Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Síða 39
Bæjarbúar í blússandi stuði á Seltjarnarnesi 700 manns komu saman um síðustu helgi þegar bæjar­ hátíð Seltjarnarness fór fram í fimmta sinn. Hátíðin í ár var sú umfangsmesta til þessa og dagskráin aldrei fjöl­ breyttari. Hátíðin hófst með sund­laugarpartíi í sundlaug Sel­tjarnarness þar sem boðið var upp á laktósalausan ís og lifandi tónlist. Bæjarbúar skreyttu hús og lóðir samkvæmt litaþema, boðið var upp á hjólreiðatúr um nesið undir leiðsögn og svo var haldin ham­ borgaragrillveisla við Valhúsaskóla. Hápunkturinn í þessari vel heppnuðu dagskrá var svo Brekku­ söngurinn í Plútóbrekku þar sem fólk á öllum aldri mætti til að lyfta sér upp. Leikarinn og Sel­ tirningurinn Jóhann G. Jóhannsson hélt uppi rífandi stemningu með valinkunnu liði listamanna. Meðal annarra stigu á svið strákarnir í hljómsveitnni Tapír og bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson stýrðu mjög vel heppnuðum fjöldasöng. Stemningin í brekkunni var stórkostleg að sögn viðstaddra en talið er að um 700 manns hafi mætt á svæðið. Bæjarins beztu buðu upp á pylsur og Veislan bauð upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu í brekkunni. Allt ákaflega þjóðlegt. Framtakinu var vel tekið af bæjar­ búum og fólk var á einu máli um að bæjarhátíð Seltjarnarness væri sannarlega komin til að vera. GötuGrill Íbúar úr öllum hverfum bæjarins samein- uðust um grillveislu sem haldin var við Valhúsaskóla. Gleðipinnar Sjöfn Þórðardóttir, Frikki Dór og Jón Jónsson. Gleði í plútóbrekku Mikill fjöldi fólks á öllum aldri kom saman í Plútóbrekku. kjötsúpukarlarnir Veislan bauð bæjarbúum upp á heita, hressandi kjötsúpu. laktósalaust Boðið var upp á ís í sundlauginni og féll það vel í kramið hjá þeim yngstu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.