Freyr - 01.05.2006, Qupperneq 30
BÚNAÐARÞING
Hátíðarræða á Búnaðarþingi 2006
Magnús B. Jónsson
Magnús B. Jónsson, fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, flutti hátíðar-
ræðu á Búnaðarþingi 2006
,,Land, þjóð og tunga, sönn og ein, þér var
ég gefinn barn á móðurkné."
Þessar upphafsljóðlínur eins kunnasta Ijóðs
borgfirska skáldsins Snorra Hjartarsonar
flugu gegnum huga minn þegar mér var
boðið að flytja hér hátíðarræðu við setn-
ingu Búnaðarþings. Þessar Ijóðlínur og Ijóð-
ið í heild er áminning skáldsins um þá órofa
heild sem er umgjörðin og kjölfestan í sam-
félaginu hvernig sem viðrar og hvað sem á
dynur.
Áminning um að svo lengi sem við eigum
okkar eigin rann stöndum við sterk, en jafn-
framt ef við hikum og bregðumst þessu at-
hvarfi þá búum við okkur bann þess og út-
legð. Að undanförnu hefur Ijóð þetta og
táknmyndir þess oftlega leitað á huga minn.
Ef til vill er ástæðan sú að ég átti þess kost að
dveljast erlendis lungann úr seinasta ári og
komast þar inn ( umræðu tveggja þjóðlanda
sem ég þekkti misvel fyrir. Annað gamalgró-
ið stórveldi og áberandi í heimsviðburðum,
hitt notalegt og nútímalegt samfélag og í
mörgu sambærilegt því sem við eigum að
venjast. ( þessari vist varð ég mjög var við
hversu mjög litið var til (slands sem lands
mikilla framfara og velsældar. Margsinnis var
í mín eyru dáðst að hinum mikla krafti sem
væri í útrás hvers konar til þessara landa og
var á stundum sem menn líktu þessu við hina
fornu tíma þegar norrænir vlkingar fóru eins
og logi yfir akur og sölsuðu undir sig lönd og
eignir.
Víða varð ég var við undrun og aðdáun á
því að svo fámenn þjóð skyldi geta haldið
uppi velferð á heimsmælikvarða, jafn fjöl-
þættu menningarlífi og raun ber vitni og vera
á flugferð I nútfmalegri útrás fyrirtækja og
atvinnulífs.
Þegar ég kom svo heim fannst mér eins og
ég væri að vissu leyti kominn til annars lands
en ég kvaddi. Hljómurinn I umræðunni var
annar og tónninn ekki eins bjartur. Lykilhug-
tökin og það sem allt virtist snúast um:
hnattvæðing, markaðshyggja og heimsmynd
þar sem hagsældin mælist einvörðungu í
efnislegri afkomu og mælanlegum hagvexti.
Eins og fótanuddtækin þóttu nauðsynleg
forðum voru plasmaskjáirnir nú ómissandi.
Viðhorfið um að smám saman trosnuðu
landamæri, mikilvægi þjóðríkisins dvínaði og
samskiptaflóðið gerði notkun alheimstungu
nánast óhjákvæmilega heyrðist í hverju
horni. Það var eins og við værum nú endan-
lega að missa af lestinni.
Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér
nokkuð á óvart því að ég mundi ekki betur
en að hér hefði um langt skeið verið samfellt
tímabil góðæris og hagsældar, sama á hvaða
mælikvarða væri mælt. Þá fannst mér í raun
flest vera með betri hætti hér heima en I
þeim löndum þar sem ég hafði dvalist hið
liðna ár.
(fyrstu varð mér á að hugsa að þetta hlytu
að vera leifar fortíðarhyggju minnar og eðlis-
lægrar (haldssemi og ef til vill svolítil öfund-
sýki út í þá framtíð sem ég væri óhjákvæmi-
lega að missa af.
Svo upphófst mikil umræða um tungumál-
ið og tvítynginguna og mikilvægi þess að tala
ekki tungumál gærdagsins I heimi morgun-
dagsins. Þá fannst mér fyrst taka steininn úr.
MEIRI JÖFNUÐUR Á ÍSLANDI
EN VÍÐA ANNARS STAÐAR
Vitanlega er það þannig að f meginatriðum
er hér allt eins og það getur best verið í
heiminum og sem betur fer þá ríkir hér á
flestum sviðum meiri jöfnuður en gengur
og gerist meðal þjóða. Þó að við séum mik-
il ferðaþjóð og förum víða þá eru sennilega
fæst okkar nákunnug öngstrætum og af-
kimum stórborganna né gerum okkur
greinargóða mynd af þeim aðstæðum sem
milljónir manna búa við í þeim löndum sem
við oftast berum okkur saman við, hvað þá
ef víðar væri leitað á heimskringlunni. Það
er því eitthvað f okkur sjálfum sem er ekki í
því jafnvægi að það skapi auðlegð og frið í
sál og sinni.
Ég gat ekki varist þeirri hugsun að ef til
vill hefði hraðinn og auðhyggja nútímans
orðið til þess að einhvers staðar vantaði
tengingu milli efnishyggjunnar og velferð-
arinnar, þeirrar velferðar sem felst í því að
gefa sér tíma og andrúm til þess að njóta
annars en efnislega mælanlegra gæða.
Umræðan um mikilvægi alþjóðavæðingar-
innar og þess að vera virkur þátttakandi á
30
FREYR 05 2006