Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2006, Blaðsíða 8

Freyr - 01.05.2006, Blaðsíða 8
BÚNAÐARÞING Ávarp landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra flutti ávarp við setningu Búnaðarþings 2006 Ráðherra hóf ávarp sitt með því að benda á að íslenskur landbúnaður býr nú við þær aðstæður að mikil eftirspurn er eftir afurðum hans, það ríkir sóknarstaða í flestum búgreinum, m.a. er ágætt jafnvægi á kjötmarkaði og jafnvel skortur á nautakjöti. Nýr mjólkursamningur tók gildi sl. haust sem styrkti mjólkurframleiðendur og af- urðastöðvar og senn hefst vinna við gerð nýs sauðfjársamnings, sem tekur við í upp- hafi árs 2008. Ég stefni að því að sá samn- ingur fái staðfestingu Alþingis á haustþingi. Islenskir bændur eru í dag vel virtir, sveit- in er í örri þróun, jarðaverð hátt og mikil uppbygging bæði f greinum landbúnaðar- ins og í orlofsbyggðum. Ný lögbýli rísa, oft í kringum íslenska hestinn, ferðaþjónustu og skógrækt. Þannig hafa verið stofnuð 70 ný lögbýli sl. tvö ár. Neysla mjólkur- og kjötvara er meiri en áður, skólar bjóða upp á skólamáltíðir í auknum mæli, ég vil þakka sveitarfélögum og skólum fyrir það framtak. Mikil vöruþróun á sér stað í mjólkur- og kjötvörum og hún skilar sér til neytenda sem gera kröfur bæði til gæða og matvæla- öryggis. Hátíðin Food and Fun dró að sér erlenda meistarakokka og blaðamenn sem lofuðu hráefnið; lambið, smjörið, ostana, skyrið og grænmetið okkar. (sland stefnir að því að hljóta viðurkenn- ingu sem sjálfbært land sem fer vel með auðlindir sínar. Á bak við hið góða hráefni er bóndi og sjómaður sem ann landi sínu, lífrfkinu og dýravelferðinni. Á tímum fuglaflensu og sjúkdóma sem herja víða um heim er mikilvægt að hver þjóð leitist við að tryggja sem best matvæla- öflun sína heima fyrir og treysti ekki alveg á milliríkjaviðskipti fyrir fæðuöryggi. Komi til heimsfaraldurs er íslenskur landbúnaður hornsteinn í hagvörnum landsins. [ vetur hefur borið á umræðu um hátt matvælaverð á íslandi miðað við verð í lönd- um Evrópska efnahagssvæðisins og starfar nú nefnd til að gera tillögur um úrbætur á því. Því fer fjarri að íslenskur landbúnaður sé sérstakt vandamál í þeim efnum því að fs- lenskar búvörur eru ekki hlutfallslega dýrari en aðrar matvörur. Verðmunurinn er hins vegar oft mestur á vörum sem eru fluttar inn án tolla og magntakmarkana. Matvælaum- ræðan undirstrikar hins vegar að tryggja verður neytendum góðar vörur á ásættan- legu verði, hagræðing og aukin hagkvæmni þarf að skila sér jafnt til framleiðenda og neytenda. Ég tel að helst megi lækka verð með lækkun vörugjalda og virðisaukaskatts á matvæli, sem og efldu eftirliti með sam- keppniskilyrðum á smásölumarkaði. Stærstu tíðindi sfðustu vikna eru án efa samkomulag (slands og Evrópusambandsins um tvíhliða viðskipti með búvörur. Þetta er í fyrsta sinn sem ísland gerir samning um gagnkvæma niðurfellingu á tollum. Niður- felling tolla á hestum til Evrópusambandsins eykur án efa útflutning hesta þangað en fs- land hafði þar einungis 200 hesta kvóta. Eftir það þurfti að greiða 12,5% toll. Þá var tollfrjáls útflutningur á lambakjöti aukinn úr 1.350 tonnum f 1.850 tonn og samið um gagnkvæmttollfrelsi fyrirtómata og gúrkur. Jarðvarmi okkar og raforka vekja athygli erlendis. Það kann að vera að hér þróist græn stóriðja undir gleri á tugum hektara. Mikilvægt er að kanna vel hvaða möguleika hið nýja samkomulag við Evrópusambandið kann að hafa fyrir útflutning íslenskra gróð- urhúsaafurða. í upphafi árs tók til starfa ný stofnun, Landbúnaðarstofnun, með aðsetur á Sel- fossi sem sameinar nokkrar undirstofnanir landbúnaðarins ( eina öfluga heild. Það eru ekki einungis breytingar hér heima fyrir sem móta landbúnaðinn, heldur einnig alþjóðlegir straumar. Þar ber hæst samningaviðræður innan WTO, þar sem m.a. er stefnt að auknum markaðsaðgangi með búvörur milli landa og skerðingu á heimildum til framleiðslu- og markaðstrufl- andi stuðnings. Stefna stjórnvalda er að tryggja landbún- aðinum tækifæri til að aðlagast farsællega þessari þróun. Þar má nefna að huga þarf að væntanlegum skuldbindingum í þessum efnum við endurskoðun á mjólkursamningi og gerð nýs sauðfjársamnings. í upphafi ráðherraferils míns sagði ég að skógrækt væri landbúnaður og sannarlega hefur skógrækt meðal bænda tekið við sér og fólk gerir sér grein fyrir að ný auðlind er að verða til á íslandi. Nú hafa verið gerðir 760 samningar við skógarbændur og rúm- lega 100 jarðir eru á biðlista. Alls hafa verið gróðursettar um 40 milljónir plantna á um 18 þúsund hekturum. Um landshlutabundin skógræktarverk- efni hafa gilt þrenn lög. Nú liggur fyrir Al- þingi frumvarp um að sameina þau í ein lög, ég vænti þess að það gerist fyrir vorið. Samhliða vaxandi skógrækt þarf að huga að frekari úrvinnslu skógarafurða. Nú er að störfum nefnd til að vinna að því verkefni. Á vegum Skógræktar ríkisins fer fram Freyr 05 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.