist aðgangur á Twitter sem leit út eins og gerviaðgangur rússneskra hakkara en deildi hins vegar ekki vírusum heldur ýmsum upplýs- ingum um plötuna. Þá hafa verið settar upp fjölmargar vefsíður sem skopstæla og líta út eins og þekktar tónlistarfréttasíður, en þar hafa uppspunnar fréttir og álitsgreinar þar sem lítið er gert úr sveitinni verið birtar. Hluti af markaðssetningunni hefur líka falist í uppsetningu gervifrétta- síðna sem hafa sagt samsæris- kenningalegar fréttir um tengsl sveitarinnar við hryðjuverka- hópa. Matt Groening, skapari sjón- varpsþáttanna um Simpson-fjöl- skylduna, hefur gert samning við streymisþjónustuna Netflix um að gera nýja grínteiknimynda- þætti fyrir fullorðna. Þættirnir sem munu nefnast Disenchant- ment eiga að gerast á miðöldum, í konungsdæminu Dreamland sem má muna fífil sinn fegurri. Aðalpersónurnar verða drykk- fellda prinsessan Bean, vinur hennar af álfakyni og gælupúki hennar. Tíu fyrstu þættirnir verða frumsýndir á Netflix á næsta ári. Götulistaverkið „Stelpa með blöðru“ eftir huldumanninn Banksy er það myndlistarverk eftir Breta sem er í mestu uppá- haldi hjá bresku þjóðinni sam- kvæmt nýlegri könnun The Frame National Art Audit. Verk- ið birtist upphaflega árið 2002 á vegg verslunarhúsnæðis í Aust- ur-London. Síðar tókst að ná verkinu af veggnum og selja á uppboði. Í næstu sætum á list- anum eru hefðbundnari mál- verk, The Hay Wain eftir John Constable, The Singin Butler eft- ir Jack Vettriano og The Fight- ing Temeraire eftir JMW Turner, en einnig vekur athygli að verk sem unnin voru sem umslög fyr- ir plötur Bítlanna, Pink Floyd og Sex Pistols eru einnig í 20 efstu sætunum. Ekki eru allir sammála um ágæti verksins en Jonathan Jones, myndlistargagnrýnandi The Guardian, segir verkið vera væmna vitleysu sem smætti mannlegar tilfinningar niður í það yfirgengilega og augljósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.