Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2006, Blaðsíða 29

Freyr - 01.05.2006, Blaðsíða 29
BÚNAÐARÞING Raforkuverð í dreifbýli Búnaðarþing 2006 ítrekar ályktun sína frá fyrra ári þess efnis „að tryggt verði að breytt umhverfi í raforkumálum valdi ekki hækkun- um á verði raforku í dreifbýli". Beinir þingið því til stjórnar B( að vinnu við þetta mál verði hraðað eftir föngum. Jafnframt leggur þing- ið áherslu á að raforkuseljendum verði gert að skila kaupendum skiljanlegum reikning- um vegna raforkuviðskipta. Samþykkt samhljóða. Olíugjald Búnaðarþing 2006 krefst þess að stjórnvöld standi við fyrirheit um endurgreiðslu á hluta olíugjaldsins til bænda. Þingið felur stjórn Bændasamtaka íslands að leita eftir samn- ingum við fjármálaráðuneytið um fram- kvæmd málsins. Samþykkt samhljóða. UMHVERFIS- OG JARÐRÆKTARNEFND Framlög til landgræðsluverkefna Búnaðarþing 2006 leggur þunga áherslu á að framlög til Landbótasjóðs Landgræðslu rlkisins á árinu 2006 verði aukin um 23 millj- ónir króna og þannig staðið við þingsálykt- un um Landgræðsluáætlun 2003 - 2014 sem samþykkt var á Alþingi árið 2002. Jafnframt bendir þingið á að einnig vanti mikið á að verkefnið „Bændur græða land- ið" fái þá fjármuni sem heitið var I nefndri þingsályktun og væntir leiðréttinga þar á. Greinargerð: Lokið er gerð landbótaáætlana vegna þeirra sem þess þurftu með til að fá landnýtingar- vottun vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt. Áætlaður kostnaður við framkvæmd land- bótaáætlananna á árinu 2006 er nálægt 35 milljónum króna. í Landgræðsluáætlun 2003 - 2014 er gert ráð fyrir að Landbótasjóður hafi tíl ráðstöf- unar á árinu 2006 um 40 milljónir króna á núvirði, en ráðstöfunarfé sjóðsins á þessu ári er aðeins 17 milljónir króna. Samþykkt samhljóða. Vegagirðingar Búnaðarþing 2006 ítrekar ályktun Búnaðar- þings 2001 um vegagirðingar og skorar á ráðherra samgöngu- og landbúnaðarmála að beita sér nú þegar fyrir breytingum á lögum og reglugerðum þannig að allur stofn- og viðhaldskostnaður vegagirðinga og undirgangna svo og eftirlit með veg- svæðum verði alfarið á hendi veghaldara. Greinargerð: Samfara aukinni umferð og vaxandi um- ferðarhraða verða alvarlegir árekstrar öku- tækja og búfjár á vegsvæðum á hverju ári víða um land. Þótt ýmsar umbætur hafi ver- ið gerðar á seinni árum telur Búnaðarþing 2006 að staða vegagirðingamála sé víða í miklum ólestri. Minnt er á að Búnaðarþing 2001 ályktaði um þetta mál, m.a. með hlið- sjón af skýrslu Vegsvæðanefndar 2001, en verulega skortir þó á að nægilega góður ár- angur hafi náðst. Þingið telur rétt að öll mannvirki, svo sem girðingar, undirgöng og merkingar, sem gerð eru til að friða veg- svæði stofn- og tengivega, verði skilgreind- ur hluti stofn- og viðhaldskostnaðar þeirra og því fjármögnuð af vegafé, en Vegagerð- inni verði falin öll samræming og umsjón framkvæmda. Gerðar verði nauðsynlegar breytingar á vegalögum nr. 45/1994, með síðari breytingum og þar með verði felld brott 56. gr. vegalaga, sbr. ályktun Búnaðar- þings 2000 og jafnframt numin úr gildi reglugerð um girðingar með vegum nr. 325/1995. Samþykkt samhljóða. Leigugjald fyrir lagnir Búnaðarþing 2006 ályktar að taka beri upp leigugjöld fyrir afnot lagnaeiganda af landi auk bóta fyrir landspjöll vegna orku- og fjar- skiptalagna. Búnaðarþing beinir því til stjórnar BÍ að hún láti útbúa samningsform til að nota þegar bændur/landeigendur semja við orku- eða fjarskiptafyrirtæki um línu-, strengja- eða röralagnir um land þeirra. Einnig verði lagt mat á hæfileg leigu- gjöld fyrir slíkar lagnir og taki þau mið af þeim takmörkunum á nýtingu landsins fyrr og síðar, sem lagnirnar valda. Greinargerð: Lengi hefur viðgengist að óhagræði af hverskonar orku- og fjarskiptalögnum sé bætt í eitt skipti fyrir öll af þeim er lögnina gerir. Þetta má telja óæskilegt fyrirkomulag sé litið til langs tíma og þörf fyrir breytingu á landnotkun getur einnig breytt stöðu landeigandans gagnvart eiganda lagnanna. Samningsgerð vegna slíkra lagna hefur verið fremur laus í reipunum og réttur land- eigandans of oft fyrir borð borinn. Þá skort- ir víða á að merkingu lagna sé viðhaldið og lagnakort ekki nægilega skýr og aðgengi- leg. Samþykkt samhljóða. Frumvarp til laga um landshlutaverk- efni í skógrækt Búnaðarþing 2006 mælir með að fyrir- liggjandi frumvarp til laga um landshluta- verkefni í skógrækt verði að lögum. Samþykkt samhljóða. Búnaðarþing 2006 ítrekar ályktun sína frá fyrra ári þess efnis „að tryggt verði að breytt umhverfi í raforkumálum valdi ekki hækkunum á verði raforku í dreifbýli" Búnaðarþing 2006 ítrekar ályktun Búnaðarþings 2001 um vegagirðingar og skorar á ráð- herra samgöngu- og landbúnaðarmála að beita sér nú þegar fyrir breytingum á lögum og reglugerðum þannig að allur stofn- og viðhaldskostnaður vegagirðinga og undirgangna svo og eftirlit með vegsvæðum verði alfarið á hendi veghaldara FREYR 05 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.