Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2006, Qupperneq 35

Freyr - 01.05.2006, Qupperneq 35
Stjörnusalur og Astrabar eru á áttundu hæð Bændahallarinnar en ganga í daglegu tali undir nafninu Grillið. Myndin vartekin skömmu eftir opnun Hótels Sögu. Ljósm. PéturThomsen Framkvæmdin var dýr og eina ferðin enn var knúið á um að fá löggjöfinni um Búnað- armálasjóð breytt á þann veg að sett yrði í lögin bráðabirgðaákvæði um hálfrar pró- sentu viðbótargjald, sem renna skyldi til Bún- aðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda, til fjögurra ára á bilinu 1958-1961. Aðalfundur Stéttarsambands bænda og Búnaðarþing samþykktu árið 1958 að beina því til Alþingis að breyting á lögum um Bún- aðarmálasjóð næðu fram að ganga og sam- þykkti Alþingi það ári síðar. Hafði „Bænda- hallargjald" því formlega verið lögfest sem 0,5% af skilaverði til bænda. STJÖRNUSALUR OG ASTRABAR Snemma árs árið 1960 fara forráðamenn Bændahallarinnar þess á leit við Þorvald Guðmundsson, sem kenndur var við Síld & fisk, að hann tæki að sér rekstur þess hluta Hallarinnar sem hýsa átti hótel. Þorvaldur hafði sjálfur fengið þá hugmynd að reisa hót- el og reka I Vatnsmýrinni. Skyldi það heita Hótel Saga. Svo varð úr að Þorvaldur varð við beiðninni og eftirlét hann hótelinu nafnið Hótel Saga I kjölfarið. Sama ár kýs bygging- arnefnd sér framkvæmdanefnd og áttu í henni sæti Sæmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmála- stjóri, Halldór H. Jónsson, arkitekt hússins og Þorvaldur Guðmundsson, sem síðar varð fyrsti hótelstjóri þess. Á þeim tíma var búið að ákveða að hótel ætti að vera á fyrstu og annarri hæð og efstu hæðunum þremur en skrifstofur á þriðju og fjórðu hæð. Það var að áeggjan Þorvaldar að ráðist var í byggingu áttundu hæðarinnar. I ævisögu sinni segir hann: „Þegar komið var upp á sjöundu hæð varð Ijóst að þaðan var útsýni fagurt. Ef bætt yrði veitingasal ofan á þá hæð var auðsætt að þaðan myndi I bjartviðri sjást yfir höfuð- borgina og fjallafaðminn umhverfis - allt vestan frá Snæfellsjökli austur um og suður á Reykjanesfjallgarð. Ég lagði til að reynt yrði að fá tilskilið byggingarleyfi, en það reyndist ekki auðvelt. Mörgum þótti skugginn, sem féll frá Bændahöllinni á Háskóla íslands, nógu stór þótt enn væri ekki við hann aukið. En með harðfylgni fékkst þetta leyfi að lok- um - og þar með urðu til Stjörnusalur og Astrabar sem nú ganga oftast undir nafninu Grillið." Taldi Þorvaldur þessa ákvörðun hafa ráðið úrslitum varðandi rekstur hótelsins og því verið ómetanleg. HORNSTEINNINN LAGÐUR Einhvern tíma á meðan húsið var í byggingu var farið að kalla það „Bændahöll". Var það gert af sumum í háði en var húsinu valið það nafn að lokum. Forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, lagði hornsteininn að Bænda- höllinni í anddyri hótelsins þann 11. mars árið 1961 að viðstöddu fjölmenni. Var þá lokið að steypa kjallara og sjö hæðir hússins, en verið var að reisa stálgrindina að áttundu og efstu hæð þess. Taldi Bændahöllin þá 9,573 m2. Ljóst þótti að vöntun var á frekara fjár- magni til þess að klára húsbygginguna og samþykkir Alþingi í kjölfar samþykkta félag- anna sem að byggingunni stóðu að fram- lengja gjaldið sem gekk undir nafninu Bændahallargjald til nýrra fjögurra ára á tímabilinu 1962-1965. Hafði þá 78 milljón- um króna verið varið til byggingarinnar og lokið var að fullgera