Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2006, Síða 14

Freyr - 01.05.2006, Síða 14
BÚNAÐARÞING Nemendur grunnskólans í Þykkvabæ, sem nú hefur verið lagður niður, á góðum degi mörkuð aðstoð þarf að gera mun betur. Til að draga aðstöðu þess fólks sem við þetta býr enn frekar fram skal sagt frá því hér að dæmi eru um að foreldrar þurfi jafnvel að skipta upp heimili sínu og fjölskyldu til að börn þeirra komist í grunnskóla. Geta stjórnvöld lokað augum fyrir því að árið 2006 sé foreldrum gert að sæta sltkum kostum? Er þá ekki betra að vera hreinskilin og viðurkenna að við erum ekki tilbúin að verja alla byggð? Skólar og félagsþjónusta er einn af hornsteinum byggða, séu slíkir hlutir ekki i lagi er ekki hægt að ætlast til að íbúar takist á við að efla og bæta atvinnulif. Enn skal haldið áfram og nefnt hér að við- urkenna þarf með ríkari hætti kostnað við að senda börn i framhaldsnám. Einnig þarf að viðurkenna þarf kostnað fólks sem sæk- ir vinnu um langan veg. Ekki er síður mikilvægt að auka sam- keppnishæfni dreifðra byggða til búsetu með því að tryggja sama orkuverð um allt land. Það er best tryggt, að mínu mati, með sameiginlegu eignarhaldi landsmanna á stóru orkufyrirtækjunum. BÚSETUMÁL Sveitarfélög ættu að hugleiða að nýta betur skipulagsvöld sín til að styðja við byggð og efla. Sveitarstjórnum er falið mikið vald er þær skipuleggja nýtingu á landi. Ekki ein- asta hafa þær völd til að setja landeigend- um hömlur á nýtingu lands heldur geta þær haft mikil áhrif á samsetningu sinna samfé- laga. Þær geta með ákvörðunum sínum skilgreint landnot og þannig haft áhrif á hvernig eignarhald jarða mótast til framtíð- ar. Sveitarfélögin og við öll ættum alltaf að hafa I huga að staðbundið eignarhald á auðlindum tryggir ábyrgustu nýtingu þeirra og samfélaginu arð. Fyrir Búnaðarþingi liggur ályktunartillaga um búsetumál. Með henni er fyrst og fremst verið að vekja fólk til umhugsunar að með auknum fjárráðum og frítíma eigi fólk þess kost að velja sér búsetu. I mörg ár hefur svo- kölluð „tvöföld búseta" verið rædd. Það hug- tak er að mörgu leyti óskýrt og fáir vita hvað tvöföld búseta þýðir I raun, annað en að fólk á sér heimili á tveimur stöðum - annað í borg og hitt í sveit. Löggjöfin gefur okkur hins veg- ar ekki kost á að velja á hvorum staðnum við greiðum launatengda skatta og þar með haft áhrif á rétt okkar til þjónustu sveitarfélag- anna. Ég tel tímabært að við hugsum „tvö- falda búsetu" með nýjum hætti. Jarðir hafa, líkt og aðrar fasteignir, hækk- að mjög í verði undanfarið. Jarðeigendum er mikilvægt að þessar eignir þeirra vaxi að verðmætum. En þessi þróun á sér líka aðra hlið. Of mörg dæmi eru um að jarðir sem eru seldar fari í eyði. Fólkið selur og flytur á brott og enginn kemur (staðinn. Fleiri úti- Ijós eru slökkt en áður. Fleiri jarðir falla úr notkun í framleiðslulandbúnaði vegna þess að hann keppir ekki við það verð sem þar er boðið. Við viljum taka vel á móti þeim sem keypt hafa jörð eða landskika til að verða hluti af þeim samfélögum sem fyrir eru í sveitum, þótt ekki sé um viðvarandi búsetu að ræða. Einmitt vegna þeirra erum við að ræða um nýja hugsun á búsetuformi. Fólk- ið sem vill dvelja og lifa með okkur íbúum sveitanna er velkomið. En eftir því sem á fleiri útiljósum er slökkt verður tæpast við- haldið blómlegum samfélögum. Eftir því sem arður af starfsemi og hlunnindum fleiri jarða er fluttur úr byggðarlögunum veikist stoðkerfi sveitanna. Umhugsunarefni er einnig hvernig við tryggjum ættliðaskipti i slíku umhverfi. Flvernig við viðhöldum fjöl- skyldubúskap og sjálfseignarformi bújarða. BÆNDUR OG WTO Fleira í okkar umhverfi er að breytast. Enn liggur ekki fyrir niðurstaða f viðræðulotu WTO. Sú óvissa sem þvi fylgir er okkur erf- ið. Bændasamtökin hafa verið í góðu sam- bandi við okkar utanríkisþjónustu og samningafólk íslands og komið á framfæri sjónarmiðum sinum. Á þeim hefur verið allgóður skilningur, en það breytir því ekki að ástæða til að óttast hver lendingin verður. Þess má sjá merki að bændur víða um lönd séu farnir að ókyrrast vegna þeirra breytinga sem liggja í loftinu. Norskir bændur héldu á lofti andúð sinni á fyrir- huguðum áherslum WTO með því að ganga frá Noregi til Genfar sl. sumar. Bændasamtökin áttu fulltrúa í táknrænni andstöðu þeirra. Bændur innan ESB eru margir farnir að sjá fram á flókið og þung- lamalegt kerfi sem atvinnu þeirra er búin. Með vaxandi óróa og með auknum efa stjórnmálamanna og bænda er styttra í að einhver eða einhverjir rísi upp og mótmæli. Þýskir bændur ræða nú efasemdir sínar með breytt stuðningskerfi ESB. Franskir bændur hafa ekki sagt sitt síðasta orð. 14 FREYR 05 2006

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.