Morgunblaðið - 20.04.2017, Page 44

Morgunblaðið - 20.04.2017, Page 44
FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 110. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Hví senda giftir menn slík … 2. Andlát: Ármann Ármannsson 3. Foodco kaupir Kaffivagninn 4. Sérsveitin eflir búnaðinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hammondhátíð Djúpavogs hefst í dag og stendur til og með 23. apríl. Hátíðin er nú haldin í tólfta sinn en hún var fyrst haldin árið 2006. Meðal þeirra sem fram koma á há- tíðinni í ár eru Emmsjé Gauti, Dikta, Mugison, Langi Seli & skugganir og Föstudagslögin. Tónleikar fimmtu- dags, föstudags og laugardags fara fram á Hótel Framtíð en loka- tónleikarnir á sunnudaginn verða haldnir í Djúpavogskirkju. Morgunblaðið/Ómar Hammondhátíð Djúpavogs í 12. sinn  Danski bassaleikarinn og tón- skáldið Richard Andersson flutti til Íslands fyrir fjórum árum til að kynna sér menningu og tónlistarsenu landsins og tengdist fljótlega öðru tónlistarfólki, þ.á m. saxófónleik- aranum Óskari Guðjónssyni og trommuleikaranum Matthíasi Hem- stock. Þeir hafa upp frá því starfað saman undir nafninu Richard And- ersson NOR og eru nú á tónleikaferð um landið en tilefnið er útgáfa fyrstu hljómplötu tríósins. Í kvöld kl. 20 leikur tríóið í Hofi á Akureyri. Þaðan er förinni heitið til Siglufjarðar, tónleikar haldnir þar í Alþýðuhús- inu annað kvöld og 22. apríl leikur tríóið á Jazzhátíð Garða- bæjar. Seinustu tónleikar ferð- arinnar verða svo haldnir 23. apríl í Bryggjunni kaffihúsi í Grindavík. Richard Andersson NOR fagnar plötu Á föstudag Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s austast á landinu. Stöku él vestantil en annars víða bjart. Hiti kringum frostmark norðaustan til en annars 2 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægari og vestlægari. Gengur í norð- læga átt norðan til með éljum er líður á daginn, en úrkomulítið á A- og SA-landi. Þíða með suður- og vesturströndinni. VEÐUR Deildarmeistarar FH fögn- uðu naumum sigri gegn Aft- ureldingu í gærkvöld þegar undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta hófust. FH vann 28:27 eftir að Aftur- eldingu tókst ekki að nýta tvær síðustu sóknir sínar í leiknum. Valsmenn unnu af- ar sannfærandi sigur gegn Fram í Safamýri, 31:23. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitarimm- una. »2 FH og Valur skrefi nær úrslitarimmu „Ég er viss um að leikir Stjörnunnar og Gróttu verða spennandi en reikna ekki með eins miklu af leikjum Fram og Hauka einfaldlega þar sem ég hef ekki mikla trú á Haukaliðinu um þess- ar mundir. Þótt Haukar hafi burstað okkur í Val í deildarkeppninni þá finnst mér eitthvað vanta hjá Haukum,“ segir Kristín Guð- mundsdóttir, handknatt- leikskona úr Val, um und- anúrslit Ís- landsmóts- ins sem hefjast í dag. »1, 4 Býst við að annað ein- vígið verði spennandi Juventus og Mónakó komust í gær- kvöld áfram í undanúrslit Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu. Þau verða í hattinum þegar dregið verður á morgun, ásamt Atlético og Real Madrid. Juventus sló Barcelona út án þess að fá á sig mark í tveimur leikj- um en Börsungar hafa skorað flest mörk allra liða í fimm sterkustu landsdeildum Evrópu í vetur. »3 Juventus hélt hreinu gegn besta sóknarliðinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Snapchat-vinsældirnar til að ná til krakkanna, vera fyrirmynd þeirra og talsmaður. Ég segir krökkunum frá reynslu minni