Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.2006, Qupperneq 12

Freyr - 01.05.2006, Qupperneq 12
BÚNAÐARÞING Ræða Haraldar Benediktssonar við setningu Búnaðarþings 2006 Breytt búseta - breyttur landbúnaður Sem yfirskrift á setningarræðu Búnaðarþings 2006, vel ég „Breytt búseta - breyttur landbúnaður." Ég vil hugleiða hvernig búseta mun þróast í þessu landi næstu árin og spyrja hvernig breyttur og síbreytilegur landbúnaður getur orðið hreyfiafl að nýrri sókn til eflingar sveita. IHaraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka íslands ÞJÓNUSTULANDBÚNAÐUR Það uppbyggingarskeið er hófst í sveitum landsins, um og fyrir miðja síðustu öld, er vafalaust mesta byltingar- og blómaskeið sem komið hefur í dreifðar byggðir þessa lands. Á sama tíma og uppbyggingin hófst, herti á fólksfækkun I sveitum og íbúum fjölgaði í þéttbýli. Tæknivæðing samfélags- ins á öllum sviðum breytti á skömmum tíma árhundruða búsetuformi. Landbúnaðurinn þróaðist hratt frá því að vera sjálfsþurftar- búskapur, með takmarkaða verslun búvöru, til þess að framleiða bæði vöru og þjónustu fyrir kröfuharða neytendur. Stækkun búa, ræktun, kynbætur bústofns, aukin fjárráð og verslun leysti úr læðingi krafta landsins - landbúnað sem við getum kallað fram- leiðslulandbúnað, er byggði grundvöll sinn á framleiðslu á mjólk, kjöti, eggjum og grænmeti. Landbúnaðurinn hefur síðan þróast í að vera meira en framleiðsla á mat- vælum. (kjölfarið á miklum vanda vegna of- framleiðslu, sem ekki verður rakinn hér, breyttust viðfangsefnin I það að vera hvers konar þjónusta. Framleiðsla á lífsgæðum eða upplifun. Þjónustulandbúnaður, svo ég nefni til annað hugtak um landbúnað, er og verður stöðugt stærri hluti viðfangsefna okkar. Hvort sem við flokkum þar ferðþjón- ustu, tamningar, leigu lands fyrir haga- göngu, frístundabyggðir eða hvað annað sem ekki flokkast sem búvara í hefðbund- inni skilgreiningu þess orðs. Að ekki sé tal- að um verndun og varðveislu lands og minja, auðlindanýtingu hvers konar. ÞRÓUNIN Þannig er mér í huga að lýsa í sem fæstum orðum þróun landbúnaðar síðustu áratugi. Og þannig gæti þróunin vel orðið áfram ef rétt er á haldið. Hvernig landbúnað ætlum við að verði í sveitum landsins árið 2020? Ártalið er ekki mjög fjarri okkur, kemur væntanlega fyrr en varir. En árið 2020? Hefur einhver af þeim 49 búnaðarþingsfulltrúum, sem hingað eru komnir, velt þeirri spurningu fyrir sér í hvaða sporum íslenskir bændur verða eftir 14 ár? Erum við kannski alltof upptekin við að fást við líðandi stund, verkefni dagsins? En verk- efni dagsins leggja grunn að svörum við þessari spurningu. Auðvitað hafa búnaðar- þingsfulltrúar og aðrir bændur spurt sig slíkra spurninga. Svar okkar er að við ætlum á næstu árum og áratugum að byggja og efla sveitir. Sækja fram á grundvelli þekk- ingar og færni til nýtingar á landkostum. Áreiðanlega hefði ekki þótt gáfuleg spá fyrir nokkrum misserum að helstu fram- leiðslubúgreinar okkar hefðu vart undan eftirspurn neytenda. En skjótt skipast veður í lofti. Hagsæld í landinu og aukinn kaup- máttur, samhliða öflugu markaðsstarfi inn- anlands og utan, hefur breytt stöðunni. Aukinn áhugi á gæðum, vöruvöndun og vöruþróun okkar afurðafyrirtækja gefur okkur ný tækifæri. Þetta gerist á sama tíma og við erum markvisst að létta af okkur þungum höftum sem á bændur voru lögð við átökin við offramleiðsluna. Þróunin er í rétta átt, frjálsræði til athafna er meira en áður. Engin búgrein þarf að láta fram- Haraldur Benediktsson á fundi með formönnum búnaðarsambanda á liðnu hausti 12 FREYR 05 2006

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.