Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Qupperneq 51
fólk - viðtal 27Helgarblað 1. september 2017 margir aðdáendur enska boltans, hátt miðaverð á leikina. „Það er ekki séns lengur að kaupa miða á leiki í gegnum félögin. Þetta er allt selt á svörtum markaði. Svona borga ársmiðahafarnir á vellinum upp sína miða. Þeir einfaldlega velja 4 til 5 leiki yfir tímabilið sem þeir sleppa og selja miðana á þá í gegnum milligönguliði á marg­ földu verði. Síðan fara miðarnir áfram í sölu til þriðja aðila sem vill líka fá sitt. Svo þú sérð hvað miða­ verðið er fljótt að hækka. Ársmiða­ hafarnir fá með þessu móti frítt á völlinn, eða fá jafnvel borgað fyrir að mæta,“ segir hann og bætir við: „Þetta verður að stoppa. Maður skilur heldur ekki af hverju liðin leyfa þessu að gerast. Hinn venju­ legi Breti kemst ekki lengur á völl­ inn vegna þess hvað miðaverðið er orðið hátt. Líkt og með svo margt annað þá snýst þetta fyrst og fremst um peninga. Það er ömur­ leg þróun.“ Viðar bendir á að miðarnir á leikina, sem annars hefðu farið til heimamanna, séu nú aðal­ lega seldir til ferðamanna. „Það dregur líka niður stemninguna á vellinum. Túristarnir kunna til dæmis ekki söngvana. Þó svo að Íslendingar kunni þá flesta þá er þróunin mjög slæm. Ég fer á leiki til að fá stemninguna. Ég er adrenalínfíkill og langar helst hafa gæsahúð allan tímann. Þá er ég góður.“ Ónýtt bak eftir bílslys Í tæp ár hefur Viðar verið á ör­ orkubótum. Helsta ástæða þess er bílslys sem hann lenti í að kvöldi jóladags árið 2003. Þá var hann á leið til vinar síns sem bjó á Álftanesi. Mikill snjór var á götun­ um umrætt kvöld en hvorki var búið að skafa né salta þær. „Ég var á leiðinni í heimsókn til vinar míns sem bjó á Álftanesi. Bíllinn rann í hálku yfir á rangan vegarhelm­ ing og endaði á ljósastaur. Hann gjöreyðilagðist. Aftursætin voru komin upp í loft og farþegasætið nánast í fangið á mér. Í raun og veru var ekkert eftir nema sætið sem ég sat í. Mér var sagt að það væri kraftaverk hvað ég slapp vel. Kærastan mín þáverandi ætlaði að koma með mér í þessa heim­ sókn en hætti við að fara á síðustu stundu. Ef hún hefði farið með þá væri hún ekki á lífi í dag.“ Eftir slysið byrjaði Viðar að finna verki í mjóbakinu. Í mörg ár á eftir harkaði hann verkina af sér en að lokum gaf bakið undan. „Ég verð á örorku fram á haustið en veit ekki hvað gerist eftir þann tíma. Bakið á mér er ónýtt. Ég hef verið í sjúkraþjálfun og tek verkja­ lyf á hverjum degi. Það hjálpar en ég tel ekki miklar líkur á að það lagist mikið. Ég fer að minnsta kosti aldrei í líkamlega vinnu aftur. Svo mikið er víst.“ Beið eftir símtalinu örlagaríka Viðar kveðst sömuleiðis hafa verið mikill kvíðasjúklingur en í dag hef­ ur hann náð góðum tökum á kvíð­ anum. Kvíðinn byrjaði að gera vart við sig samhliða fjölskylduharm­ leik sem stóð yfir í tíu ár, og lauk með ógnvænlegum hætti þann 13. febrúar 2010. Á þeim degi fannst systir hans, Sigrún Krist­ björg Tryggvadóttir, látin. Sigrún hafði verið í mikilli óreglu en að sögn Viðars voru þau alla tíð mjög náin. „Sigrún var fimm árum eldri en ég, fædd 1980. Við áttum alltaf gott samband. Hún var stórkostleg manneskja og vildi öllum vel. Sig­ rún átti tvö börn sem hún elskaði út af lífinu en fíkniefnin náðu alltaf yfirhöndinni. Hún átti aldrei séns gegn dópinu.