Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 39
Bæjarbúar í blússandi stuði á Seltjarnarnesi 700 manns komu saman um síðustu helgi þegar bæjar­ hátíð Seltjarnarness fór fram í fimmta sinn. Hátíðin í ár var sú umfangsmesta til þessa og dagskráin aldrei fjöl­ breyttari. Hátíðin hófst með sund­laugarpartíi í sundlaug Sel­tjarnarness þar sem boðið var upp á laktósalausan ís og lifandi tónlist. Bæjarbúar skreyttu hús og lóðir samkvæmt litaþema, boðið var upp á hjólreiðatúr um nesið undir leiðsögn og svo var haldin ham­ borgaragrillveisla við Valhúsaskóla. Hápunkturinn í þessari vel heppnuðu dagskrá var svo Brekku­ söngurinn í Plútóbrekku þar sem fólk á öllum aldri mætti til að lyfta sér upp. Leikarinn og Sel­ tirningurinn Jóhann G. Jóhannsson hélt uppi rífandi stemningu með valinkunnu liði listamanna. Meðal annarra stigu á svið strákarnir í hljómsveitnni Tapír og bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson stýrðu mjög vel heppnuðum fjöldasöng. Stemningin í brekkunni var stórkostleg að sögn viðstaddra en talið er að um 700 manns hafi mætt á svæðið. Bæjarins beztu buðu upp á pylsur og Veislan bauð upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu í brekkunni. Allt ákaflega þjóðlegt. Framtakinu var vel tekið af bæjar­ búum og fólk var á einu máli um að bæjarhátíð Seltjarnarness væri sannarlega komin til að vera. GötuGrill Íbúar úr öllum hverfum bæjarins samein- uðust um grillveislu sem haldin var við Valhúsaskóla. Gleðipinnar Sjöfn Þórðardóttir, Frikki Dór og Jón Jónsson. Gleði í plútóbrekku Mikill fjöldi fólks á öllum aldri kom saman í Plútóbrekku. kjötsúpukarlarnir Veislan bauð bæjarbúum upp á heita, hressandi kjötsúpu. laktósalaust Boðið var upp á ís í sundlauginni og féll það vel í kramið hjá þeim yngstu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.