og hvernig er best að takast á við vandamálin. Þeir eru mjög áhugasamir og það koma margir til mín eftir fyr- irlestrana eða hafa samband í gegnum samfélagsmiðlana og leita ráðlegginga. Ég tala bara út frá minni reynslu svo ég mæli alltaf með því að þau tali við fagaðila eða foreldra sína, við fólk sem þau treysta,“ segir Aron Már. Hann leggur mikla áherslu á að fólk sé óhrætt við að tjá tilfinn- ingar sínar. „Ég líki þessu alltaf við aðrar mannlegar þarfir eins og að borða, sofa, pissa og kúka. Ef þú heldur í þér í marga daga hlýtur eitthvað slæmt að gerast, en um leið og þú loksins ferð á klósettið líður þér svo miklu betur á eftir. Þetta er alveg það sama, ein af grunnþörfum okkar er að tjá til- finningar.“ Það er í himnalagi að gráta  Aron Már að- stoðar ungt fólk með Allir gráta Morgunblaðið/Árni Sæberg Allir gráta Aron Már Ólafsson er formaður félagasamtakanna Allir gráta og þekktur sem snapparinn Aronmola. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Það alast svo margir strákar upp við karlmennskuhugmyndina, að þeir eigi að vera karlmenn og ekki gráta. En ég er að reyna að snúa því við og segja ungu fólki að það sé í himnalagi að gráta og viður- kenna að það þjáist af þunglyndi eða kvíða eða líði illa,“ segir Aron Már Ólafsson, formaður félaga- samtakana Allir gráta. Hann stofn- aði samtökin í desember ásamt kærustu sinni, Hildi Skúladóttur, og góðum vini, Orra Gunnlaugs- syni. Er markmið þeirra að opna umræðuna um þunglyndi og kvíða á meðal barna og unglinga og þá sérstaklega karlmanna. Fann þörf í gegnum Snapchat Aron Már er leiklistanemi og þekktur sem Snapchat-stjarnan Ar- onmola en hann er með yfir 30 þús- und fylgjendur á Snapchat og um 13 þúsund á Instagram. Það var einmitt í gegnum Snapchat sem hann fann þörfina fyrir verkefni eins og Allir gráta. „Ég hef verið með Snapchat-aðgang í tæp tvö ár sem Aronmola, það byrjaði sem grín en síðasta haust opnaði ég fyr- ir umræðu um sjálfan mig. Ég vildi segja fólki sem væri að takast á við vanlíðan að það væri ekki eitt í því. Ég hef gengið í gegnum mikla erf- iðleika eftir að ég missti systur mína árið 2011, ég opnaði mig um það og sagði hvað ég gerði til að takast á við þunglyndið og til að komast yfir það. Það voru mikil viðbrögð við þessu vídeói og út frá því spratt hugmyndin að Allir gráta. Ég vildi taka þetta lengra og nýta krafta samfélagsmiðlana,“ segir Aron Már. Boltinn fór fljótt að rúlla og frá áramótum hefur Aron Már haldið fyrirlestra í grunn- og framhalds- skólum. „Mig langaði til að nota vefsíðunni www.allirgrata.is. Aron Már segir að ut- anaðkomandi nefnd muni velja bestu umsóknirnar. Fjár- magnið sem er nú í styrkt- arsjóðnum kom með söfn- un sem fór fram í gegnum Snapchat Arons Más í des- ember, þá söfn- uðust 2,5 millj- ónir. Nú eru þau að selja nælur til fjár- öflunar og þá taka þau einn- ig á móti frjáls- um framlögum inn á reikning nr. 528-14-404866 kt. 5612160530. Stuðla að bættu geðheilbrigði STYRKTARSJÓÐUR ALLIR GRÁTA Styrktarsjóður Allir gráta hefur opnað fyrir umsóknir í fyrsta sinn og er umsóknarfrestur fram til 1. júní. Sjóðurinn styrkir verkefni einstaklinga og hópa sem stuðla að bættu geðheilbrigði barna og unglinga á Íslandi. Verk- efnin geta ver- ið af öllum toga. Sótt er um þá upphæð sem þarf til að framkvæma verkefnið en hámarks- úthlutun er ein milljón til hvers verkefnis. Hægt er að sækja um á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.