Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 68
44 menning - SJÓNVARP Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 Sjónvarp Símans Helgarblað 1. september 2017 Sunnudagur 3. september 07.00 KrakkaRÚV 07.01 Kioka 07.08 Nellý og Nóra 07.15 Sara og önd 07.22 Klingjur 07.34 Hæ Sámur 07.41 Begga og Fress 07.53 Póló 07.59 Kúlugúbbarnir 08.22 Úmísúmí 08.45 Mói 08.56 Söguhúsið 09.03 Millý spyr 09.10 Letibjörn og læmingj- arnir 09.17 Drekar 09.40 Undraveröld Gúnda 09.52 Klaufabárðarnir 10.05 Vísindahorn Ævars 10.15 Frakkland - Ísland (EM karla í körfubolta) 12.55 Eldhugar íþróttanna 13.20 Slóvenía - Grikkland (EM karla í körfubolta) 15.10 Walt Disney Heimildarmynd um Walt Disney sem byggði upp eitt mesta stórveldi skemmtanaiðnaðarins. Disney-samsteypan hefur ekki aðeins sópað að sér fleiri Óskarsverð- launum en nokkur önnur heldur fundið upp nýtt listform í kvikmyndum og hannað skemmti- garða sem eiga engan sinn líka. 16.00 Menningin - saman- tekt 16.20 Í fullorðinna manna tölu 17.05 Alheimurinn 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.25 Basl er búskapur 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Loforð (1:4) Ný íslensk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna. Hanna og Baldur eru ósköp venjulegir krakkar í Reykjavík. Lífið tekur stakkaskiptum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja. 20.15 Sögustaðir með Einari Kárasyni 20.45 Poldark 21.45 Christopher Jefferies missir æruna 22.50 Bless, tungumál (Adieu au langage) Frönsk kvikmynd eftir Jean-Luc Godard. Gift kona og einhleypur karlmaður eiga í leyni- legu ástarsambandi og hundur flækist úr borg í sveit. Árstíðirnar líða og leiðir þeirra liggja sundur og saman á ný. Myndin hlaut verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Cannes 2014. Leikarar: Héloïse Godet, Kamel Abdelli og Richard Chevallier. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 23.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Strumparnir 07:25 Waybuloo 07:45 Grettir 08:00 Ævintýraferðin 08:10 Kormákur 08:20 Blíða og Blær 08:45 Pingu 08:50 Tommi og Jenni 09:15 Kalli kanína 09:40 Lína langsokkur 10:05 Lukku láki 10:30 Ninja-skjaldbökurnar 10:55 Friends 12:00 Nágrannar 13:45 Friends 14:10 The X Factor 2017 15:15 Hið blómlega bú 15:50 Út um víðan völ 16:25 Feðgar á ferð 16:55 Hvar er best að búa 17:40 60 Minutes ( 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn 19:10 World of Dance 19:55 Landhelgisgæslan 20:20 The Loch 21:05 The Sinner spennuþættir með Jessicu Biel og Bill Pullman sem fjallar um unga móður sem glímir við óútskýrða og tilvilj- anakennda ofbeldisfulla hegðun sem hún og aðrir sem þekkja til kunna engin skil á. 21:50 X Company 22:35 60 Minutes 23:20 Suits 00:10 The Sandham 00:55 Broadchurch 01:45 Broadchurch 03:25 James White Dramatísk mynd frá 2015. Utanfrá séð mætti halda að hinn rótlausi James White, sem er á þrítugsaldri, sé haldin einhvers konar sjálfseyðingarhvöt og virðingarleysi gagnvart sjálfum sér og öðrum. Innra með sér er hann hins vegar góð persóna sem þráir að koma lífi sínu á réttan kjöl. Þegar móðir hans, Gail, byrjar að færast hraðar og hraðar nær dauðanum vegna banvæns og ólæknandi sjúkdóms. 04:50 100 Code Hörkuspennandi þættir sem gerast í Stokkhólmi en þegar ungar konur finnast látnar eftir að hafa verið myrtar á hrottalegan hátt er rannsóknarlögreglu- maðurinn Tommy Conley fengin að láni frá New York til að aðstoða lögregluna í Stokkhólm til þess að leysa þessa glæpi. 06:20 Friends 06:00 Síminn + Spotify 08:00 Everybody Loves Raymond 08:20 King of Queens 08:45 King of Queens 09:05 How I Met Your Mother 09:50 The McCarthys 10:15 Speechless 10:35 The Office 11:00 The Voice USA 12:30 Survivor 13:15 Playing House 13:40 Million Dollar Listing 14:25 No Tomorrow 15:10 The Muppets 15:35 Rules of Engagement 16:00 The Odd Couple 16:25 Everybody Loves Raymond 16:50 King of Queens 17:15 How I Met Your Mother 17:40 Hvíti kóalabjörninn 19:05 Friends with Benefits 19:30 This is Us 20:15 Doubt Lögmannadrama af bestu gerð. Lögmaður felur fyrir umbjóðanda sínum, heillandi skurð- lækni, sem er sakaður um hrillilegt morð á kærustu sinni fyrir 24 árum. 21:00 Law & Order: Special Victims Unit 21:45 Elementary 22:30 House of Lies 23:00 Damien. 