Freyr - 01.05.2006, Síða 34
Bændahöllin við Hagatorg
Saga hússins í máli og myndum
Bændahöllin á sjöunda áratugnum. Ljósm. óþekktur
BÆNDUR BYGGJA HÚS
Bændur samþykktu á Búnaðarþingi árið
1905 að ráðast í húsbyggingu á lóð 14b við
Lækjargötu. Hús Búnaðarfélags íslands reis
áfast húsi Iðnskólans I Reykjavík og eins og
segir I skýrslu um ályktun Búnaðarþings árið
1905 „verður það hvort tveggja sem eitt hús
mjög ásjálegt". Þótti húsið hið glæsilegasta.
Strax í byrjun þriðja áratugarins jukust umsvif
félagsins svo að bæta þurfti húsnæðisað-
stöðu þess. Var stjórn félagsins falið með
samþykktá Búnaðarþingi árið 1939 „að taka
til rækilegrarathugunar húsnæðismál félags-
ins" en uppi voru hugmyndir um að fram-
kvæma bráðabirgða breytingu á húsi félags-
ins í Lækjargötu eða jafnvel að byggja nýtt
hús. Átti nýbygging að vera höfuðsetur og
heimili Búnaðarfélags fslands en einnig að-
seturs- og samkomuhús bænda og þar af
leiðandi miðstöð til allrar kynningar- og fé-
lagsstarfsemi þeirra í höfuðstað landsins.
Búnaðarþing sem haldið var árið 1941
ályktaði um það að reisa bændahús í Reykja-
vík fyrir búnaðarsamtökin í landinu, skrifstof-
ur og gistiheimili en byggingarnefnd var ekki
kosin fyrr en sex árum síðar. Strax á þinginu
1941 komu upp hugmyndir um leiðirtil fjár-
öflunar vegna húsbyggingarinnar. Einhver
búnaðarsambandanna voru aflögufær með
stofnfé í sjóðinn sem og einstaklingar úr röð-
um bænda.
BÚNAÐARMÁLASJÓÐUR
Með samþykkt laga um Búnaðarmálasjóð á
Alþingi árið 1945 var það ákveðið að 0,5%
af því verði sem framleiðendum var greitt fyr-
ir vöru sína á hverjum tíma skyldi renna í
Búnaðarmálasjóð og varsla hans vera í hönd-
um Búnaðarfélags fslands. Tillaga fjárhags-
nefndar Búnaðarþings þess efnis að ákveðin
upphæð úr nýstofnuðum sjóðnum skyldi
renna til nýrrar húsbyggingar á ári hverju
næstu ár, var samþykkt á þinginu 1945. En
Adam var ekki lengi í Paradís og rúmu ári síð-
ar færði Alþingi ráðstöfunarrétt fjár úr sjóðn-
um úr hendi Búnaðarþings og í vörslu Bún-
aðarbankans. Skyldi fé sjóðsins næstu tíu
árin renna til fjárvana búnaðarsambandanna
vítt og breitt um landið. Var ákvörðun Al-
þingis því mikið bakslag í málefnum hús-
byggingar fyrir Búnaðarfélag íslands.
Lengi voru uppi hugmyndir þess efnis að
ráðast í byggingu með öðrum stofnunum og
félögum tengdum landbúnaðinum, svo sem
Skógrækt ríkisins og Sandgræðslunni. Bygg-
ingarnefnd, sem skipuð var árið 1947, leitaði
eftir því við arkitektana Þóri Baldvinsson og
Halldór H. Jónssonar að þeir yrðu ráðunaut-
ar um tilhögun byggingar félagsins. Þá komu
ýmsar lóðir til greina en úr varð að sótt var
um byggingarleyfi, sem síðar fékkst, á lóð við
Hagatorg vestur á Melum að tillögu arkitekt-
anna.
Á Búnaðarþingi árið 1951 voru lagðar
fram tillögur viðvíkjandi tekjuöflun Búnaðar-
félags (slands vegna húsbyggingar. Sam-
kvæmt samþykkt þingsins er stjórn félagsins
falið að leita umsagnar hreppabúnaðarfélag-
anna í landinu um þá tillögu að hækka Bún-
aðarmálasjóðsgjaldið um 0,25% til tekjuöfl-
unar fyrir húsbyggingarsjóð Búnaðarfélags
íslands. Hlaut málið ekki endanlega af-
greiðslu á Búnaðarþingi ári síðar. Enn var því
streðað við að afla fjár til byggingarinnar.
STÉTTARSAM B AN D
BÆNDA TIL SAMSTARFS
Stéttarsamband bænda ákvað endanlega á
aðalfundi slnum haustið 1954 að ganga til
samstarfs um byggingu húss yfir starfsemi
félaganna tveggja. Var á þeim tíma orðið
afráðið að byggingin yrði í senn hótel- og
skrifstofubygging á sex hæðum. Búnaðar-
þing 1955 ályktar enn og einu sinni um
breytingar á lögum um skiptingu fjár úr
Búnaðarmálasjóði þannig að Búnaðarfélag
íslands fái einhvern hluta þess og skyldi því
fé varið til húsbyggingarinnar. Óskaði félag-
ið jafnframt eftir áliti Stéttarsambands
bænda og búnaðarsambandanna vegna
þessa. Sama ár svarar Stéttarsambandið
með ályktun þess efnis að það leggist gegn
tillögunni.
Fjárfestingaleyfi fékkst fyrir byrjunarfram-
kvæmdum árið 1956 og tók Steingrímur
Steinþórsson þáverandi landbúnaðarráð-
herra, sem gegnt hafði og gegndi síðar
starfi búnaðarmálastjóra, fyrstu skóflu-
stunguna þann 11. júlí sama ár. Voru þá
tæp tuttugu ár liðin frá því að ályktun er
fyrst borin upp á Búnaðarþingi að leysa
þyrfti úr húsnæðisvanda Búnaðarfélags (s-
lands.
Viðbyggingin var formlega tekin í notkun seint á árinu 1985. Lífeyrissjóður bænda var
fyrsturtil þess að flytja inn á þriðju hæðina. Ljósm. óþekktur
34
FREYR 05 2006