Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Page 32
Smáhlutirnir Skapa Sjarmann í rýminu Hrefna Daníelsdóttir, betur þekkt sem Hrefna Dan, er mörgum kunn úr blogg- heimum en hún hefur skrifað um hvers konar lífsstílstengd mál í nokkur ár, undanfarið á vefnum trendnet.is. Hrefna býr ásamt eigin- manni sínum, Páli Gísla Jónssyni, og þremur dætrum í fallegu einbýlishúsi á Akranesi. Fjölskyldan flutti í húsið í mars á þessu ári en undirbúningur- inn var aðallega fólginn í því að mála allt hátt og lágt og skipta um gólfefni. Hrefna, sem starfar á fasteignasölu og stundar löggildingarnám á því sviði, segist mjög áhugasöm um innanhússhönnun en í framtíðinni hyggst hún nýta sér áhugann í tengslum við starfið. „Ég gæti jafnvel hugsað mér að leggja stund á nám við innanhússhönnun. Fyrir mér eru það litlu hlutirnir sem breyta öllu í rýminu og skapa sjarmann.“ Nýtt líf á nýjum stað Hrefna er óhrædd við að breyta til heima hjá sér en það gerir hún helst með því að skipta skrautmunum út og færa þá á milli herbergja. „Mér finnst mjög gaman að gefa hlutun- um nýtt líf, á nýjum stað í húsinu. Ég til dæmis færi plönturnar mínar oft á milli herbergja. Það sama gildir um púða og þessháttar. Það eru smá- hlutirnir eða skrautmunirnir sem gera rýmin svo falleg. Þeir skapa sjarmann í herbergjunum. Það er svo auðvelt að breyta litapallettunni bara með því að bæta við einum púða og mynd í svipuðum litum. Einn bleikur púði getur alveg breytt allri ásýndinni.“ Hrefna segist aðal- lega fá hugmyndir þegar hún kemur á önnur heimili en snjallsímaforritið Instagram er einnig uppspretta hug- mynda. „Þá slæ ég inn myllumerki í leitarstrenginn og skoða svo það sem kemur upp,“ segir hún og bætir við að myndabankinn Pinterest hafi einnig komið sér mjög vel þegar þau hjónin voru að koma sér fyrir í húsinu. Verið óhrædd við liti, ekki festast í hvítu Spurð að því hvað heilli hana mest í innanhússhönnun um þessar mundir segist Hrefna mikið fyrir að breyta og bæta við litum, bæði á veggjum og í skrautmunum. „Mér finnst litir æðislegir. Flestir eru með allt hvítt eða grátt heima hjá sér en maður á að vera óhræddur við að poppa stemninguna upp með öðrum litum. Svo verður maður að vera óhræddur við að mála veggina. Ekki festast í hvítu. Það er svo magnað hvað hægt er að gera fyrir rýmin með fallegum litum,“ segir hún og bætir við að henni finnist einnig mikilvægt að heimili séu persónuleg og í takt við þarfir íbúanna. „Þetta er til dæmis auðvelt að gera með skemmti- legum ljósmyndum af fjölskyldu og vinum. Ég er mjög dugleg að láta prenta myndir sem ég hef birt á Instagram og svo skreyti ég heimilið með þeim,“ segir Hrefna og bendir á að slíka prentþjónustu sé meðal annars hægt að kaupa á vefnum printem.is. innlit Birta heimsótti lífsstílsbloggarann Hrefnu Dan Skreytir með Skófatnaði Hrefna segir suma skó of fal- lega til að fela inni skáp og því notar hún þá líka sem skraut ef svo ber undir. Plakatið er frá íslenska hönnunarmerk- inu Scintilla og líkt og í flestum herbergjum hússins eru plöntur í svefn- herberginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.