Freyr - 01.05.2006, Side 36
STARFSEMI BÍ
Fólkið í Höllinni
Á liðnu ári voru tæp 53 stöðugildi
hjá Bændasamtökum íslands á alls
sjö starfsstöðvum víðsvegar um
landið. Þessu til viðbótar voru ein-
hverjir starfsmenn í verktöku. Flest
þessara stöðugilda eru á skrifstof-
um Bændasamtakanna í Bænda-
höllinni við Hagatorg en auk starfs-
manna Bændasamtakanna má finna
innan veggja Hallarinnar fólk sem
starfar fyrir hagsmunasamtök tengd
landbúnaðinum og starfsemi sem er
skyld honum. Störfum nokkurra í
Höllinni eru gerð skil hér.
BÚREIKNINGAR OG TÖLUR
Jóhann Ólafsson, starfsmaður á félagssviði,
hefur unnið í Bændahöllinni síðan á haust-
mánuðum 1971. Hann réðst fyrst til starfa á
Búreikningastofu landbúnaðarins sem þá var
og hét og veitti henni forstöðu frá vori 1980
og þar til hún var formlega lögð niður í árs-
lok 1989. I kjölfarið réðst Jóhann til Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins og starfaði þar til
ársloka 1999 er það var einnig lagt niður og
verkefni þess fluttust yfir á félagssvið Bænda-
samtakanna. Jóhann fylgdi með í þeim flutn-
ingum og sem starfsmaður sviðsins hefur
hann með höndum verkefni sem félagssvið
Bændasamtakanna sinnir í verktöku fyrir
Landbúnaðarstofnun. Sem dæmi má nefna
að það er í verkahring Jóhanns að taka á
móti tilkynningum um aðilaskipti greiðslu-
marks í mjólk en beingreiðslur í mjólkurfram-
leiðslu byggjast á því að hluta til. Jóhann sér
einnig um móttöku tilkynninga á aðilaskipt-
um á greiðslumarki í sauðfé, sem eiga sér
stað um áramót ár hvert. Ólíkt beingreiðslum
í mjólkurframleiðslu þá byggjast útreikningar
á beingreiðslum í sauðfjárrækt alfarið á
greiðslumarkinu. Það er einnig hlutverk Jó-
hanns að taka mánaðarlega á móti og halda
utan um tölur um mjólkurinnlegg einstakra
bænda sem og skráningu og meðferð talna
um framleiðslu og sölu á mjólkurafurðum.
Einu sinni á ári fær Jóhann það vandasama
hlutverk að reikna út samkvæmt fyrir fram
ákveðnum hlutföllum skiptingu búnaðar-
gjalds á milli Bændasamtakanna, búnaðar-
sambanda, búgreinafélaga og Bjargráða-
sjóðs. Auk þessa koma alls kyns sérverkefni
inn á hans borð og má í því samhengi nefna
að Jóhann er tengiliður Bændasamtakanna
og Vátryggingafélags Islands vegna ramma-
samnings um tryggingar bænda sem undir-
ritaður var í millum fyrrgreindra aðila.
Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir, starfskona
Landssamtaka sláturleyfishafa, og Jóhann
Ólafsson, fyrrverandi kollegi hennar hjá
Framleiðsluráði og starfsmaður félagssviðs,
bera saman bækur sínar
LIFANDI FRÉTTAVEFUR
I aprílmánuði síðastliðnum barst útgáfu- og
kynningarsviði liðsauki. Þröstur Haraldsson
hóf störf á Þjóðviljanum árið 1973 og hefur
starfað í blaðamennsku síðan. Hann réðst til
útgáfu- og kynningarsviðs frá Læknablaðinu
þar sem hann hefur starfað síðastliðin átta
ár. Þröstur er ekki ókunnugur starfinu á svið-
inu því hann hefur undanfarin ár haft um-
sjón með umbroti á ýmsu útgáfuefni útgáfu-
og kynningarsviðs í verktöku. Má þar nefna
Handbók bænda, Búnaðarrit þegar það var
og hét, Hagatölur landbúnaðarins og
Nautaskrá. Nú á sér stað endurskoðun á
samstarfi um landbúnaðarvef og til stendur
að breyta útliti hans. I samstarfinu eru
Bændasamtök íslands, Landbúnaðarháskóli
íslands, Landgræðsla ríkisins, Lífeyrissjóður
bænda og Búnaðarsamtök Vesturlands,
ásamt Yfirkjötmatinu og Aðfangaeftirlitinu
sem nú tilheyra Landbúnaðarstofnun. Land-
búnaðarstofnun mun því bætast í hóp fyrr-
greindra aðila. Samhliða þessari endurskoð-
un kviknaði sú hugmynd að starfrækja lif-
andi fréttavef Bændablaðsins, www.bbl.is.
Þröstur mun annast nýja fréttavefinn þegar
honum verður hleypt af stokkunum ásamt
því að skrifa í Bændablaðið.
ÞRÓUNAR- OG JARÐABÆTUR
Borgar Páll Bragason lauk búfræðikandídats-
prófi (B.Sc. til 120 eininga) af landnýtingar-
sviði Landbúnaðarháskóla (slands síðastliðið
vor en hafði áður lokið búfræðingsprófi frá
sama skóla vorið 2000. Hann var ráðinn í
Þröstur Haraldsson er nýr starfsmaður
útgáfu- og kynningarsviðs
ýmis sérverkefni á vegum ráðgjafarsviðs síð-
asta haust. Borgar er fæddur og uppalinn á
Bustarfelli í Vopnafirði og er því vel kunnugur
landbúnaði. Meðal þeirra sérverkefna sem
hann fæst við má nefna þróun landupplýs-
ingakerfis fyrir ræktað land, kynningar og
villuprófanir á Fjárvís.is - nýju skýrsluhaldsfor-
riti í sauðfjárrækt, og umsjón styrkveitinga
vegna þróunar- og jarðarbóta.
Búnaðarlagasamningur, sem rikið gerir við
Bændasamtökin samkvæmt ákvæði Búnað-
arlaga frá árinu 1998, er endurskoðaður á
þriggja ára fresti. Við endurskoðunina stðast-
liðið vor voru gerðar nokkrar breytingar á út-
hlutunarreglum vegna þróunar- og jarðabóta
en þær fólust m.a. í því að ákveðnar fram-
kvæmdir sem áður voru styrkhæfar féllu út
en aðrar komu inn í staðinn. Hefur Borgar
haft með höndum samræmingu og skrán-
ingu á hluta umsókna frá bændum og út-
tekta ráðunauta vegna þróunar- og jarðabóta
síðan um síðustu áramót.
HUGBÚNAÐARÞRÓUN
(tölvudeildinni starfa 14 manns við skýrslu-
haldsþjónustu, hugbúnaðarþróun og tölvu-
þjónustu fyrir bændur, búnaðarsambönd og
landsráðunauta. Elsa Særún Helgadóttir út-
skrifaðist sem kerfisfræðingur frá Háskólan-
um I Reykjavík vorið 2001 og réð sig strax í
kjölfarið til Bændasamtakanna. Hún lauk svo
grunnháskólagráðu í tölvunarfræði frá sama
skóla vorið 2003. Hún hefur starfað sem for-
ritari í fullu starfi og unnið ásamt öðrum að
þróun hugbúnaðar fyrir bændur og búalið.
Þau eru nokkur forritin sem Elsa hefur sett
mark sitt á og má þar nefna Mark, sem er
tölvukerfi fyrir einstaklingsmerkingar búfjár,
Kappa, sem er kerfi sem heldur utan um upp-
36
FREYR 05 2006