Morgunblaðið - 20.04.2017, Page 31

Morgunblaðið - 20.04.2017, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017 „Anna Kristine? Ertu útlensk?“ „Já, pabbi minn er Tékki.“ „Það hlaut að vera; Kristine er útlenskt nafn.“ Þá hófust útskýringarnar: „Reyndar er það Önnu nafnið sem er tékkneskt, Kristine nafnið er norskt og ég heiti í höfuðið á mág- konu mömmu.“ Það hefur oft komið sér vel að heita nafni sem aðeins ein kona á Íslandi bar. Enda hlýddi ég aldrei nafninu Anna Kristín frekar en Anna Margrét. Kristine, sem ég heiti í höfuðið á og er kvödd í dag, þurfti hins vegar oft að sætta sig við að kallast Kristín. Hún talaði aldrei um hvort henni þætti það vera nafn sem hún í rauninni ekki bar, en óneitanlega hefði nú verið gaman ef Mannanafnanefnd hefði verið í stuði árið 1972 og sam- þykkt að dótturdóttirin fengi að bera Kristine nafnið. Í mínum huga er nafnið Kristine skrásett vörumerki. Það geislaði af Kristine hvert sem hún kom. Hún var afar glæsi- leg kona og starfaði áratugum saman fyrir Kvenfélagið Hringinn, annaðist heimili sitt og uppeldi barnanna einstaklega vel og reyndist Árna móðurbróður mín- um stoð og stytta, ekki síst í veik- indum hans. Jóladagar bernsku minnar eru bjartleitir, þangað sem stórfjölskyldur Kristine og Árna komu saman á Ásvallagötu 79. Kristine Eide Kristjánsson ✝ Kristine EideKristjánsson fæddist 22. október 1921. Hún lést 6. apríl 2017. Útför Kristine fór fram 19. apríl 2017. Við Kristine hittumst auðvitað í óteljandi skipti á ævi okkar. Ég man hana brosa æðru- laust eftir að hún sópaði til sín fyrstu verðlaunum í golfi ár eftir ár eftir ár og ég man hana eins og drottningu í breskum kastala fyrir fjórum árum. Þar var Kristine í umhverfi sem var eins og sniðið að þeim glæsileika sem einkenndi hana alla tíð. Vart þarf að taka það fram að hún hafði mun meira úthald en þrjá- tíu árum yngri nafnan. Frændsystkini mín á Íslandi eru aðeins fjögur, en ég tel að ekki hefði verið hægt að fá eins góð og náin frændsystkini og bróðurbörn móður minnar. Þau hafa alla tíð verið eins og klettar í fjölskyldu okkar, greindar mann- eskjur og afburða gott fólk. Það sama á við um börn þeirra og barnabörn. Ég spurði móður mína aldrei hvers vegna hún hefði valið mér nafnið Kristine. Ekki fyrr en ég fór að velta þessari minningar- grein fyrir mér. „Við Kristine vor- um svo góðar vinkonur að það var eðlilegast að fyrsta dóttir mín bæri nafn hennar,“ svaraði hún. Og þetta er nafn sem ég er stolt af að bera og vona ég beri með sóma fram á síðustu stundu. Megi himnasmiðurinn blessa börn, tengdabörn og alla afkom- endur Kristine Eide. Ég er sann- færð um að hún fékk góðar mót- tökur í ríki eilífðarinnar. Þar hittumst við næst. Anna Kristine. Kær vinkona mín og mágkona hefur fengið hvíldina. Við Krist- ine hittumst fyrst fyrir tæplega 75 árum, ég barn að aldri, hún rúmlega tvítug, geislandi fögur í skátabúningi. 75 ár er langur tími. Tími þar sem allt breytist; um- heimurinn og manneskjan. Kristine og Árni bróðir minn opinberuðu trúlofun sína árið 1943 og giftu sig tveimur árum síðar. Þau bjuggu fyrst í stað í sama húsi og við foreldrar okkar Árna, Ingunn Árnadóttir og Kristján Einarsson, og þar fæddust tvö elstu börn þeirra, Hans Kristján og Ingunn, og síðar eignuðust þau Guðrúnu og Einar. Á þessum ár- um dvaldi ég oft í Skotlandi og þangað heimsótti Kristine mig margoft. Við vorum góðar vinkon- ur, svo góðar að ég lét skíra frum- burð minn eftir henni. Kristine lagði alla tíð einstaka rækt við heimili sitt og jafnhliða því hugs- aði hún einkar vel um útlit sitt. Allt