Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2006, Síða 37

Freyr - 01.05.2006, Síða 37
STARFSEMI BÍ Elsa Særún Helgadóttir og Borgar Páll Bragason að villuprófa Fjárvís.is, nýtt skýrsluhaldsforrit í sauðfjárrækt lýsingar um mót í hestaíþróttum, og loks nýj- asta tölvukerfi Bændasamtakanna, Fjárvís.is. Fjárvís.is er vefmiðað skýrsluhaldsforrit I sauð- fjárrækt og gagnagrunnur þess er geysistór og hefur að geyma upplýsingar um á aðra milljón grípi. í fyrsta áfanga hafa um 20 sauð- fjárbændur fengið aðgang að upplýsingum um sitt bú í kjölfar námskeiðs sem haldið var á Hvanneyri ( aprílmánuði síðastliðnum. Öðr- um verður veittur skoðendaaðgangur að sín- um gögnum í framhaldinu. Elsa segir að for- ritið bjóði upp á mikla möguleika og að það bæti tvímælalaust aðgengi manna að upplýs- ingum um sína gripi. Henni hefur fundist vinnan við gerð forritsins spennandi en um leið ögrandi. „Það er von mín að kerfið verið notendavænt en það er enn í mótun og við vinnum úr ábendingum sem koma fram um úrbætur þess," segir Elsa. Auk starfsins í þágu bænda hefur Elsa set- ið í stjórn Almennings, starfsmannafélags Bændasamtakanna, þorra þess tíma sem hún hefur starfað innan veggja Bændahallarinnar. TÍMARNIR TVENNIR Sigríður Þorkelsdóttir á að baki tæplega 20 ára starfsferil í þágu bænda. Hún réð sig til Búnaðarfélags (slands árið 1988 en það og Stéttarsamband bænda sameinuðust síðar undir nafni Bændasamtaka íslands. Hún starfar á sviði fjármála og skrifstofu. Það má með sanni segja að það mæði mikið á starfs- fólki þessa sviðs þegar Búnaðarþing stendur yfir. Það fellur í hlut starfsfólks skrifstofunnar að halda utan um öll skráð gögn i tengslum við þingið, hvort heldur sem um málaskrána sjálfa er að ræða eða ferli einstakra mála sem yfirleitt lýkur með ályktunum. ( upphafi sinnti Sigríður ritvinnslustörfum og reikningagerð og hún segir það skemmtilegt hversu tímarn- ir hafi breyst. „Fyrst þegar ég hóf störf hérna var það m.a. hlutverk mitt að vélrita fyrir þá ráðunauta sem ekki höfðu tekið tæknina í sínar hendur. (dag horfir öðruvísi við því lang- flestir þeirra sem starfa innan þessara veggja vinna ritvinnsluna sjálfir," segir Sigríður. Hún ber ábyrgð á viðskiptamannabókhaldi Bændasamtakanna og sem dæmi má nefna að hún heldur utan um alla áskriftarsölu á Frey, Handbók bænda, Bændablaðinu, tölvu- forritum og annarri útgáfu á vegum Bænda- samtakanna, ásamt því að sinna tilfallandi verkefnum á skrifstofu. STARFAR SAMKVÆMT SÉRLÖGUM Lífeyrissjóður bænda hefur verið til húsa í Bændahöllinni síðan svokölluð Norðurálma var tekin í notkun seint á árinu 1985. Var sjóðurinn fyrstur til þess að flytja inn á þriðju Sigurbjörg Björnsdóttir, Sigrún Þóra Björnsdóttir, Erla Stefánsdóttir og Borghildur Jónsdóttir eru starfskonur Lífeyrissjóðs bænda Sigríður Þorkelsdóttir starfar á sviði fjármála og skrifstofu hæð viðbyggingarinnar. Hjá sjóðnum starfa fjórar fílefldar konur en um sjóðinn gilda sér- lög sem fyrst voru sett á Alþingi árið 1970 og tók sjóðurinn til starfa þann 1. janúar 1971. ( dag starfar sjóðurinn eftir lögum sem sett voru árið 1999 og í stjórn hans sitja fimm manns skipaðir af fjármálaráðherra, fjórir af þeim samkvæmt tilnefningum Hæstaréttar, Bændasamtakanna og landbúnaðarráðherra. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðsfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri og þvl er meginmarkmið hans að eiga fyrir líf- eyrisskuldbindingum. Staða sjóðsins styrktist verulega þegar andvirðið af sölu Lánasjóðs landbúnaðarins á síðasta ári rann til Lífeyris- sjóðs bænda og á hann nú fyrir heildarskuld- bindingum sínum. Það sem er helst á döfinni núna er að koma á aldurstengingu lífeyrisrétt- inda. Sterk krafa bænda varð til þess að sjóð- urinn var stofnaður á sínum tíma en ólíkt öðr- um starfsstéttum eiga bændur ekki stéttarfé- lag. Þeim málefnum sem hjá öðrum starfs- stéttum koma inn é borð hlutaðeigandi stétt- arfélaga verða því bændur að finna stað með öðrum hætti. Það hafa þeir gert eins og t.d. með stofnun Sjúkrasjóðs bænda í kjölfar samþykktar Búnaðarþings árið 2004. Bænda- samtökin fara með málefni hans. í HÖLLINNI í 30 ÁR Bændahöllin hýsir ekki eingöngu starfsemi Bændasamtakanna heldur einnig starfsemi ýmissa hagsmunasamtaka tengdum land- búnaðinum. Skrifstofur Landssamtaka sauð- fjárbænda, Áforms - átaksverkefnis um fram- leiðslu og markaðssetningu vistvænna og líf- rænna afurða, Félags eggjaframleiðenda, Fé- lags kjúklingabænda ásamt skrifstofu Stofn- unga sf., er allar að finna í húsinu. Auk þessa er að finna skrifstofu Landssamtaka slátur- leyfishafa. Starfskona þeirra er Guðrún Sigríð- ur Sigurjónsdóttir, betur þekkt sem Gulla Sigga. Hún fagnar um þessar mundir 30 ára starfsafmæli í Bændahöllinni. Gulla Sigga réð sig til starfa til Búnaðarfé- lags (slands, sem þá var og hét, haustið 1976. Hún hóf svo störf hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins árið 1988 og fluttist með starfs- mönnum þess yfir á félagssvið Bændasam- takanna þegar ráðið var lagt niður ( lok árs 1999. ( kjölfar þess að Landssamtök slátur- leyfishafa fóru þess á leit við Bændasamtökin árið 2000 að sinna sjálf skráningu á tölum um framleiðslu, sölu og birgðir á sláturafurðum, réð Gulla Sigga sig til þeirra. Það finnst ekki það framleidda kíló á þessu landi sem ekki fer með einum eða öðrum hætti í gegnum hend- urnar á Gullu Siggu því hennar helsti starfi er að framfylgja ákvæðum þess samnings sem Bændasamtökin, Landssamtök sláturleyfis- hafa og Landssamtök sauðfjárbænda hafa gert sín á milli um skráningu á framleiðslutöl- um sláturleyfishafa. Á þeim eru ýmsir útreikn- ingar þyggðir. FREYR 05 2006 37

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.