Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2017, Side 45
Hús tveggja fjöl-
skyldna - Lynda
Cohen Loigman
Frumraun Loigman er
heillandi fjölskyldusaga,
sem fjallar um bræður
sem eiga helming hvor um
sig í fjölskyldufyrirtækinu
og helming í tvíbýlishúsi í
Brooklyn, þar sem þeir búa
með konum sínum og börn-
um. Á yfirborðinu virðast
aðstæður þeirra og efna-
hagur svipaður, en undir
kraumar óánægja, öfund
og leyndarmál. Frábær og
áhugaverð frumraun.
Flóttinn - Sandra Bergljót
Clausen
Önnur bókin í seríunni Hjartablóð. Serí-
an er örlagasaga Magdalenu sem uppi
er á 17. öld, bækurnar eru sjálfstæðar,
en í Flóttanum kemur hún til Íslands.
Sögulegu samhengi og menningarlegri
arfleifð eru gerð góð skil, enda lagðist
höfundur í mikla heimildarvinnu við skrif
þeirra. Bækur sem minna á bókaflokkinn
sívinsæla um Ísfólkið og er þriðja bókin í
vinnslu.
Drekkingarhylur
- Paula Hawkins
Frumraun Hawkins, Konan
í lestinni, seldist í bílförm-
um um allan heim, hlaut
góðar viðtökur gagn-
rýnenda og mynd byggð
á bókinni með Emily Blunt
í aðalhlutverki kom á
hvíta tjaldið 2016. Það
var því spennandi að sjá
næstu bók Hawkins og
hvort henni myndi takast
að standast væntingar
lesenda sem gagn-
rýnenda. Aftur segir hún
sögu konu sem tekst á við
sorgaratburð og drauga
fortíðar og ferst það vel
úr hendi. Bókin er jafnvel
betri en frumraunin.
Smáglæpir - Björn Halldórs-
son
Frumraun ungs og óþekkts höfundar, sjö
smásögur sem DV hefur áður skrifað um
og gefið góðan dóm. Smásöguformið er
nauðsynlegur hluti í bókmenntum, enda
ekki síður áskorun að segja lesendum sögu
í knöppu formi, en í heilli skáldsögu. Björn
skilar hér sjö áhugaverðum sögum, sem
gerast í nútímanum í úthverfum Reykjavíkur
og vert að fylgjast með hverju hann skilar
næst til lesenda.
Saga af hjónabandi - Geir
Gulliksen
Áleitin, opinská og beinskeytt bók um
hjónaband sem klikkar. Ást, kynlíf og svik.
Frábær bók fyrir alla í hjónabandi, á leið í
það eða lausir úr slíku.
Litla bakaríið við
Strandgötu - Jenny
Colgan
Hér er byggt á sömu grunnupp-
skrift og í Chocolat eftir Joanne
Harris, sem kvikmynduð var með
Juliette Binoche og Johnny Depp
í aðalhlutverkum. Nema hér er
sögusviðið ekki súkkulaðiverslun
í frönsku þorpi, heldur bakarí
í ensku sjávarþorpi. Í saman-
burðinum sigrar súkkulaðið, en
ef honum er sleppt, þá er hér
um að ræða ljúfa og krúttlega
sumarlesningu, sem skilur kannski
ekki mikið eftir sig, en er skemmti-
leg á meðan á henni stendur.
Eftirlýstur - Lee Child
Töffarann Jack Reacher þarf ekkert að kynna fyrir
aðdáendum. Hann er eins konar Chuck Norris,
Schwarsenegger, má ekkert aumt sjá og ekkert brýtur
á-blanda, hnoðað saman í sérstakan einfara. Bókin
er sú tíunda sem kemur út á íslensku, en 22. bókin
kemur út á frummálinu í nóvember. Spennutryllir eins
og þeir gerast bestir.