fram á síðasta dag var Krist- ine elegant dama. Hlé hefur verið gert á fundum okkar en ég er sannfærð um að við hittumst í ríki eilífðarinnar. Elskulegum bræðrabörnum mínum og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína. Í ljósi þess hversu vel þau hugsuðu um Krist- ine þegar vetur lífsins tók við geta þau kvatt hana sátt við Guð og menn. Elín Kristjánsdóttir (Ella). Góðar minningar eru gulli betri. Ég hitti Kristine Eide fyrst þegar ég gekk í kvenfélagið Hringinn árið 1974. Hún hafði þá starfað í félaginu frá árinu 1958 af miklum dugnaði. Ég var svo heppin að starfa strax með henni í nefnd, þannig að við kynntumst fljótt og vel og urðum góðir vinir. Ég var heppin þegar ég fékk hana til að starfa með mér í íbúðum og félagsstarfi aldraðra í Lönguhlíð 3 þar sem hún var elskuð og dáð af íbúum og samstarfsfólki fyrir glaðlegt viðmót og hjálpsemi. Kristine var glæsileg kona og vakti athygli hvert sem hún fór. Hún spilaði golf af miklum áhuga og vann til óteljandi verðlauna í þeirri íþrótt, var meðal annars Ís- landsmeistari í kvennaflokki. Ég minnist liðinna samverustunda okkar í störfum og leik með gleði og þökk. Ég bið góðan Guð að geyma kæra vinkonu og votta börnum hennar, barnabörnum, öðrum ættingjum og vinum inni- lega samúð. Jóna I. Guðmundsdóttir. Látin er góð vinkona mín, Kristine Eide Kristjánsson. Fundum okkar bar fyrst saman árið 1959 þegar ég vann hjá Þor- steini Ólafssyni tannlækni. Til hans komu margir skemmtilegir kúnnar og þar á meðal voru hjónin Árni Kristjánsson og Kristine Eide. Leiðir skildi þegar ég fór til ársdvalar í Englandi og hvarf heimkomin til annarra starfa. En svo var það fyrir fimm árum að fundum okkar bar saman á ný og endurnýjuðum við þá kynnin. Ég átti daglega við hana gefandi sam- töl í síma og ef ég vissi af góðum þætti í útvarpi eða sjónvarpi lét ég hana gjarnan vita. Hún var líka skemmtileg heim að sækja þar sem hún bjó í sinni fallegu íbúð í Aðalstræti 8 og eftir að hún veikt- ist heimsótti ég hana gjarnan á spítalann. Maður kom ævinlega ríkari af hennar fundi, hún sá ævinlega björtu hliðarnar á lífinu, það var eins og væri alltaf sólskin þar sem hún var. Hún var lífið og sálin í sinni fjölskyldu, elskuð af öllum. Ég kveð Kristine með söknuði, fullviss um að hún sé nú búin að hitta hann Árna sinn og aðra ást- vini. Þar hefur verið tekið vel á móti henni. Hvíl þú í friði. Þín vin- kona, Þórdís Gunnarsdóttir. Á sjöunda áratug síðustu aldar var leiðin norðan úr Skagafirði suður til Reykjavíkur bæði löng og ströng og fyrir lítinn krakka ætlaði tím- inn aldrei að líða. Þá var gott að geta haft viðkomu á Akranesi og notið gestrisni Lólóar og Ólafs áður en áfram var haldið með Akraborginni. Enda man ég vart eftir öðru en að þar væri hafður stans í suðurferðum. Þangað fór ég mína fyrstu langferð og þar var ég í fyrsta sinn skilin eftir í pössun einungis nokkurra vikna. Án þess að á nokkurn verði hallað var Lóló mín uppáhaldsfrænka. Hún var einstaklega barngóð og fyrir vikið fannst mér ævinlega gaman að koma á Sandabrautina. Alltaf sá Lóló til þess að ég hefði eitthvað að dunda við meðan full- orðna fólkið sat og spjallaði sam- an. Oft gaukaði hún að mér smá- gjöfum, fallegum servíettum og litlum dúkkum sem fengu nöfnin Lóló, Árni og Nína. Lóló var mik- ill fagurkeri, átti marga fallega hluti, svo sem bláa stellið, marg- litu glösin og jafnvel lítinn krakkastól sem smellpassaði mér um tíma. Þetta var löngu áður en mínimalisminn komst í tísku. Og ekki var síður spennandi að skoða alls kyns fínirí í herbergjum stóru frændsystkinanna. Einhvern