Freyr - 01.05.2006, Side 11
VIÐURKENNINGAR
Landbúnaðarráðherra fól Níels Árna
Lund, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðu-
neytinu að annast framkvæmd málsins og
hefur hann gert það síðan. I upphafi fékk
ráðherra Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóra Bændasamtakanna, og
Drífu Hjartardóttur, þáverandi formann
Kvenfélagasambands Islands, til að veita
aðstoð við valið og hefur jafnan síðan ver-
ið leitað til þeirra og eða annarra með
uppástungur og val á verðlaunahöfum.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra
sagði I ræðu sinni við veitingu verðlaun-
anna á nýliðnu Búnaðarþingi: „Landbún-
aðarverðlaunin eru viðurkenning landbún-
aðarráðherra fyrir vel rekinn búskap í sátt
við land og náttúru. Fyrir ræktun jarðar-
gróða, búfjár eða nýtingu annarra land-
gæða allt í samræmi við fjölþætt gildi land-
búnaðar í samfélaginu, jafnt fyrir nýjungar
og frumkvæði, sem varðveislu menningar-
arfs."
I flestum tilfellum hefur landbúnaðarráð-
herra veitt verðlaunin fyrir búfjárrækt og
ferðaþjónustu, sem og frumkvæði og störf
að félagsmálum. Ráðherra hefur einnig
veitt verðlaunin fyrir búhætti, lífræna fram-
leiðslu, alifuglarækt, hrossarækt, nýtingu
hlunninda og garðrækt, svo dæmi séu tek-
in. Nú síðast veitti landbúnaðarráðherra
skógarbændum sem vinna listmuni úr
framleiðslu sinni verðlaunin og áður hefur
ráðherra veitt þau fyrir varðveislu menn-
ingararfs býlis. Verðlaunahafarnir koma því
frá öllum landshornum og eiga það sam-
eiginlegt að tengjast landbúnaði á einn
eða annan hátt og hafa allir sýnt með verk-
um sínum áræðni og dugnað, öðrum til
fyrirmyndar.
Það er mál manna að tekist hafi vel til
með val á verðlaunahöfum á þessum ttu
árum og að Landbúnaðarverðlaunin hafi
verið þeim sem koma að landbúnaði á einn
eða annan hátt hvatning og fyrirmynd.
í sveitum landsins fer fram mikið og gott
starf og eru verðlaun sem þessi mikilvæg
fyrir þá sem starfa þar. En þau eru ekki síð-
ur mikilvæg fyrir þá einstaklinga sem aldrei
koma að landbúnaðinum með beinum
hætti. I þjóðfélagi örra breytinga er vert að
gera grein fyrir því að meðal bænda og
búaliðs er verið að vinna störf sem dást má
að og taka til fyrirmyndar. Landbúnaðar-
verðlaunin eru því komin til að vera.
Ábúendur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum voru í hópi fyrstu verðlaunahafanna. Þeim voru
veitt verðlaunin fyrir fjölþættan búskap í ræktun og búfjárhaldi, sérstaklega þó fyrir frum-
kvæði í kornrækt og afurðasama nautgriparækt
í ár hlutu fjórir aðilar verðlaunin. Fyrrverandi ábúendur á Bergsstöðum á Vatnsnesi hlutu verðlaunin fyrir hrossa- og sauðfjárrækt sem og
störf að félagsmálum í þágu bænda. Ábúendur á Syðri-Bægisá í Öxnadal hlutu verðlaunin fyrir nautgriparækt og eigendur Eikar-listiðju í
Miðhúsum á Héraði fyrir skógrækt, listiðn og störf að félagsmálum. Þá hlutu eigendur Hestheima í Holtum verðlaun fyrir frumkvæði sitt í
að sameina ferðaþjónustu og hrossarækt
FREYR 05 2006
11