23:45 Queen of the South 00:30 The Walking Dead 01:15 The Good Fight 02:00 Taken 02:45 Happyish 03:15 Law & Order: Special 04:00 Elementary Sherlock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. 04:45 House of Lies 05:15 Damien (8:10) Spennuþáttaröð um ungan mann sem kemst að því að hann er ekki eins og fólk er flest. Margir muna eftir Damien Thorn sem var andsetinn krakki í myndinni The Omen sem sló í gegn árið 1976. Núna er Damien orðinn fullorðinn og alveg grunlaus um hin djöfullegu öfl sem umlykja hann. Aðal- hlutverkin leika Bradley James (Merlin), Barbara Hershey og Megalyn Echikunwoke. Beðið eftir spennunni P oldark er á kominn aftur á skjáinn hjá RÚV. Veri hann velkominn! Það verður að segjast eins og er að atburðarásin í fyrstu þáttunum er ekki verulega spennandi. Það fór samt smá hrollur um mann þegar gamla konan, Agatha frænka, einn sterkasti karakter þessa mynda- flokks, sagði myrkri röddu að bölvun hvíldi yfir nýfæddum syni Elísabetar. Í þáttum eins og þessum boða svoleiðis spár ekki gott. Það flækir málið svo verulega að svo virðist sem Ross Poldark sé faðir drengsins, en ekki eiginmaður Elísabetar, hinn illi George. Hvað gerist ef George fer að gruna að svo sé? Hann er ekki maður sem ber harm sinn í hljóði heldur lætur hefndina tala. Maður bíður eftir að spenn- an taki völdin í Poldark og það hlýtur að gerast. Á meðan svo er ekki hefur maður vissa ánægju af að fylgjast að lífsbaráttu að- alpersónanna. Vonandi fer samt ekki fyrir þessum þáttum eins og svo mörgum að þeir verða svo langdregnir að maður finn- ur fyrir þreytu. Það á til dæmis við um Spilaborg þar sem sagan er dregin svo á langinn að sú hugsun verður áleitin hvort ekki fari að líða að síðustu þáttaröð. Maður getur ekki eytt mörgum árum af ævi sinni í áhorf á þátt sem virðist ætla að verða enda- laus. n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið „Vonandi fer samt ekki fyrir þessum þáttum eins og svo mörgum að þeir verða svo langdregnir að maður finnur fyrir þreytu. Tuttugu árum seinna B æði RÚV og Stöð 2 sýndu heimildamynd um Díönu prinsessu nú þegar 20 ár eru liðin frá sviplegum dauða hennar. Allan ágústmánuð hafa breskar sjónvarpsstöðvar sýnt myndir um konuna sem er enn í hugum fólks prinsessa fólksins. Í heimildamyndinni sem RÚV sýndi var meðal annars rætt við ættingja og vini Díönu. Þarna voru mörg góð viðtöl. Sterkust voru viðtölin við syni henn- ar, Vilhjálm og Harry, sem eru áber- andi lausir við hroka og yfirlæti og virðast hafa hlýja nærveru sem kóngafólk skortir svo oft. Slíkt fólk er yfirleitt ekki mikið fyrir að faðma fólk og snerta það, eins og Díana átti svo auðvelt með. Bræðurnir voru stundir klökkir þegar þeir töluðu um fráfall móður sinnar. Það hvílir greinilega einnig þungt á þeim að fjölmiðlar hundeltu Díönu hvert sem hún fór og reyndu jafnvel að espa hana upp til að ná myndum af henni í uppnámi. Ljót er svo sagan af því hvernig þeir þreyttust ekki á að taka myndir af henni þar sem hún var deyjandi í bílflaki í undir- göngum í Parísarborg. Harry prins var nálægt því að komast í uppnám þegar hann talaði um það. Þetta var falleg mynd sem gaf trúverð- uga mynd af konu sem var sannar- lega ekki gallalaus og ekki alltaf hamingjusöm en kunni um leið að gleðjast og átti afar auðvelt með að sýna öðrum hlýju og góðvild. Sama kvöld og myndin var sýnd á RÚV sýndi fréttastofan Sky mynd- ir af því þegar bræðurnir komu að Kensingtonhöll til að leggja blóm við hlið hallarinnar og skoðuðu um leið myndir og skilaboð sem al- menningur hafði komið þar fyrir. Þetta gerðu prinsarnir 20 árum eftir að hafa verið harmi slegnir á sama stað. Þá eins og nú skoðuðu þeir blómahafið og lásu skilaboð sem þar voru í minningu prinsessu sem fólki þótti og þykir enn svo afskap- lega vænt um. n Prinsessa fólksins er ekki gleymd Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.