Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2006, Síða 31

Freyr - 01.05.2006, Síða 31
BÚNAÐARÞING Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson í Miðhúsum á Héraði komu á setningarhátíð Búnaðarþings til þess að veita Landbúnaðarverðlaununum viðtöku hinum alþjóðlega vettvangi fyrir viðgang og velferð framtíðarinnar hefði leitt til þess að gleymst hefði hvað er límið í samfélag- inu og hvað það er sem tengir saman fólk sem myndar svo eina heild - þjóð, þjóð sem á sér móðurmál og föðurland. Gleymska og andvaraleysi sem getur svo áður en var- ir máð út vitundina um sjálfstæðið, tilfinn- inguna fyrir gildi þess og meðvitundina um auðlegðina sem því fylgir. í nútímaumræðu er lögð mikil áhersla á að við séum ekki eyland fjærst í eilífðar útsæ heldur meginland mitt I hringiðu við- burðanna og þess vegna ríði á að afleggja hjástoðarhugsunarhátt og taka upp al- gleymisvitund. Það er að sjálfsögðu rétt, tækni nútímans hefur aflagt flesta afkima og gert nær öllum kleift að vera alls staðar og það nær samstundis og atburðir eiga sér stað. Það er hins vegar alrangt að það þýði að sérkenni og sérstaða sé afdala- mennska. I nútímanum reynir þvert á móti mun meira á innviði hvers samfélags en áður. Einangrunin sem áður fyrr var sjálf- gefin og af margvíslegum ástæðum er ekki lengur fyrir hendi. Alda hinna alþjóðlegu strauma og áreitis verður sffellt þyngri og eins auðveldlega og hún getur skilað okkur lengra og betur inn í hið alþjóðlega samfélag getur hún jafn auðveldlega sogað okkur út á reginhaf. Virk og kinnroðalaus þátttaka í alþjóða- samfélaginu byggist fyrst og fremst á því að skírskotað sé til uppruna og athvarfs sfns sem mark er tekið á. Þangað sækja menn fótfestu, þaðan kemur mönnum afl- ið, áhrif og virðing á hinum alþjóðlega vett- vangi. Innri samfélagslegur styrkur og metnað- ur fyrir hönd menningar sinnar og tungu verður sífellt mikilvægari og þeir sem láta undan síga f þeim efnum verða reköld á al- þjóðahafinu og éhrifalausir með öllu. Þeir sem harðast ganga fram í umræðunni um algleymisheim framtíðarinnar virðast á ein- hvern hátt vera haldnir minnimáttarkennd sem lýsir sér í því að allir verði að vera eins til þess að teljast gjaldgengir, ekkert megi vera með sérkennum og sérstöðu viðkom- andi samfélags. Þetta er dæmigerð eylend- isminnimáttarkennd og er í raun hættuleg framvindunni. Það að vera eitt samfélag, hluti af meginstraumi, felur nefnilega í sér þær skyldur að varðveita og vernda, um- gangast af ábyrgð og nýta af skynsemi. HORNSTEINAR SAMFÉLAGSINS ERU ÞJÓÐIN, LANDIÐ OG MÓÐURMÁLIÐ Grundvöllurinn að ábyrgri þátttöku í al- þjóðasamfélaginu er að byggja upp í eigin ranni samfélag sem getur staðist til fram- tíðar. Hornsteinar þeirrar byggingar eru hin samofna þrenning, við sjálf þjóðin, landið sem vistar okkur og móðurmálið sem nær- ir og Ijær afl til að tjá hina dýpstu sorg og æðstu hugsun. íslenskir athafnamenn sem farið hafa fyr- ir útrás atvinnuveganna hafa fyrst og fremst vakið athygli og verið mærðir fyrir það sem þeir sögðu, hvernig þeir stóðu að verki en ekki fyrir það hversu þeir tjáðu sig á þeim erlendu málum sem þeir þurftu að nýta sér til þess að ná fram markmiðum sínum. Hér heima hefur hins vegar á stundum þótt fínt að geta skreytt málfar sitt með alls kyns erlendum slettum og það talið bera vott um mikla kunnáttu og færni. Þegar að þessu hefur verið fundið er það kallað út- nesjamennska og þjóðremba, sem standi gegn eðlilegri þróun málsins og nútíma- væðingu þess. Þetta er alvarleg hugsana- villa og leiðir aðeins af sér andvaraleysi, deyfir máltilfinninguna og auðgar ekki á neinn hátt skilning á framandi tungum. Af sama toga er umræðan um nauðsyn tvítyngingarinnar. Þar láta menn vegast á móðurmálið, sem er sem samnefnari okkar og þjóðareinkenni, einn af hornsteinum samfélagsins, annars vegar, og færni í mála- kunnáttu, hins vegar. Málakunnátta er að sjálfsögðu mikilvæg og því brýnni sem við liggjum nær megin- straumum. Deila má um hvort þar eigi að ríkja einhæfni eða fjölbreytni og bendir margt til þess að þar beri að gefa fleiri val- kosti en færri. Þessari umræðu má hins veg- ar aldrei blanda saman við umræðuna um FREVR 05 2006 31

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.