“ Viðar segir að systir hans hafi oft gert tilraunir til að vera edrú. Mest náði hún tveimur árum, 2006–2008. Hann segir það hafa verið góðan tíma fyrir fjölskylduna en því miður hafði sjúkdómurinn alltaf betur. „Það getur enginn gert sér í hugarlund, nema þeir sem hafa lent í því, hvað svona ástand hefur hryllileg áhrif á fjölskyldur fíkla. Það var stríðsástand á heimilinu í tíu ár. Sigrún bjó meira og minna á götunni á meðan hún var í neyslu. Tilvera mömmu snerist um að leita hana uppi og vera í samskipt­ um við lögregluna á milli þess sem hún engdist um af kvíða og áhyggjum.“ Viðar segir að Sigrún hafi verið búin að fara í ótal meðferðir og verið lokuð inn á geðdeild. „Hún hoppaði tvisvar sinnum út um glugga á fjórðu hæð til að flýja út af Landspítalanum. Hún brotnaði en staulaðist samt niður í miðbæ til að leita uppi næsta skammt. Fráhvörfin voru svo mikil. Maður er sannarlega búinn að kynnast þessum sjúkdómi. Þegar staðan á einstaklingum er svona slæm þá er líka svo lítið gert. Auðvitað fékk hún mikla aðstoð en miðað við hvað Sigrún var veik hefði mátt gera miklu meira. Fólk eins og hún er í lífshættu á hverjum einasta degi.“ Morguninn örlagaríka, þegar Viðar fékk símtalið um að systir hans hefði fundist látin, bjó hann í Noregi. „Ég vissi strax að nú væri þetta búið. Við fjölskyldan vorum búin að bíða eftir þessu símtali lengi og það gat ekki verið nein önnur ástæða fyrir því að mamma væri að hringja í mig svo snemma morguns. Sigrún fannst látin í einhverju hús­ næði þar sem hún hafðist við. Ein­ hver hringdi á sjúkrabíl en þá var það, því miður, orðið of seint. Það hefði hugsanlega mátt bjarga henni en enginn gerði það. Sorgin sem kom í kjölfarið var yfir þyrmandi. Þó svo að við værum búin að hugsa um símtalið, og hvenær hún færi, í mörg ár þá er ekki hægt að undir­ búa sig fyrir dauðann. Svona eftir á að hyggja var þetta kannski betra svona. Sigrún var fársjúk og kvaldist á hverjum einasta degi. Ég er alveg viss um að henni líður miklu betur núna.“ Langar í kærustu Viðar segist aldrei hafa snert fíkni­ efni og að sama skapi hafi hann og áfengi aldrei átt vel saman. Viðar er nýlega kominn úr sambandi en hann hefur verið einhleypur síð­ ustu sex mánuði. Það er í fyrsta skipti í tíu ár sem hann hefur verið einn svo lengi. „Það er spes að vera einhleypur. Ég hef verið í sambandi með þremur konum. Það leið aldrei langur tími á milli þeirra svo þetta er alveg nýtt fyrir mér. Ég hef ekki verið að leita mér að kærustu en ég viðurkenni að ég er orðið svolítið þreyttur á að vera einn. Ég er sambandsmaður. Mér þykir gott að kúra með einhverjum yfir góðum sjónvarpsþætti og langar í einhvern sem ég get deilt lífinu með,“ segir hann brosandi út í annað. Að lokum vill Viðar benda öllum þeim sem hafa brennandi áhuga á enska boltanum að adda honum á Snapchat undir nafninu enskiboltinn „Það er spennandi vetur fram undan og ég hlakka til að miðla boltanum áfram til þeirra sem nenna að horfa.“ n Langar í kærustu „Hún hoppaði tvisvar sinnum út um glugga á fjórðu hæð til að flýja út af Landspít- alanum. Hún brotnaði en staulaðist samt niður í miðbæ til að leita uppi næsta skammt. Frá- hvörfin voru svo mikil. Viðar Skjóldal Hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni. Mynd Sigtryggur Ari Sigrún Kristbjörg tryggvadóttir Systir Viðars lést eftir að hafa tekið of stóran skammt árið 2010.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.