Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Side 36
2 Hvíl í friði Helgarblað 1. september 2017KYNNINGARBLAÐ Prentstofan Hvíta Örkin, sem er til húsa á Hótel Natura (Hótel Loftleið- um) við Reykjavíkurflugvöll, veitir almenna prentþjón- ustu af ýmsu tagi en hefur skapað sér mikla sérstöðu við hönnun og framleiðslu sálmaskráa fyrir útfarir. Hvíta örkin er þekkt fyrir afar vönduð vinnubrögð á þessu sviði, sem og þjónustu sem er í senn persónuleg, nærgætin og afar sveigjanleg. „Það er misjafnt hvað fólk vill hafa mikil afskipti af hönnun sálmaskrárinnar. Sumir hafa ekki áhuga á að lesa yfir áður en prentað er, en þá biðjum við presta eða organista að gera það. En aðrir eru nákvæmari og vilja fá að sjá hvað þeir eru að fá og þá bjóðum við fólki að koma til okkar og það sest hérna við tölvuna hjá mér á meðan ég er að brjóta um,“ segir Ögmundur Kristinsson, annar eigenda fyrirtækisins. Blaðamaður hefur á orði að þetta hljómi sem mjög persónuleg þjónusta: „Já, vissulega. Þetta eru auðvitað viðkvæmar að- stæður og oft kemur fólk hingað í sorg, eðli málsins samkvæmt. Við kappkost- um að vinna af nærgætni og útbúum sálmaskrárnar þannig að fólk viti hvað það er að fá hjá okkur og það sjái hvernig prentgripurinn mun líta út í kirkjunni, því oft líta hlutir öðruvísi út á tölvuskjá en á prenti. Það er í sjálfu sér ekki gleðiefni en þó ánægju- leg staðreynd að vegna okkar vinnubragða og viðmóts leitar fólk til okkar aftur. Það er lífsins gangur að margir þurfa á þjónustu sem þessari að halda oftar en einu sinni og okkur þykir vænt um að fólk treysti okkur fyrir þess- um vandasömu verkefnum á erfiðum stundum.“ Þó að Hvíta Örkin sé stað- sett vestarlega í Reykjavík vinnur fyrirtækið þessi verk- efni fyrir fólk um allt land: „Við fáum mikið af verkbeiðnum utan af landi. En fólk í viðkom- andi byggðarlagi hefur þá einhvern tíma séð sálmaskrá frá okkur við útför og hefur þess vegna samband þegar það þarf á þessari þjónustu að halda. Þannig hefur orð- sporið breiðst út. Þegar við erum búin að tala við prestinn eða organistann á viðkom- andi stað er sálmaskráin lesin yfir og við sendum pdf-skjal á milli. Af því að við erum við Reykjavíkurflugvöll sendum við þetta stundum með flugi eða, sem er algengara, að einhver aðstandandi sem ætlar að vera við útförina, kemur við og tekur sálma- skrána,“ segir Ögmundur. Þegar sálmaskrár eru prentaðar vegna útfara á höfuðborgarsvæðinu sjá starfsmenn Hvítu Arkarinnar hins vegar sjálfir um að koma efninu til viðkomandi útfarar- stofu til að tryggja að það lendi ekki í rangri kirkju. Ögmundur mælir með því að fólk sé tímanlega í að panta prentun sálmaskrár. „Við gerum okkur grein fyrir því að þessi verk eru oft með seinni skipunum. Í dag er til dæmis útför klukkan 13 sem við gerðum sálmaskrá fyrir í morgun af því að hún var ekki tilbúin fyrr. Við erum yfirleitt alltaf síðastir í röðinni, fólk er seint til vegna þess að það þarf að huga að svo mörgu við undirbúning útfararinn- ar. Við björgum alltaf öllu og stökkvum til hingað á kvöldin eða um helgar ef þarf.“ Prentsmiðjan var áður í eigu Flugleiða (sem síðar varð Icelandair) en núverandi eigendur keyptu hana árið 1993. Prentsmiðjan vinnur mikið fyrir Icelandair og held- ur netfanginu prentstofan@ icelandair.is. Eigendur eru tveir, Ögmundur Kristinsson og Hjalti Valur Helgason. Auk þeirra starfa á stofunni Jón Arason og Ólafur Bergmann. Sem fyrr segir er Hvíta Örkin staðsett á Hótel Loftleiðum við Reykjavíkurflugvöll og að- gengi að stofunni er gott. Heimasíða er www.hvitaorkin.is og símanúmer: 551-0255. Prenta sálmaskrár fyrir útfarir HVÍtA ÖRKIN Skemmuvegi 48, 200 Kópavogi 557 6677 shelgason@shelgason.is shelgason.is AFGREIÐSLUTÍMI Mán-fim 9-18 Föstudaga 9-17 Laugardaga 10-14 SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.