Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2006, Side 28

Freyr - 01.05.2006, Side 28
BÚNAÐARÞING Greinargerð: Búnaðarþing leggur áherslu á að fulltrúi B( í nefnd forsætisráðherra um hátt matvæla- verð sjái til þess að fjallað verði ýtarlega um verðmyndun matvæla, hvort sem er inn- lendra eða innfluttra. Enn fremur að nefnd- in fari í saumana á þeim viðskiptaháttum sem viðgangast á fslenska matvælamark- aðnum og þá samþjöppun á smésölumark- aði sem orðið hefur síðustu ár og áhrif hennar á þróun matvælaverðs. Þingið legg- ur áherslu á að hagsmuna fslensks landbún- aðar verði gætt í hvívetna í störfum nefnd- arinnar. Samþykkt samhljóða. Umfang Ferðaþjónustu bænda og við- urkenning hennar Búnaðarþing 2006 felur stjórn BÍ að vinna að þvf í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda að búgreinin fái sérgreint atvinnugreinar- númer hjá Hagstofunni og verði þannig við- urkennd opinberlega sem atvinnugrein. Greinargerð: Mikil nauðsyn er að þetta verði gert sem fyrst til að afla megi hagtalna og hægt sé að meta umfang ferðaþjónustunnar. Nauðsynlegt er að geta greint á milli af- þreyingar, gistingar og annarrar sölu. Samþykkt samhljóða. Búnaðarþing 2006 felur stjórn BÍ að vinna að því í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda að búgreinin fái sérgreint atvinnugreinar- númer hjá Hagstofunni og verði þannig viðurkennd opinberlega sem atvinnugrein Jöfnuður til náms Búnaðarþing 2006 skorar á menntamála- ráðherra að sjá til þess að námskostnaður ungmenna sem þurfa að sækja framhalds- skóla fjarri heimili sfnu verði ekki meiri en annarra. Greinargerð: Ljóst er að jöfnunarstyrkir til náms hafa ekki fylgt verðlagsþróun og fjárveitingar ekki tekið mið af kostnaðarhækkun og fjölgun nemenda. Samþykkt samhljóða. Gjaldskrá dýralækna Búnaðarþing 2006 felur stjórn B( að gera úttekt á því með hvaða hætti er hægt að lækka kostnað við kaup á dýralyfjum og dýralæknaþjónustu. Greinargerð: Vitað er að mikill verðmunur er á ýmsum lyfjum hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Þá verði jafnframt þörf á að skoða hvað hægt sé að gera til frekari jöfnunar á aksturskostnaði dýralækna. Samþykkt samhljóða. Verðjöfnun kúasæðinga Búnaðarþing 2006 beinir því til stjórnar Bændasamtaka íslands að leita leiða, í sam- ráði við hagsmunaaðila, til að jafna kostn- að allra mjólkur- og nautakjötsframleið- enda, vegna kúasæðinga, hvar sem þeir búa á landinu. Einnig sé hugað að því hvort rétt sé að styðja kynbótastarfið enn frekar við ráðstöfun þeirra fjármuna sem ætlaðir eru sem óframleiðslutengdur stuðningur á árunum 2007-2012 í mjólkursamningi. Grelnargerð: Kostnaður bænda við kúasæðingar er mjög misjafn vegna breytilegra aðstæðna við framkvæmd þeirra, stærðar búa og land- fræðilegrar legu. Þennan kostnaðarmun er brýnt að jafna. Því gæti verið skynsamlegt að setja rekstur allra kúasæðinga í landinu undir eina stjórn, þó svo búnaðarsambönd- um og leiðbeiningarstöðvum sé falin fram- kvæmd þeirra á hverju svæði eins og verið hefur. Samþykkt með þorra atkvæða gegn fjór- um. KJARANEFND Mótframlag í Lífeyrissjóð bænda Búnaðarþing 2006 skorar á stjórnvöld og stjórn Bændasamtaka íslands að ganga sem fyrst til samninga um greiðslu ríkisins á mótframlagi í Lífeyrissjóð bænda. Samn- ingurinn tryggi mótframlag vegna allra bænda sem greiða í sjóðinn, óháð búgrein- um. Miðað verði við mótframlag eins og al- gengast er á almennum vinnumarkaði. Samþykkt samhljóða. Lækkun kjarnfóðurstolla A:Búnaðarþing 2006 telur nauðsynlegt að innheimta fóðurtolls á tilbúnum innflutt- um fóðurblöndum verði lækkuð veru- lega eða felld niður til að skapa eðlilegt verðaðhald á íslenskum fóðurvörumark- aði. Þingið felur stjórn Bændasamtaka ís- lands að fylgja málinu eftir. B: Búnaðarþing 2006 telur rétt að horfið verði frá innheímtu fóðurtolls á innflutt hráefni til fóðurgerðar. Umræddur tollur er nú tekjustofn fyrir búgreinatengt þró- unarfé í gegnum Framleiðnisjóð og telur þingið nauðsynlegt að undirbúa hvernig þeirri fjármögnun verði háttað áður en til þessarar breytingar kemur. Því er stjórn Bændasamtaka íslands, í samráði við hlutaðeigandi búgreinasambönd, falið að undirbúa málið fyrir næsta Búnaðar- þing. Samþykkt með 33 atkvæðum gegn 4. Búnaðarþing 2006 beinir því til stjórnar Bændasamtaka íslands að leita leiða, í samráði við hagsmunaaðila, til að jafna kostnað allra mjólkur- og nautakjötsframleiðenda, vegna kúasæðinga, hvarsem þeir búa á landinu. Ljósm. Jón Eiríksson 28 FREYR 05 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.