tím- ann fékk ég líka að fara upp á háa- loft. Þar var sannkölluð töfraver- öld innan um kassa og dót, þar sem auðvelt var að gleyma sér. Lóló var gjafmild og rausnar- Björg F. Hansen ✝ Björg Friðriks-dóttir Hansen fæddist 25. júní 1928. Hún lést 6. apríl 2017. Útför Bjargar fór fram 18. apríl 2017. leg. Hún gaf mér Rauðhettuhnífa- pörin sem ég á enn í dag og þegar ég á fullorðinsárum fór sem skiptinemi til Finnlands, lagði hún mér til farar- eyri. Lóló var líka einstaklega gestris- in. Ég man hvernig borðin svignuðu undan kræsingum sem fallega voru á borð bornar. En það var ekki bara umhverfið sem skipti hana máli. Lóló hafði unun af að vera vel til höfð og hafði afskaplega gaman af að kaupa föt. Þær systur, mamma og hún, nutu þess að fara saman í búðir og var þá stundum keypt eitthvað sem gamaldags þenkj- andi körlunum þótti óþarfi. En því ekki að leyfa sér svolítinn óþarfa? Síðar fluttu Lóló og Ólafur í Kópavoginn. Þar dvöldum við oft lengi í senn, einkum við mæðg- urnar þegar pabbi var á sjúkra- húsi. Þetta var á þeim árum þegar ekki var um annað að ræða fyrir fólk utan af landi en að setjast upp hjá ættingjum fyrir sunnan þegar heilsuleysi bar að höndum. Þá var gott að eiga góða að á Reykjavíkursvæðinu, þar á meðal Ólaf og Lóló. Það er einkennileg tilviljun að mamma og Lóló skyldu eyða síð- ustu árunum og kveðja lífið á sama stað, í herbergi 344 á Drop- laugarstöðum. Nú eru þær báðar komnar á annað tilverustig ásamt Ásu og Ástu. Ég sé þær allar systurnar ljóslifandi fyrir mér, skrafa saman, hlæja og skemmta sér, kannski fyrir framan spegil að punta sig svolítið, jafnvel skreppa í búðir. Ef til vill er móðir þeirra, sem þær misstu allt of snemma, þarna líka. Það er eft- irsjá að þessum úrvals konum sem stóðu manni næst á uppvaxt- arárunum. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar og guð blessi minninguna um kæra móðursyst- ur sem eldri systurnar, mamma og Ásta, gáfu nafnið Lóló til að koma í veg fyrir að hún yrði köll- uð Lóa eins og Björg föðursystir þeirra. Gunnhildur Björnsdóttir. Kær skólasystir og samstúd- ent 1949, Björg Friðriksdóttir Hansen, er fallin frá. Okkur fækkar óðum, bekkjarsystkinum frá MA sem útskrifuðumst fyrir miðja síðustu öld. Ég veit að fólk segir – þið eruð orðin svo gömul. Ef til vill er þetta rétt, við erum að ná níræðisaldri, en það furðu- lega er að innra með okkur erum við ekkert gömul, og þegar ég rifja upp hvenær ég sá þessa bekkjarsystur mína fyrst finnst mér ekki langt síðan. Það mun hafa verið fyrsta sunnudag í júní 1941. Ég var stödd úti á hlaði á Miklabæ í Blönduhlíð á leið til kirkju. Ég sá allt í einu aftan á stelpu á mínum aldri í ljósum jakka og spurði Röddu frænku mína sem var með mér, hver þetta væri. Hún svaraði þegar í stað: „Hún heitir Björg Hansen en er kölluð Lóló, hún er dóttir Friðriks Hansen á Sauðárkróki.“ Í þá daga gegndu allir gælunöfn- um svo mér fannst sjálfsagt að nota Lóló þegar ég heilsaði henni seinna þennan dag. Það var krökkt af fólki á hlaðinu á Mik- labæ. Flestir voru að fara í kirkj- una á staðnum en þar átti að ferma, meðal annars tvo frændur mína. Já, þannig hittumst við Lóló fyrst og höfum síðan alltaf vitað hvor af annarri. Þegar ég lenti svo í bekk með henni haustið 1946 fannst mér ósköp notalegt að vita af henni í bekknum. Hún var mjög þægileg bekkjarsystir, aldr- ei með hávaða og læti en prúð og glöð stúlka. Síðasti veturinn okk- ar í menntaskóla var erfiður því að þá gekk svokölluð Akureyrar- veiki. Skólinn var lokaður í um tvo mánuði og allt fór í skrall. Lóló var ein af þeim sem