Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2006, Síða 20

Freyr - 01.05.2006, Síða 20
BÚNAÐARÞING ræddi síðan kröfur Egils Sigurðssonar til ávöxtunar fjár í hótelunum og taldi menn leggja sig fram um að standa sem best að þessum rekstri. Hann ræddi síðan mál nr. 34, leigugjald fyrir jarðstrengi, og beindi þvl til BÍ að standa vörð um eignarrétt bænda gagnvart lögum og reglum sem þrengja að því. Hann ræddi m.a. Skipulagsstofnun og reglur hennar um fjarlægð bygginga frá tengivegum, ám o.s.frv. Ný lög um lax- og silungsveiði eru til umfjöllunar og umdeild meðal bænda, s.s. silungsveiði í sjó. Veiði- málastjóri hefurt.d. bannað silungsveiði í sjó og hefur ekki afturkallað það þrátt fyrir til- mæli umboðsmanns Alþingis. Hann óskaði eftir að fjallað yrði um þetta mál og brýndi forystuna að standa vörð um eignarréttinn. BJARNI ÁSGEIRSSON þakkaði setn- ingarathöfn líkt og fleiri. Hann taldi margar aðgerðir í landbúnaði heldur til þess fallnar að styrkja eldri bændur og bændur sem vilja hætta búskap en ekki þá yngri sem ættu að taka við. Hvað verður eftir í sveitun- um ef enginn tekur við? Hann nefndi sem dæmi að stórt svæði i Dalasýslu er nánast komið í eyði. Hátt verð á greiðslumarki hef- ur mikil áhrif á þróun búsetu. Hvaða vit er í því að það sé fjórum sinnum dýrara að kaupa framleiðslurétt í mjólk en að byggja yfir gripinn. Svipaða sögu er að segja í sauð- fjárrækt. Hann hvatti til þess að aðgerðir beindust að því að auðvelda ungum bænd- um að koma inn í greinina. Hann ræddi síðan áhrif af háu söluverði jarða á byggðaþróun. Þau eru misjöfn en sums staðar leggjast jarðir í eyði líkt og ger- ist í hans sýslu. Hann taldi rétt að kvöð fylgi þegar menn kaupa jörð, þ.e. að halda henni við með skilgreindum hætti. GUÐMUNDUR GRÉTAR GUÐ- MUNDSSON ræddi málefni Lífeyr- issjóðs bænda. Hann kvaðst hissa líkt og fleiri yfir fréttum af ráðstöfun á andvirði fast- eigna Lánasjóðsins. Hann reifaði síðan fram- tíð sjóðsins og taldi tvær leiðir færar, annars vegar að kanna samrekstur eða sameiningu við aðra sjóði. Forsenda fyrir eflingu sjóðsins er að samkomulag náist um mótframlag til hans. Hin leiðin er sú að loka sjóðnum á ákveðnum tímapunkti og greiða hann út samkvæmt því. Hann lýsti ánægju með bók- un stjórnar um stefnumörkun og framtíðar- staðsetningu BÍ. Framtíðarskipulag þarf allt- af að vera í stöðugri endurskoðun, bretta þarf upp ermar og skýra þá stefnu. Hann ræddi síðan framtíð félagskerfis bænda og nauðsyn þess að finna nýjan grunn í Ijósi þróunar og kvaðst binda vonir við að nefnd á vegum búnaðarsambandanna skili góðum tillögum. Hann ræddi síðan jafnréttisáætlun sem samþykkt var á síðasta Búnaðarþingi og verkefni sem lögfræðingi BÍ var falið af stjórn um að gera úttekt á eignarformi í landbúnaði. Hann sagði einnig frá því að ef kona skilar skýrslunni þegar Fjárvís er skilað þá komi tölvupóstur til baka á karlinn. Hann beindi því til stjórnar og framkvæmdastjóra að taka á þessum málum, sem og Jafnréttis- nefndar. Hann ræddi stðan hækkandi jarða- verð og afleiðingar þess þar sem jarðir verða jafnvel ekki rekstrarhæfar. Sveitarfélög virð- ast sums staðar ekki hafa burði til að fylgja þvf eftir að eigendur jarða, sem ekki búa þar, ræki fjallskil o.fl. GUNNAR JÓNSSON þakkaði setn- ingarathöfn og ágætar ræður for- manns og Magnúsar B. Jónssonar. Hann ræddi mál sem fyrir þinginu liggja um trygg- ingamál bænda. Annars vegar girðingamál með vegum og hins vegar réttindi til aksturs á landbúnaðartækjum um vegi. Brýna nauð- syn ber til að skýra rétt bænda hvað þessi mál varðar. Það er grfðarleg kvöð að fá veg lagðan um land sitt þó að ekki bætist við að bera þá kvöð að verja vegina fyrir búfé. Sú kvöð verður að vera á Vegagerðinni. Sama gildir um réttindi til aksturs dráttarvéla með tengivögnum. Ósamræmi er á milli svæða um framkvæmd þessara mála. Hann vék síð- an að málefnum Bændahallarinnar og kvaðst ekki sáttur við það sem þar gerðist. Nauðsyn ber nú til að marka stefnu í því hvert við ætlum með Bl og gera Hótel Sögu þar með sölulegri. Einnig að koma í veg fyrir að deilur um að það hvað gera eigi við and- virðið komi í veg fyrir sölu síðar. Það þarf að hafa á hreinu og er ekki hægt að ákveða á eins dags fundi líkt og lagt var upp með á Aukabúnaðarþinginu. Hann sagðist geta hugsað sér að sjá þessa peninga fara í Lífeyr- issjóð bænda, þessa fjármuni eigi ekki að taka til að reka Bændasamtök íslands, það eiga bændur á hverjum tíma að gera. Hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að sú ráðstöfun sem rætt hefur verið um á fjár- munum frá Lánasjóðnum til reiðhalla væri á skjön við lög og óskaði eftir að þetta yrði skýrt svo að tekin yrðu af tvímæli um hvað þar væri mælt fyrir um. Hann ræddi einnig lagningu jarðstrengja og háspennulína og þær kvaðir sem með þessu eru lagðar á þær jarðir sem þær liggja um og rýrnun á verð- mæti þeirra. Hann brýndi stjórnina að standa vörð um eignarrétt bænda á löndum sínum. Hann ræddi einnig flutning vatns úr Jökulsá á Dal í Lagarfljót þar sem ekkert samráð væri haft við landeigendur að Lagarfljóti. SVEINN INGVARSSON tók undir ánægju með setningarathöfn. Hann ræddi orð Bjarna Ásgeirssonar og spurði hver hinn raunverulegi vandi væri. Afkoma er ekki nógu góð og vinnan erfið. Byggðin er víða gisin og þjónusta því skert og því kemur ungt fólk ekki inn í stéttina. Hann ræddi há- spennulínur og vegi og óhagræði af því þar sem þær liggja um lönd bænda. Bætur fyrir þetta hefðu hins vegar verið smáræði. Þrjár akbrautir liggja um land Sveins og skipta Allsherjarnefnd tók sér stutt hlé frá störfum til þess að brosa til Ijósmyndara FREYR 05 2006

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.