fjórðu, fimmtu, sjöttu og áttundu hæðina. Sjöunda hæðin var langt komin en sú þriðja, sem notuð hafði verið sem birgðastöð en ætluð var sem skrifstofu- húsnæði samtaka bænda, var ekki tekin í notkun fyrr en síðla árs 1964. Flugfélag (s- lands gerði samning um leigu á fjórðu hæð- inni til tíu ára frá og með apríl 1962 en rekst- ur Hótels Sögu hófst þann 14. júlí sama ár á fullbúinni fimmtu og sjöttu hæð ásamt Stjörnusal og Astrabar á áttundu hæð. ( greinargerð sem Sæmundur Friðriksson framkvæmdastjóri við byggingu Bændahall- arinnar tók saman í árslok 1962 kemur fram að þegar byrjað var að byggja árið 1957 hafi verið áætlað að byggingin myndi kosta 25- 30 milljónir króna. Raunkostnaður við bygg- inguna tæplega fimmfaldaðist á byggingar- tímanum og var orðinn tæpar 150 milljónir króna þegar Bændahöllin var fullbúin að inna sem utan árið 1967. Framlögum úr Búnaðarmálasjóði til byggingarinnar lauk árið 1970 og höfðu þá verið innheimt í tólf ár, þ.e. 0,5% fyrstu tíu árin og 0,25% síð- ustu tvö árin. Þegar höllin hafði öll verið tekin I notkun var byggingarnefndin lögð niður og stjórn Bændahallarinnar skipuð. Þegar á fyrsta starfsári stjórnarinnar var ákveðið að veita bændum og mökum þeirra afslátt á hótel- gistingu yfir vetrartímann ár hvert og hefur sú regla haldist síðan. ÞÖRF Á MEIRA HÚSNÆÐI ( ársbyrjun 1969 er það fært til bókar á stjórnarfundi Bændahallarinnar að ýmsa að- stöðu vanti fyrir hótelið og að rekstur þess mundi batna yrði gistirýmunum fjölgað. Á Búnaðarþingi árið 1971 er málið til meðferð- ar og voru skiptar skoðanir um þörfina. Var mönnum á aðalfundi Stéttarsambands bænda og Búnaðarþingi mikið I mun að ekki yrði viðhöfð frekari gjaldtaka af bændum til þess að fjármagna viðbygginguna. Næstu ár miðaði litlu áfram í þessum mál- um. Hótelstjóri, sem þá var Konráð Guð- mundsson, lét í Ijósi ugg um það að hótelið myndi dragast aftur úr hótelrekstri vegna vöntunarinnar á húsnæði. Þegar leigusamn- ingurinn við Flugfélag (slands losnaði árið 1976 var fjórðu hæð hótelsins breytt í gisti- herbergi. Á sama tíma var tímabundið bætt úr húsnæðisþörf Búnaðarfélags (slands með nýrri innréttingu á annarri hæð I suðurenda þar sem tölvudeild Bændasamtakanna er nú til húsa. HÖLLIN STÆKKUÐ Unnið var að ýmsum spám og hagkvæmnis- útreikningum vegna viðbyggingar næstu ár. Árið 1979 var farið að þrengja verulega að starfsemi bændasamtakanna vegna vaxandi starfsemi Framleiðsluráðs sem flutt hafði inn I Höllina ásamt Sauðfjárveikivörnum árið 1964. Stjórn Bændahallarinnar samþykkti í mars árið 1982 að hefja framkvæmdir við viðbygginguna enda lágu fyrir heimildir frá báðum eignaraðilum auk ríkisábyrgðar á lán- töku vegna byggingarinnar. Hófust fram- kvæmdir 29. apríl sama ár. Viðbyggingin varð litlu minni en Bænda- höllin var fyrir eða alls 9,312m2. Flutti Bún- aðarbanki íslands fyrstur inn á jarðhæðina I nóvemberlok árið 1985 en Lífeyrissjóður bænda fylgdi I kjölfarið á þriðju hæð hússins, hvar hann er til húsa enn þann dag í dag. HEIMILDIR Gylfi Gröndal. 1998. Saga athafnaskálds - Þorvaldur Guðmundsson í Síld & fisk. Forlagið, Reykjavík. Hjörtur E. Þórarinsson, Jónas Jónsson og Ólafur E. Stefánsson. 1988. Búnaðarsamtök á íslandi 150 ára. Afmælisrit Búnaðarfélags íslands 1837-1987, síðara bindi. Búnaðarfélag (slands, Reykjavík. Freyr 05 2006 35

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.