Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2006, Side 3

Freyr - 01.05.2006, Side 3
EFNISYFIRLIT 12-15 ■ BREYTT BÚSETA - BREYTTUR LANDBÚNAÐUR - Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka fslands setti Búnaðarþing árið 2006. 16-21 ■ ALMENNAR UMRÆÐUR BÚNAÐARÞINGSFULLTRÚA - Að venju fóru eldhúsdags- umræður fram á fyrsta fundi Búnaðarþings. Yfirlit um starfsemi Bændasamtaka íslands árið 2005 - Sigurgeir Þorgeirsson tók saman................................4 Búnaðarþingsfulltrúar 2006 - þingfulltrúunum 49 er raðað eftir búnaðar- og búgreinasamböndum.7 Ávarp landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar - Matthías Eggertsson tók saman...................................8 Landbúnaðarverðlaun í áratug - yfirlit yfir verðlaunahafa síðastliðinn áratug................10 Ræða Haraldar Benediktssonar við setningu Búnaðarþings 2006 - Breytt búseta - breyttur landbúnaður..........................12 Almennar umræður Búnaðarþingsfulltrúa - þingfulltrúar tóku til máls á eldhúsdegi......................16 Búnaðarþing 2006 - úr fundargerð fyrsta fundar..................22 Listi yfir starfsnefndir - skipting þingfulltrúa í starfsnefndir á Búnaðarþingi..........22 33 ■ ÞÓ AÐ FRAMTÍÐ SÉ FALIN... - Daði Már Kristófersson gefur Tóninn um kynbætur I íslenska kúastofninum. 36-37 - Freyr tekur samstarfsfólk sitt I Bændahöllinni tali. Málaskrá Búnaðarþings 2006 - alls lágu 35 mál fyrir Búnaðarþingi I upphafi þess en þau voru orðin 37 í lok þingsins...............23 Ályktanir Búnaðarþings 2006 - ályktunum þingsins er raðað eftir nefndum...........................24 Hátíðarræða á Búnaðarþingi 2006 - Magnús B. Jónsson, fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, flutti ræðu við setningu Búnaðarþings........................30 Þó að framtíð sé falin... - Daði Már Kristófersson gefur Tóninn.........33 Bændahöllin við Hagatorg - saga Hallarinnar rakin í máli og myndum.............................34 Fólkið í Höllinni - stutt viðtöl við starfsfólk í Bændahöllinni.........36 Markaðurinn - verð á greiðslumarki og yfirlit um sölu ýmissa búvara og kjötmarkað.38 FORMÁLI Búnaðarþing, sem fer með æðsta vald í öllum málefnum Bændasam- taka (slands, var sett í Súlnasal Bændahallarinnar sunnudaginn 5. mars sl. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna setti þingið að viðstöddu fjölmenni. Meðal gesta var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og kona hans, Margrét Hauksdóttir, auk nokk- urra alþingismanna, forstöðumanna og starfsfólks stofnana og fyrir- tækja tengdum landbúnaðinum, starfsfólks Bændasamtakanna, bænda og annarra góðra gesta. Við setningu Búnaðarþings 2006 söng karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði ásamt því að strengjakvartett, skipaður nemendum úr Listaháskóla (slands, lék Ijúfa tóna. Landbúnaðarráðherra flutti ávarp og Magnús B. Jónsson, fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, flutti hátíðarræðu. Hvorttveggja er að finna í þessu tölu- blaði Freys. Landbúnaðarráðherra veitti landbúnaðarverðlaunin I tí- unda skipti við setningu Búnaðarþings og komu þau í hlut ábúend- anna á Syðri-Bægisá í Öxnadal, fyrrverandi ábúenda á Bergsstöðum á Vatnsnesi, eigenda Hestheima í Ásahreppi og hjónanna I Miðhús- um í Eiðaþinghá, sem eru jafnframt eigendur Eikar - listiðju. Að venju er 2. tbl. Freys helgað Búnaðarþingi og starfsemi Bænda- samtaka (slands. Er þar farið yfir störf þingsins, ályktanir þess birtar ásamt því að birta umræður þingfulltrúa á eldhúsdegi. Tilgangur út- gáfunnar er einkum sá að safna saman á einn stað upplýsingum sem tengjast Búnaðarþingi ár hvert. Þá er einnig að finna í þessu tölublaði yfirlit yfir starfsemi Bændasamtakanna á liðnu starfsári sem og stutta umfjöllun um nokkra af þeim fjölmörgu einstaklingum sem starfa f Bændahöllinni. Samkvæmt heimild I samþykktum Búnaðarþings er heimilt að halda Aukabúnaðarþing. Svo var gert þann 30. janúar sl. og var þingið haldið fyrir luktum dyrum. Aðalerindi þingsins var sala á hluta- fé Bændasamtaka Islands I Hótel Sögu ehf. og Hótel (slandi ehf. og á sérskráðum fasteignahluta Bændasamtaka (slands í Bændahöllinni við Hagatorg hvar skrifstofur Bændasamtakanna eru. Skemmst er frá því að segja að kauptilboði því sem stjórn Bændasamtakanna barst I þessar eignir var hafnað af þremur fjórðu þingfulltrúa. í kjölfarið samþykkti stjórn Bændasamtaka fslands að fela stjórn Hótel Sögu ehf. að gera nákvæma kostnaðar- og framkvæmdaáætlun við að taka húsnæði Bændasamtakanna I Bændahöllinni til hótelrekstrar. Stjórn Bændasamtakanna samþykkti jafnframt að Bændasamtökin geri greiningu á húsnæðisþörf sinni þannig að framkvæmdir, ef af þeim yrði, gætu hafist haustið 2007. ( blaðinu er að finna stutta um- fjöllun um byggingarsögu Bændahallarinnar en Aukabúnaðarþingi ekki gerð frekari skil. FREYR - Búnaðarblað -102. árgangur - nr. 2, 2006 • Útgefandi: Bændasamtök Islands • Ritstjóri: Orri Páll Jóhannsson (ábm.) • Auglýsingar: Orri Páll Jóhannsson • Prófarkalestur: Oddbergur Eiríksson og Álfheiður Ingimarsdóttir • Umbrot: Prentsnið - Ingvi Magnússon • Útlitshönnun: Blær Guðmundsdóttir • Aðsetur: Bændahöllinni v. Hagatorg - Póstfang: Bændahöllinni v. Haga- torg, 107 Reykjavík • Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sími: 563-0300, bréfsími: 562-3058 • Netfang FREYS: freyr@bondi.is • Netfang auglýsinga: freyr@bondi.is • Prentun: ísafoldarprentsmiðja, 2006 • Upplag: 1.600 eintök • Forsíða: Gagnkvæm væntumþykja bóndans á Syðri-Bægisá í Öxnadal og hrútsins hans. Ljósm. Áskell Þórisson. Freyr 05 2006 3

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.