Freyr - 01.05.2006, Síða 9
BÚNAÐARÞING
Strengjakvartett, skipaður fjórum ungum stúlkum úr Listaháskóla íslands, lék þrjá fyrstu
kaflana af Eine kleine Nachtmusik eftir Mozart við setningu Búnaðarþings 2006
Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði söng við setningu Búnaðarþings 2006
mikil rannsóknarvinna í skógrækt. Skóg-
ræktin fer einnig með umsjón þjóðskóg-
anna og er nú lögð áhersla á að opna þá
fyrir almenningi.
Sömuleiðis er sífellt vaxandi áhugi á verk-
efninu „Bændur græða landið" sem er
samstarfsverkefni bænda og Landgræðsl-
unnar. Alls eru þar skráðir 600 bændur.
Áhugi bænda á uppgræðslu jarða sinna
hefur aukist verulega sem og áhugi á beit-
arstjórnun og betri nýtingu lands.
Landgræðslan og Skógrækt ríkisins eru
öflugar fagstofnanir sem hafa rækt hlutverk
sitt með miklum sóma. Mér hefur fundist
koma til álita að sameina þessar tvær stofn-
anir og hef kallað forsvarsmenn þeirra að
borðinu til að meta hvort það kunni að vera
heppilegt. Skýrsla um málið er í vinnslu og
væntanleg innan skamms.
Hátt gengi krónunnar hefur valdið erfið-
leikum hjá fiskeldisfyrirtækjum og má gera
ráð fyrir að verulega dragi úr framleiðslu á
eldislaxi hér á landi. Aftur á móti er gert ráð
fyrir að framleiðsla eldisbleikju aukist á næst-
unni og að framleiðslan á þessu ári verði
rúmlega 2.000 tonn, að verðmæti á annan
milljarð króna. Islendingar eru nú leiðandi á
heimsvísu í bleikjuframleiðslu og þurfa að
tryggja öflugt markaðsstarf (greininni.
Dýrmæt auðlind er fólgin í ám og vötnum
landsins. Miklar tekjur fylgja veiði og
tengdri starfsemi og hún er víða hornsteinn
byggðar og atvinnu í dreifbýli. Samkvæmt
rannsókn Háskóla íslands er ársveltan í
þessari grein um 10 milljarðar króna. Ég hef
lagt fram frumvarp um heildarendurskoðun
laga um lax- og silungsveiði og vonast til að
það verði að lögum á þessu þingi.
Viðskipti með jarðir hafa vaxið mjög á
undanförnum árum, að vísu mismikið eftir
landshlutum. Ég tel fulla ástæðu til að gleðj-
ast yfir þeirri þróun. Það eru ekki mörg ár síð-
an fólk sem vildi bregða búi fékk lítið fyrir
ævistarfið. Ég hef verið talsmaður þess að
bændur ættu sjálfir jarðirnar og hefur ráðu-
neyti mitt selt yfir 100 jarðir og jarðahluta
síðan ég kom í ráðuneytið og flestar þeirra
hafa ábúendur ríkisjarða keypt.
Það er ekki sjálfgefið að ríkið eigi að selja
allar jarðir sínar, fullgildar ástæður eru fyrir
því að þjóðin eigi slíkar eignir, nærtækasta
dæmið er helgidómur þjóðarinnar, Þingvellir.
Ég hef lagt fyrir ríkisstjórnina skýrslu um jarð-
ir í forræði landbúnaðarráðuneytisins þar
sem lagt er til að ekki verði seldar svokallað-
ar þjóðjarðir. Ég tel nauðsynlegt að önnur
ráðuneyti og ríkisstofnanir geri hið sama.
Fyrr í vetur stóð ég fyrir sölu á Lánasjóði
landbúnaðarins. Þær breytingar hafa orðið
á peningamarkaði að undanförnu að eignir
hans hefðu brunnið upp ef ekki hefði verið
brugðist við. Söluandvirði sjóðsins var nýtt
til að styrkja stöðu Lífeyrissjóðs bænda. Eft-
ir þá breytingu á hann nú fyrir skuldbind-
ingum sínum.
I fyrravor var lokið reglubundinni endur-
skoðun búnaðarlagasamnings og gildir
hann nú til ársins 2010. Með honum er
tryggður stuðningur ríkisins við leiðbein-
ingastarfsemina, búfjárræktina, þróunar-
verkefni á bújörðum og Framleiðnisjóð.
Þetta er mikið fé, rúmur hálfur milljarður
króna á ári. Áríðandi er að þessi samningur
vinni í eina átt og taki mið af þörfum hvers
tíma.
Hestamennska á landsbyggðinni hefur
verið einn mikilvægasti vaxtarbroddur í land-
búnaði. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að
verja 270 milljónum til uppbygginga reið-
halla, reiðskemma og reiðskála til uppbygg-
ingar og atvinnusköpunar í landbúnaði.
Einnig vil ég nefna verkefnið „Upplýsinga-
tækni í landbúnaði" sem er á vegum land-
búnaðarráðuneytisins og miðar að því að
hvetja til tölvu- og netvæðingar í dreifbýli.
Öll ber þessi verkefni að sama brunni, að
styrkja búsetu á landsbyggðinni. Landbún-
aður er ekki aðeins uppspretta búvara og
fæðuöryggis, heldur einnig almannagæða á
borð við búsetu og atvinnu í sveitum, um-
hverfisgæða og menningarverðmæta.
Stuðla verður að nýsköpun í sveitum og
þar gegna vísindastofnanir landbúnaðarins
lykilhlutverki. Landbúnaðarháskóli íslands
og Hólaskóli eru í mikilli sókn og fjöldi verk-
efna bíður úrlausnar í íslenskum landbún-
aði.
Við bændur vil ég segja að möguleikarn-
ir eru miklir og ég vil hvetja ykkur til dáða,
en miklu skiptir að þið sýnið samstöðu um
sameiginlega hagsmuni. Ég óska ykkur
heilla i störfum ykkar.
FREYR 05 2006
9