fóru illa út úr veikinni, en þá spratt fram einn bekkjarbróðir okkar, Sigl- firðingurinn Ólafur Haukur Árnason, sem hljóp undir bagga og hjálpaði henni eins og hann gat. Þegar við gengum undir stúd- entspróf um vorið varð hún að fresta einu eða tveim prófum til hausts og þótti henni það ekki gott. En auðvitað gekk það ágæt- lega og mér er af persónulegum ástæðum mjög minnisstætt þegar hún lauk prófi. Eftir 17. júní hafði ég látið Kristján Hallgrímsson taka stúdentsmynd af mér. Ég fór ein og var eins og þrumuguð á myndunum. Þegar Lóló lauk prófi hafði hún samband við mig og eina systur mína og bað okkur að koma með sér til myndatöku. Við vorum kátar og glaðar ungar stúlkur þegar við leiddumst inn í bæ í myndatöku fallegan sól- skinsdag. Þarna fékk ég passandi stúdentsmyndir af mér og tók hinar úr umferð. Lóló og Óli Haukur giftu sig á Þorláksmessu 1950 og urðu eitt af mörgum pörum innan bekkjarins. Það var alltaf mjög gott að vita af þeim og leita til þeirra, hvort heldur var í Stykkishólmi, á Akranesi eða hér á Reykjavíkur- svæðinu. Seinni árin fékk Lóló áhuga á myndatökum og þegar við bekkjarsystur hittumst var hún gjarnan með forláta mynda- vél og tók af okkur myndir sem hún gaf okkur. Fyrir hönd bekkjarsystkina minna votta ég Ólafi Hauki og börnum þeirra Lólóar innilega samúð við fráfall hennar. Við þökkum vináttu og samfylgd um 70 ára bil og biðjum Guð að varð- veita þau og afkomendur. Steinunn Bjarman. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR HELGI EINARSSON, Hraungörðum v/Reykjanesbraut, Hafnarfirði, lést 12. apríl. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 24. apríl klukkan 15. Ástvaldur Óskarsson Martha Jónasdóttir Helgi Óskarsson Þórný Óskarsdóttir Halla Kristjánsdóttir Veigar Óskarsson og barnabörn Elskulegi pabbi okkar, tengdapabbi, afi, langafi og langalangafi, MAGNÚS STEINGRÍMSSON, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis að Grensásvegi 60, Reykjavík, lést á bráðamóttöku í Fossvogi laugardaginn 1. apríl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. apríl klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Kristjana Magnúsdóttir Alda Magnúsdóttir Vöggur Clausen Magnússon Stefanía Jóhannsdóttir Svanfríður Magnúsdóttir Sigurjón Þorláksson Sigrún Magnúsdóttir Kristinn Ingi Sigurjónsson og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og mágur, GUÐJÓN INGIMUNDARSON trésmiður, frá Melhóli í Meðallandi, lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 13. apríl. Stefán Ingi Guðjónsson Anna H. Birgisdóttir Steinunn Guðjónsdóttir Birgir Aðalsteinsson Árni Ingimundarson Guðrún Káradóttir Bergur Ingimundarson Sólveig Snorradóttir Sveinbjörg Ingimundardóttir Ólafur J. Jónsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN VIGNIR KARLSSON, fv. skólastjóri og framkvæmdastjóri, lést á heimili sínu, Klifsholti við Kaldársel, mánudaginn 17. apríl. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 25. apríl kl. 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð líknardeildar og Heimahlynningar Landspítalans. Hjördís Edda Ingvarsdóttir Vigdís Jónsdóttir Daníel Helgason Ingvar Jónsson Sigrún Eiríksdóttir Grímar Jónsson Guðríður Lára Þrastardóttir Karl Gunnar Jónsson Karolina Cyll barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, GUÐRÚN JÓNA HARALDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést að morgni laugardagsins 15. apríl. Útförin verður frá Oddakirkju laugardaginn 29. apríl klukkan 14. Guðbjörg Ágústsdóttir Haraldur Ágústsson Elín Ágústsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.