Freyr - 01.05.2006, Page 27
BÚNAÐARÞING
Þjónusta búnaðarsambanda verði seld
Búnaðarþing 2006 bendir á að hlutfall bún-
aðargjalds til búnaðarsambanda er mjög mis-
hátt eftir búgreinum. Nauðsynlegt er að þær
búgreinar sem greiða hæsta gjaldið njóti þess
á einhvern hátt, þrátt fyrir að búnaðargjald sé
skilgreint sem skattur.
Greinargerð:
Eftir þá breytingu sem nýlega var gerð á bún-
aðargjaldi og ráðstöfun þess skiptir mjög í tvö
horn hvað varðar greiðslu einstakra búgreina
til búnaðarsambanda. Af afurðum nautgripa
og sauðfjár eru greidd 0,5%, af hrossaafurð-
um 0,4% en af öðrum afurðum er greitt
0,1%. Ráðgjafarþjónustan er seld í vaxandi
mæli þegar um er að ræða vinnu beint fyrir
bónda og augljóst er að starfsemin verður að
treysta æ meira á slíka fjármögnun.
Samþykkt samhljóða.
FJÁRHAGSNEFND
Reikningar Bændasamtaka íslands fyrir
árið 2005
Fjárhagsnefnd Búnaðarþings leggur til að
Búnaðarþing 2006 samþykki reikninga
Bændasamtaka íslands, Nautastöðvarinnar
á Hvanneyri og Þorleifskoti fyrir árið 2005
eins og þeir liggja fyrir á þingskjali 1.
Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun Bændasamtaka íslands
og Nautastöðvar BÍ á Hvanneyri fyrir
árið 2006
Fjárhagsnefnd Búnaðarþings 2006 leggur til
að fjárhagsáætlun 2006 verði samþykkt
eins og hún liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
FRAMLEIÐSLU-, KJARA- OG
MARKAÐSNEFND
Alþjóðasamningar (WTO) og landbún-
aður
Búnaðarþing 2006 leggur þunga áherslu á
að íslensk stjórnvöld leiti allra leiða til að
nýir alþjóðasamningar, túlkun þeirra og út-
færsla, verði með þeim hætti að íslenskur
landbúnaður geti tryggt sfnum neytendum,
hér eftir sem hingað til, aðgang að innlend-
um matvörum. Lögð verði áhersla á rétt
þjóðarinnar til matvælaöryggis og varð-
veislu matarmenningar. Sérstaklega þarf að
huga að möguleikum á undanþágu fyrir
einangruð smáríki með einhæfan landbún-
að til að styðja framleiðslu fyrir heimamark-
að.
Búnaðarþing skorar á stjórnvöld að halda
fast við þá stefnumótun sem ísland hefur
fylgt í yfirstandandi samningum hjá WTO
og telur engar forsendur til að breyta toll-
vernd eða grípa til annarra aðgerða varð-
andi verndartolla áður en séð verður hvern-
ig niðurstaða fæst um það efni í WTO-
samningum.
Þingið leggur áherslu á eftirfarandi:
1. Frjáls viðskipti með búvörur milli landa
munu einkum og sér í lagi gagnast stór-
fyrirtækjum í landbúnaði og búvöruvið-
skiptum. Alþjóðaverslun með búvörur
nær til minna en 10% af framleiðslu og
aukin verslun mun fyrst og fremst verða
til hagsbóta fyrir fáein lönd.
2. Tekið verði fullt tillit til sjónarmiða sem
ekki eru viðskiptalegs eðlis sbr. Doha- yf-
irlýsinguna. Hugmyndum um takmark-
anir eða þak á Græna boxið verði því al-
farið hafnað.
3. Tekið verði tillit til einhæfs landbúnaðar
hér á landi. Búgreinaskipt þak á stuðning
kemur sérstaklega illa við lönd eins og Is-
land, þar sem opinber stuðningur er
bundinn við fáar búgreinar. Komið verði í
veg fyrir að með þessum hætti verði
möguleikar til að auka fjölbreytni land-
búnaðar hér á landi takmarkaðir.
4. Samið verði um nægjanlegan sveigjan-
leika viðvíkjandi innanlandsstuðningi til
að styðja við innlendan landbúnað. Eng-
in yfirlýsing verði gefin um að Island sé
tilbúið að taka á sig aukinn niðurskurð á
stuðningi í þriðja þrepi vegna hlutfalls-
lega hás stuðnings, þar sem framleiðslu-
tengdur stuðningur er nauðsynlegur til
að viðhalda landbúnaði á harðbýlum
svæðum.
íslenskur landbúnaður er afar smár í
sniðum með mjög takmarkaðan útflutn-
ing. Stuðningur í Gula boxinu hefur því
nær engin áhrif á heimsmarkað.
Stuðningur ESB við landbúnað á harð-
býlum svæðum (LFA og norðlægur
stuðningur), er einnig að miklu leyti
tengdur framleiðslu í einu eða öðru
formi þó að hann sé skráður sem grænn
stuðningur í tilkynningum til WTO.
5. Hvert land fái sjálft að leggja fram tillög-
ur um skilgreiningu og fjölda viðkvæmra
vara, sem síðan verði tryggt nægt svig-
rúm þegar kemur að ákvörðun um tolla-
lækkanir og breytingar á tollkvótum. Hér
er um lykilhagsmunamál fyrir islenskan
landbúnað að ræða. Til vara verði miðað
við 15% af tollalínum.
6. Tollaþaki á landbúnaðarvörur verði hafn-
að.
7. Gefið verði svigrúm innan þrepa þegar
kemur að því að lækka tolla.
8. Útflutningsbætur á landbúnaðarvörur
hafa verið lagðar af og því höfum við
samningssvigrúm hvað þær varðar.
Áhersla verði lögð á að það svigrúm verði
nýtt til að tryggja að tekið verði fullt tillit
til sjónarmiða sem ekki eru viðskiptalegs
eðlis og að reglur um markaðsaðgang
verði ásættanlegar.
9. Komi til samninga verði tryggt að islensk-
ur landbúnaður fái viðunandi aðlögunar-
tíma.
Samþykkt samhljóða.
Verðlag og verðmyndun búvara
Búnaðarþing 2006 beinir því til stjórna BÍ og
búgreinasambandanna að fylgjast jafnan
með þróun afurðaverðs til bænda og hvern-
ig það breytist sem hlutdeild í smásöluverði,
þannig að rekja megi hvernig verðbreyting-
ar til bænda hafa áhrif á útgjöld neytenda.
Gagnagrunnur Bl um verðlagsmál verði
ávallt aðgengilegur og uppfærður.
Búnaðarþing 2006 bendir á að hlutfall búnaðargjalds til búnaðarsambanda er mjðg mishátt eftir búgreinum. Nauðsynlegt er að þær bú-
greinar sem greiða hæsta gjaldið njóti þess á einhvern hátt, þrátt fyrir að búnaðargjald sé skilgreint sem skattur
FREYR 05 2006
27